Þrír kórar takast á við Requiem á allraheilagramessu

Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun […]
Skemmtilegasti félagsskapur sem hugsast getur

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Kiwanishúsinu í kvöld, 11. september. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá sig og draga jafnvel […]
Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum

Fann mig knúinn til þess að skrifa fáein orð um Fágætissafnið í Vestmannaeyjum sem vakti með mér bæði undrun og aðdáun segir Gunnar Salvarsson, fyrrverandi fréttamaður í áhugaverðri grein á visir.is. Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr […]
Eyjamaðurinn Matthías leikur á Orgelsumri í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025 stendur nú sem hæst og nú er komið að okkar manni, Matthíasi Harðarsyni, orgelleikara Dómkirkjunnar sem heldur orgeltónleika í kirkjunni laugardaginn 26. júlí nk. kl. 12.00. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is er aðgangseyrir 2.900 kr. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Hallgrímskirkju þar sem segir um Matthías: Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans […]
Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]
Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]
Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]
Tónleikar í kvöld

Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja. Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar […]
Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]
Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]