Dagskrá Sómannahelgar – Laugardagur

11.00 Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun: stærsti fiskur, flestir fiskar og.fl. Svali og Prins Póló fyrir þáttakendur 11.00 Ölstofa The Brothers Brewery Opin frá kl. 14-01. Sjómannalög, létt og þægileg stemming 13.00 Sjómannafjör á Vigtartorgi Séra Guðmundur Örn Jónsson blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur fyrir krakkana. Risa sundlaug […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun. Daniela […]

Kveiktu svo örlítið aðventuljós, þá eyðist þitt skammdegis myrkur

Fyrirsögnin er úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson, mér finnst það eiga vel við því framundan er aðventan, ljósin lýsa upp skammdegið og fólk fer að setja sig í stellingar fyrir jólahátíðina. Í Vestmannaeyjum hefst dagskrá aðventunnar með Líknarkaffinu í dag og þegarkveikt verður á jólatrénu á Stakkó á morgun. Heimaey- vinnu og hæfingarstöð heldur sinn […]

Kráin komin í miðbæinn

Kári Vigfússon veitingamaður sem rekið hefur Krána við Boðaslóð hefur nú flutt starfsemina og opnað á nýjum stað að Bárustíg 1. „Viðbrögðin hafa verið frábær og almenn ánægja með nýja staðinn,” sagði Kári í spjalli við Eyjafréttir. „Við erum að bjóða uppá gamla góða matseðilinn með Hlölla í fararbroddi. Þó erum við líka með einhverjar […]

Breikkum vöruúrvalið til að einfalda lífið fyrir okkar viðskiptavini 

Skýlið í Friðarhöfn er rótgróinn hluti af bryggjulífi Vestmannaeyja og hluti af kaffirúnt margra. Undanfarin 19 ár hafa hjónin Svanhildur Guðlaugsdóttir og Jóhannes Ólafsson selt þar veitingar ásamt því að vera umboðsaðilar N1. Um mánaðarmótin næstu munu þau hins vegar hætta rekstrinum. Í kjölfarið mun N1 loka verslun sinni við Básaskersbryggju og flytja í Friðarhöfn, þar […]

Hnetuhjúpuð hreindýrasteik og grafið hreindýrahjarta

Matgæðingur vikunnar hefur svarað kallinu, en það er hann Björn Sigþór Skúlason sem er matgæðingur að þessu sinni. „Fyrst vil þakka Esther fyrir að tilnefna mig í þetta. Þar sem að ég hef afskaplega gaman af því að veiða er tilvalið að koma með smá hreindýraþema.“   Hnetuhjúpuð hreindýrasteik Þessa uppskrift fann ég á netinu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.