Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum

Karl Smári Hreinsson Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir […]

Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]

Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Thumbnail IMG 3087

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]

Matthías heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag

Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá […]

Tveir styrkir til bæjarins

Eyjakvold Eldheimar

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2025. Umsóknir voru samtals 122, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 91 í flokki menningarverkefna. Rúmlega 42 milljónum úthlutað Að þessu […]

Halda magnaða tónleika í sundlauginni

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja […]

„Þakklæti er okkur efst í huga”

DSC 0927

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]

Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það  var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]

Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]

Fullur salur á Eyjatónleikunum

Hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu fóru fram í gær fyrir fullum sal. Meðal þeirra sem fram komu voru Klara Elías, Matti Matt, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, ELÓ og Guðný Emilíana Tórshamar. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppanðir og mikið stemning myndasti í húsinu. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. (meira…)