Stórgóð skemmtun á hausttónleikum Lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fóru fram í gær í Hvítasunnukirkjunni og heppnuðust með eindæmum vel. Fjölmenni lagði leið sína á tónleikana, sem eru orðinn rótgróinn liður í menningarlífi Eyjamanna – hefð sem nær lengra aftur en elstu menn muna. Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð 22. mars 1939 og hefur starfað óslitið síðan þá, sem er einstakt afrek […]
Lundúnir í fyrradag og Lúxemborg í dag

Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég […]
Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]
Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr. Þrautseigja og eldmóður rauður þráður […]
Sköpunarkraftur í Hvíta húsinu

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja býður gestum að skyggnast inn í skapandi heim listafólks á opnu húsi sem hófst á föstudag og lýkur í dag. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja var stofnað 2. mars 2019 með það að markmiði að sameina, efla og virkja listsköpun í Eyjum og gera verk listamanna sýnilegri – bæði innan samfélagsins og […]
Saga úr Höllinni – Einar Ágúst og Gosarnir heiðruðu Jónas Friðrik

Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik. Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin […]
Eyjalífið í gegnum linsu Óskars Péturs

Ljósmyndasýning Óskars Péturs Friðrikssonar opnaði í Safnahúsinu í gær og er hluti af dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum. Nokkrir tugir gesta mættu á opnunina þar sem Óskar Pétur sagði frá tilurð bókarinnar Westman Islands. Fáir eru þeir viðburðir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans […]
Safnahelgin: Breytingar á dagskrá dagsins

Safnahelgin í Vestmannaeyjum hófst í gær og heldur áfram í dag. Þó er veðrið og samgöngurnar að setja mark sitt á dagskrá dagsins. Vegna veðurs er því miður búið að aflýsa tónleikunum í Eldheimum. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Föstudagur 31. október 18:00-20:00 Bókasafn: Grikk eða gott. Í tilefni af Hrekkjavöku verður Bókasafnið opið […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. Fimmtudagur 30. október 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur. Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram. 17:00 Opnun á ljósmyndasýningu […]
Kótelettur fyrir alla, konur og kalla

„Kæru konur í Vestmannaeyjum. Eftir öll þessi ár var okkur að berast til eyrna sá leiðinlegi misskilningur að margar konur halda að kótilettukvöldið væri bara fyrir karla. Að þetta væri karlakvöld sem er bara algjört bull, það koma margar konur á kvöldið og hafa gert öll árin okkar. Þið eru allar hjartanlega velkomnar á kótilettukvöldið […]