Eyjasynir gefa út fjögur lög

Hljómsveitin Eyjasynir var stofnuð í lok síðasta árs en stofnendur eru þeir Daníel Franz Davíðsson, Arnþór Ingi Pálsson, Bogi Matt Harðarson og Einar Örn Valsson. Seinna bættust svo við þau Eldur Antoníus Hansen og Elísa Elíasdóttir. Krakkarnir stefna á útgáfu á fjórum lögum á næstu vikum það fyrsta kemur út föstudaginn 29. maí. Við höfðum […]

Einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði

Goslokahátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinnar ára sökum Covid- 19 faraldursins. En hátíðin fer fram dagana 2.-5. júlí. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgun. Gætt verður að reglum um fjarlægðarmörk og […]

Goslokahátíð verður haldin 2. – 5. júlí

Goslokahátíðina verður þó með aðeins öðru sniði í ár sem kynnt verður síðar. Goslokanefnd vinnur nú hörðum höndum að því að gera hátíðina sem ánægjulegasta með þeim takmörkunum sem fyrir liggja. Af því tilefni óskar Goslokanefnd eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með […]

Svör við sumargetraun úr Safnahúsi

Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson ljósmyndari stóðu fyrir þessari skemmtilegu getraun á sumardaginn fyrsta. Hér má finna svörin. (meira…)

Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar. Á vefnum www.islandafilmu.is er hægt að skoða myndefni úr […]

Upplýsingaskilti um Ystaklett og Miðklett

Pétur Steingrímsson hefur um ára bil ásamt góðum mönnum safnað saman örnefnum í Vestmannaeyjum og unnið að því að koma þeim á aðgengilegt form. Í dag vígðu Pétur og félagar nýtt upplýsingaskilti sem staðsett er á útsýnispallinum á Flakkaranum um örnefni í Mið- og Ystakletti. Óskar Ólafsson prentari hefur unnið myndvinnsluna fyrir hópinn en margir […]

Forræktun krydd- og matjurta í boði Visku og Eyjafrétta

Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu. Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu […]

Heima með Dóra Popp klukkan 21

Í kvöld kl 21 á facebook síðu Eyþórs Harðarsonar, verða tónleikar í beinni í boði algjörlega að kostnaðarlausu… Í samtali við blaðamann sagði Eyþór „þetta er mín leið að gefa fólki tilbaka og þakka fyrir mig“. Eyþór, eða Dóri Popp eins og flestir þekkja hann er ekki að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni enn […]

Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.