Saga og grindarspik – Baldvin Harðarson í  Sagnheimum

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í  hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og  grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt […]

Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð

Nú hafa fyrstu listamenn verið staðfestir á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir. “Gauti hefur átt eitt allra vinsælasta lag landsins undanfarna mánuði – Malbik – og einn allra öflugasti skemmtikraftur landsins, stemningin sem hann mun ná í Herjólfsdal verður einstök. Emmsjé Gauti ásamt Króla – Malbik: https://www.youtube.com/watch?v=_cgIQDoCYCU Aldamótatónleikarnir hafa heldur betur stimplað sig […]

Á fimmta tug kvenna á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja

Á fimmta tug kvenna mættu galvaskar á fyrstu æfingu hins nýstofnaða Kvennakórs Vestmannaeyja. “Þrátt fyrir að hafa ekki verið 100% var þetta svo ofar öllum vonum og væntingum. Samhljómurinn og þéttleikinn í kórnum er eitthvað sem ég held að enginn hafi búist við á fyrstu æfingu,” segir Kristín Halldórsdóttir, forsprakki og formaður hins nýja kórs […]

Líf og fjör á öskudegi

Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag.     (meira…)

Pólskur dagur í dag

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda „Pólskan dag“ í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Viðburður er opinn öllum og hefur það markmið að kynna pólska menningu í eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Allir Velkomnir! Staður: Skólavegur, Safnaðarheimilið við Landakirkju Tími: 10:30-15:00 Atriði á dagskrá á Pólskum degi: […]

Vestmannaeyjabæ afhentur Herjólfsbær

Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins, sem haldinn var í gær, var Herjólfsbær afhentur Vestmannaeyjabæ til eignar. Í kjölfarið var starfsemi félagsins hætt. Hugmyndin af endurbyggingu Herjólfsbæjar kemur frá Árna Jonsen og var keyrð áfram af honum. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið var stofnað til að halda utan um framkvæmdirnar. Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar […]

Pólsk hátíð í Safnaðarheimilinu á laugardaginn

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Klaudiu Beata Wróbel sem ráðin var fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyja í mars á síðasta ári. Hún lætur ekki deigan síga og framundan er Pólskur dagur í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og Pólska sendiráðið á Íslandi. „Klaudia segir útlendinga í Vestmannaeyjum vera um 11 prósent bæjarbúa, um 490 […]

Gíslína Dögg Barkardóttir hefur opnað sýninguna „Segðu mér…“

Gíslína Dögg Bjarkadóttir hefur opnaði síðasta laugardag sýninguna „Segðu mér…“ í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, gengið inn hafnarmegin. Á sýningunni eru bæði ný og eldri grafíkverk.  Segja má að hér sé um að ræða einskonar sýnishorn af þeirri þróun sem verið hefur í listsköpun Gíslínu að undanförnu.  Hún blandar saman ólíkum aðferðum í grafík […]

Blátindur er friðaður

Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að […]

Gunnar Júlíusson listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar

Eyjapeyinn (og núverandi Álftnesingur og þar með Garðbæingur) Gunnar Júlíusson hefur í áraraðir verið afkastamikill grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann er nú listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar en listamenn í myndlistarfélaginu Grósku í Garðabæ halda til skiptis sýningar þar, einn mánuð í senn. Með þessari grein má sjá nokkrar myndir Gunnars á sýningunni. „Ég er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.