Ingó ekki með brekkusönginn

Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. (meira…)
Fimmtudagur á Goslokum (myndir)

Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá þær myndir sem hann náði af hinum ýmsu viðburðum gærdagsins. Ljóst er að margt er um manninn. (meira…)
Dagskrá Gosloka um helgina

Goslokahátíðin heldur áfram og nær hápunkti sínum á laugardagskvöldið. Eins og undanfarin ár er dagskrá nokkuð fjölbreytt og mikið út að velja. Athygli vekur þó að mikið er um listasýningar þetta árið og má það eflaust rekja til þess hve mikinn tíma þjóðin hefur haft milli handanna síðasta ár sökum ferða- og samgöngutakmarkana. Dagskránna má […]
Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]
Sýningin “Kraftur aftur” í Eldheimum

Goslokahátíðin hefst í dag með opnun ýmissa sýninga og viðburða víða um bæ. Einn stór viðkomustaður hátíðarinnar er ætíð menningarmistöð eldsumbrota eyjanna og gosminjasafnið Eldheimar. Á sýningunni “Kraftur aftur” í Eldheimum sýnir Erling T.V. Klingenberg ljósmyndir, skúlptúra, video og málverk eða skvettiverk eins og listamaðurinn nefnir þau. Opnun sýningarinnar er í dag kl. 17.00. Erling […]
MEÐ ALLT Á HREINU – Bílabíó í Eyjum.

Þriðjudagskvöldið 25. maí, í kvöld verður Bílabíó á bílaplaninu austan við Fiskiðjuna kl. 18.30. Þar verður Eyjamönnum boðið frítt á sýningu myndarinnar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum Eyjamanninum hugleikin. Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur […]
Svanhildur Jakobs og Ómar Ragnarsson í Eldheimum á Goslokum

Upptakturinn að komandi Goslokahátíð verður í Eldheimum, fimmtudagskvöldið 1. júlí n.k. Þá munu Svanhildur Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson syngja og skemmta af kunnri snilld. Svanhildur söng mörg af lögum Oddgeirs Kristjánssonar á einni bestu hljómplötu sem gefin hefur verið út á Íslandi; “14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson.” Ómar Ragnarsson er fjöllistamaður; söngvari, […]
Sérstök stemmning á Eyjatónleikum (Myndir)

Hún var óneitanlega sérstök stemmningin í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld. Þar fóru fram tíundu Eyjatónleikar í Hörpu en þó með mun lágstemmdara sniði en áður. Hún var þó ekkert síðri en venjulega eftirvæntingin í andlitum þeirra fáu útvöldu gesta sem hlotið höfðu tónleikasæti fyrir náð og miskunn sóttvarnaryfirvalda. Það var líka áþreifanlegt þakklætið og […]
Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]
Merkúr með nýtt lag og myndband

Strákarnir í Merkúr voru að gefa út fyrsta lagið af Nýrri plötu sem fer í loftið 14. maí. “Lagið heitir “Blind” og var það fyrsta lagið sem við sömdum eftir að hafa endurhugsað hljómsveitina. Eftir að við gáfum út fyrstu plötuna okkar “Apocalypse Rising” árið 2018 þá fengum við góðar móttökur en því meira sem […]