Svanhildur Jakobs og Ómar Ragnarsson í Eldheimum á Goslokum

Upptakturinn að komandi Goslokahátíð verður í Eldheimum, fimmtudagskvöldið 1. júlí n.k. Þá munu Svanhildur Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson syngja og skemmta af kunnri snilld. Svanhildur söng mörg af lögum Oddgeirs Kristjánssonar á einni bestu hljómplötu sem gefin hefur verið út á Íslandi; “14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson.” Ómar Ragnarsson er fjöllistamaður; söngvari, […]
Sérstök stemmning á Eyjatónleikum (Myndir)

Hún var óneitanlega sérstök stemmningin í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld. Þar fóru fram tíundu Eyjatónleikar í Hörpu en þó með mun lágstemmdara sniði en áður. Hún var þó ekkert síðri en venjulega eftirvæntingin í andlitum þeirra fáu útvöldu gesta sem hlotið höfðu tónleikasæti fyrir náð og miskunn sóttvarnaryfirvalda. Það var líka áþreifanlegt þakklætið og […]
Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]
Merkúr með nýtt lag og myndband

Strákarnir í Merkúr voru að gefa út fyrsta lagið af Nýrri plötu sem fer í loftið 14. maí. “Lagið heitir “Blind” og var það fyrsta lagið sem við sömdum eftir að hafa endurhugsað hljómsveitina. Eftir að við gáfum út fyrstu plötuna okkar “Apocalypse Rising” árið 2018 þá fengum við góðar móttökur en því meira sem […]
Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni. Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease. „Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease […]
Rafrænt Jólahvísl í ár – myndband

Árið 2016 fengu vinkonunar Jenný Guðnadóttir, Elísabet Guðnadótir og Guðný Emilíana Tórshamar þá hugmynd að bjóða Eyjamönnum á jólatónleika og hlutu þeir nafnið Jólahvísl. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður síðan og vaxið með hverju árinu. Í ár eru aðstæður aðrar en það aftrar þó ekki hópnum að gleðja Eyjamenn með söng sínum og bjóða því […]
Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]
Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf […]
Upphaf aldauðans II Sýning í Eldheimum

Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum, barnanámskeiðum og vinnustofum barna á fjórum stöðum á landinu. Verkefnið tengist útkomu bókar Gísla Pálssonar um FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ. Fyrstu viðkomustaðir sýningarinnar voru í Ásmundarsal við Freyjugötu og Listagilinu á Akureyri. Eldheimar eru næsti viðkomustaður og sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:30 – 16:30 laugardaginn 21. […]
Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]