Eyjamaðurinn Matthías leikur á Orgelsumri í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025 stendur nú sem hæst og nú er komið að okkar manni, Matthíasi Harðarsyni, orgelleikara Dómkirkjunnar sem heldur orgeltónleika í kirkjunni laugardaginn 26. júlí nk. kl. 12.00. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is er aðgangseyrir 2.900 kr. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Hallgrímskirkju þar sem segir um Matthías: Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans […]
Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]
Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]
Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]
Tónleikar í kvöld

Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja. Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar […]
Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]
Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]
Nýdönsk í Höllinni – myndir

Það var heldur betur góð stemning á stórtónleikum Nýdanskra í Höllinni í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns mættu til að hlýða á þetta glæsilega band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)
Opnar sýningu í Gallerí Fold Vínarborg

Sýningin “Minningar um landslag” á verkum Bjarna Ólafar Magnússonar opnar á morgun, föstudag kl. 18 hjá Gallerí Fold Vínarborg í samstarfi við Art.Passage.Spittelberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold. Verkin á sýningunni eru unnin með vaxlitum á pappír í byrjun árs 2025. Listamaðurinn leikur sér bæði með minni og minningar. Landslagið er þekkt […]
Dagskrá sjómannadags hefst í dag

Í hönd fer sjómannadagshelgin og byrjar dagskráin í dag með kökubasar Eykindils í sal Líknar við Faxastíg frá klukkan 14.00 til 17.00. Klukkan 14:00 verður opnuð í Einarsstofu sýning Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja með þátttöku 15 félaga. Er hún opinn frá kl. 10.00 til 17.00 alla helgina. Skátar dreifa Sjómannadagsblaðinu í öll hús og yngri […]