Snertilaust bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins. Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður […]
Rafræn myndlistasýning GRV

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali hjá Grunnskóla Vestmannaeyja vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu. Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta. Hlekk á sýninguna má finna […]
Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld […]
Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 […]
Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra

Hugvekja sr. Viðars á miðföstu í samkomubanni „Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína“ (Slm 121:7) Kona ein sem ég lít mjög mikið upp til sagði mér í nýliðinni viku: „Veistu Viðar, það er ákaflega hentugt að vera alkóhólisti þessa dagana.“ Ég leyni því ekki að ég var nokkuð hissa […]
Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]
Jóní opnar sýningu á Kaffi Mílanó

Listakonan Jónína Björk Hjörleifssdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Mílanó í Reykjavík klukkan 16:00. „Þetta eru mín fyrstu skref í að halda einkasýningu á hinu stóra Íslandi. Ég hef áður haldið einkasýningu hér heima í Eyjum ásamt einni samsýningu með Konný og nokkrum samsýningum með listafólki hér heima. Ég tók líka þátt í útilistasýningu […]
Um 300 grindhvalir drepnir í Eyjum

í dag klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær. Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók. „Sá óvenjulegi at burður gerðist […]
Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]
Saga og grindarspik – Baldvin Harðarson í Sagnheimum

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt […]