Tveir styrkir til bæjarins

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2025. Umsóknir voru samtals 122, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 91 í flokki menningarverkefna. Rúmlega 42 milljónum úthlutað Að þessu […]
Halda magnaða tónleika í sundlauginni

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja […]
„Þakklæti er okkur efst í huga”

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]
Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]
Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]
Fullur salur á Eyjatónleikunum

Hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu fóru fram í gær fyrir fullum sal. Meðal þeirra sem fram komu voru Klara Elías, Matti Matt, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, ELÓ og Guðný Emilíana Tórshamar. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppanðir og mikið stemning myndasti í húsinu. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. (meira…)
Eyjatónleikar – Landeyjahöfn alla helgina

„Það lítur vel út með Landeyjahöfn á morgun, laugardaginn og á sunnudaginn þegar heim skal haldið þannig að ég er bjartsýnn á góða aðsókn,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, tónleikahaldari um tónleikana, Töfrar í Herjólfsdal sem verða í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, 25. janúar. „Þetta verða 14. tónleikarnir í röð en hvort þeir verða þeir síðustu […]
Tónleikar – Við sem heima sitjum

Á morgun, föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 verða tónleikarnir, Við sem heima sitjum í Eldheimum. Tilefnið er að minnast tímanna frá fyrir og eftir gosið í Heimaey 1973. Sungin verða vinsæl lög frá þessum tíma, bítlalög, þjóðlög, popplög o.s.frv. Fram koma þau Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Arnór Hermannson, Helga Jónsdóttir, Þórir […]
Óskar Pétur hitar upp í Eldborg

Nú eru aðeins um tvær vikur í Eyjatónleikana í Hörpu og ég er rosalega spenntur fyrir að mæta á tónleikana í Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 25. janúar nk. Eins og undanfarin ár mun ég hita okkur upp með myndum úr Dalnum á þjóðhátíð og frá fyrri Eyjatónleikum í Eldborgarsal. Nú fer hver að verða síðastur að […]
“Við sem heima sitjum”

Föstudagskvöldið 24. janúar nk. verða tónleikar í Eldheimum þar sem við ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol KIng, Bee Gees, Sigfús Halldórsson og fleiri […]