Strand í gini gígsins

Ásmundur Friðriksson þingmaður mun verða með dagskrá vegna útgáfu bókar sinnar, Strand í gini gígsins, í Safnahúsinu í Eyjum laugardaginn 2. júlí nk. á Goslokahátiðinni. Hann er að leita eftir upptökum frá Surtseyjareldum. “Ég veit að fólk á í fórum sínum upptökur af gosmyndum frá tímum Surtseyjar. Mig langar að sýna slíkar upptökur í útgáfudagskránni. […]

Harmóníkutónleikar í Landakirkju

Á miðvikudaginn verða norsk-íslenskir harmóníkutónleikar í Landakirkju. Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo […]

Hálft í hvoru á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í Eldheimum

HÁLFT Í HVORU á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í ELDHEIMUM á nk. laugardagskvöld 21. maí kl. 21:00 Hálft í hvoru voru tíðir og vinsælir gestir í Eyjum um aldamótin. Þeir rifjuðu svo upp gamla takta fyrir nokkrum árum og höfðu engu gleymt. Þeir áttu m.a. vinsælt þjóðhátíðarlag og goslokalag. Nú er okkar ástsæli lagasmiður […]

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022

Tilkynnt var um val á Bæjarlistamanni Vestmannaeyja í Eldheimum í dag. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilkynnti valið og afhenti Laufey Konný Guðjónsdóttur fulltrúa félagsins viðurkenninguna. Á athöfninni fluttu Heiðmar Magnússon og Magdalena Jónasdóttir ljóð og skólalúðrasveit Vesmannaeyja spilaði nokkur lög. Fram kom í ræðu Njáls að bæjarráð var einróma í afstöðu sinni um að félagið […]

Flaggað á gosdeginum 23. janúar

Á morgun, þann 23. janúar 2022, eru liðin 49 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Við það tilefni hefur skapast sú hefð að flagga gosfána Vestmannaeyja sem jafnan prýðir bæinn þegar Eyjamenn minnast atburðanna. Fánann skal nýta við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins. Hann skartar svokölluðum goslitunum fjórum; […]

23. desember – Marta og Sigurbjörg Jónsdætur | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

22. desember – Arnór Hermannsson | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

21. desember – Dagur Arnarsson | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

20. desember – Ásgeir Helgi Hjaltalín | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.