Fjölbreytt dagskrá í dag

Margt er um að vera í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 10. janúar, þegar þrettándahátíðin heldur áfram af krafti. Dagskráin býður upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla aldurshópa, allt frá söguskoðun og barnastarfi yfir daginn til kvöldskemmtunar í Höllinni. Laugardagur 10. janúar 11:00–12:00 Vestmannaeyjar í gegnum linsu liðins tíma í Sagnheimum.12:00–14:00 Tröllagleði í íþróttamiðstöðinni undir stjórn […]
Vel sótt Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni – myndir

Fullt var út að dyrum á Jólahvísli í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi þar sem fjölmargir gestir nutu notalegrar kvöldstundar í góðum félagsskap og fallegri tónlist. Aðgangur var ókeypis en boðið upp á frjáls samskot til styrktar jólastyrktarsjóði Landakirkju, sem margir lögðu sitt af mörkum til. Margir og góðir listamenn komu fram á Jólahvísli í ár og […]
„Æðisleg kósý stund“

Jólahvísl verður haldið í Vestmannaeyjum sunnudaginn 21. desember nk.. Viðburðurinn hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem hluti af aðventunni hjá mörgum Eyjamönnum. Um er að ræða lágstemmdan jólatónleikaviðburð þar sem áhersla er lögð á notalega stemningu, vönduð hljómgæði og boðskap jólanna. Helgi Tórz, einn af aðstandendum Jólahvíslsins, segir hugmyndina á bak við […]
Glæsilegir jólatónleikar í Höllinni – myndir

Jólastemningin var í hávegum höfð í Höllinni í gærkvöldi þegar haldnir voru glæsilegir jólatónleikar fyrir Eyjamenn og gesti. Dagskráin var sett upp sem flakk um tímann þar sem rifjuð voru upp jól fyrir gos í bland við sígild jólalög sem allir þekkja og vilja heyra á aðventunni. Tónleikarnir voru skemmtilegir og fjölbreyttir og skapaðist góð […]
Full Landakirkja á tónleikum Ásgeirs Trausta í kvöld

Landakirkja var þéttsetin í kvöld þegar Ásgeir Trausti hélt aðventutónleika í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hans um landið nú í desember. Ásgeir flutti perlur úr sínum vinsælu lagasafni á nærgöngulan og hlýjan hátt, og skapaði einkar notalega stemningu í helgidóminum. Gestir nutu tónlistarinnar af innlifun og var stemningin í kirkjunni að sögn viðstaddra […]
Brosleg brot úr revíusögu Eyjanna

Nýlega kom út bókin „Silfuröld revíunnar“ eftir Unu Margréti Jónsdóttur, en það er síðara bindi íslenskrar revíusögu. Fyrra bindið, „Gullöld revíunnar“, kom út 2019 og var þar fjallað um íslenskar revíur frá 1880 til 1957. Í „Silfuröld revíunnar“ er fjallað um revíur á tímabilinu 1957-2015. Meðal annars koma þar við sögu revíusýningar í Vestmannaeyjum. Hér kemur kafli úr bókinni. Tilvitnanir og upplýsingar um flytjendur eru prentaðar […]
Óli Gränz – Traustvekjandi staðfesting

„Óli Gränz“ er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í […]
Óli Gränz – Fjölsótt skemmtun án áfengis

„Óli Gränz“ er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í […]
Óli Gränz – Falleg bók og skemmtileg sem hlýjar

Það var notaleg stund og skemmtileg í Eldheimum í haust þegar þeir félagar, Guðni Einarsson og Ólafur Gränz kynntu bók sína, Óli Gränz, vegalega bók þar sem ævi Óla er rakin í stuttum sögum að hætti Eyjamanna. Skemmtilegur upptaktur áður en lestur hófst á ótrúlegri ævi Óla sem upp úr fermingu tók á sig byrðar […]
Revíuhefðin og Mzungu heilluðu gesti

Tveir rithöfundar buðu gestum á Bókasafninu upp á áhugaverðar bókakynningar sl. laugardag, þar sem bæði menningarsaga og nýskáldaðar frásagnir fengu að njóta sín. Silfuröld revíunnar – ný bók Unu Margrétar Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir kynnti bókina Silfuröld revíunnar, þar sem hún rekur sögu íslensku revíunnar á tímabilinu 1957–2015. Í verkinu fjallar hún einnig um kabaretta, […]