Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni. Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease. „Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease […]

Rafrænt Jólahvísl í ár – myndband

Árið 2016 fengu vinkonunar Jenný Guðnadóttir, Elísabet Guðnadótir og Guðný Emilíana Tórshamar þá hugmynd að bjóða Eyjamönnum á jólatónleika og hlutu þeir nafnið Jólahvísl. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður síðan og vaxið með hverju árinu. Í ár eru aðstæður aðrar en það aftrar þó ekki hópnum að gleðja Eyjamenn með söng sínum og bjóða því […]

Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]

Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf […]

Upphaf aldauðans II Sýning í Eldheimum

Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum, barnanámskeiðum og vinnustofum barna á fjórum stöðum á landinu. Verkefnið tengist útkomu bókar Gísla Pálssonar um FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ. Fyrstu viðkomustaðir sýningarinnar voru í Ásmundarsal við Freyjugötu og Listagilinu á Akureyri. Eldheimar eru næsti viðkomustaður og sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:30 – 16:30 laugardaginn 21. […]

Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]

Fattararnir frá Eyjum eiga inni nokkrar níðstangir

Brandarafélag í Eyjum, sem kenna sig við Ketil Bónda hafa varpað fram fullyrðingum um uppruna MOM air og telja að um sé að ræða brandara af einhverri sort. “Við sem föttuðum uppá þessum brandara” segja þeir í fréttatilkynningu til Eyjafrétta. Þessir miklu fattarar hafa þó ekki fattað að kynna sér sögu MOM air, sem gengur […]

Safnahelgi í skugga Covid

Safnahelgin og síðar Safnavikan hafa verið ljósið okkar í upphafi skammdegisins sem hellist yfir á þessum árstíma. Verið ein allsherjar menningarveisla þar sem ótrúlegur fjöldi listamanna hefur komið við sögu undanfarin 16 ár, venjulegast fyrstu vikuna í nóvember. Þetta ár er skrítið svo vægt sé til orða tekið og horfum við inn í annan veruleika […]

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja verður áfram í Hvíta húsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru lögð voru fram drög að leigusamningi húsfélagsins SHIVE, sem starfrækt er um fasteignina að Strandvegi 50, og Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem framleigir 2. og 3. hæð hússins til Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Haustið 2019 var gerður leigusamningur við Lista- og menningarfélagið til eins árs. Samningur þessi gildir frá 1. […]

Loksins ný útgáfa

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar […]