Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins.
Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr.
Sagnheimar fengu alls fjóra styrki. Sagnheimar Byggðasafn fengu styrk til varðveislu fyrir verkefnið Bærinn minn 1.200.000 kr. og þá fékk Byggðasafnið einnig 800.000 krónur til eflingar á grunnstarfsemi og lagfæringar í munageymslu. Sagnheimar Náttúrugripasafn fékk 900.000 krónur til skráningar fyrir stafræn miðlun og 1.000.000 króna til varðveislu muna og munaverndar.
Flýtt aukaúthlutun var með öðru sniði en venjulega, en styrkur var veittur til eflingar á faglegu starfi safnanna og verður að nýta styrkupphæðina á árinu 2020.
Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn hlotið styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá öðrum aðilum, er þeim bent á aðalúthlutun safnasjóðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst