Eagles messa í logninu á sunnudagskvöld

Rock Band The Eagles on Rock

Það verður léttara yfir eyjunum á sunnudagskvöld þegar Landakirkju í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM og K í Vestmannaeyjum blæs til Eagles-messu í Landakirkju kl. 20:00. Hljómsveitin Hafernirnir leika nokkra af helstu slögurum Eagles en hún samanstendur af þeim Birgi Nielsen á trommum, Kristni Jónssyni á bassa, Þóri Ólafssyni á hljómborð, Gísla Stefánssyni á gítar […]

Enginn milljarður á morgun

Dansbyltingunni Milljarður rís sem fara átti fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja á morgun klukkan 12.15-13.00 hefur verið aflýst. „Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Sökum þessa hefur verið ákveðið að aflýsa Milljarði rís á morgun, föstudaginn 14. febrúar,“ segir í tilkynningu […]

Sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis!

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þann 14. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Það er […]

Hvölunum mun fjölga

Andy Bool, forstjóri Sealife-Trust, var staddur á Íslandi í síðustu viku. Við settumst niður með honum og fórum yfir stöðuna á safninu og ræddum framtíðina. Andy sagðist ánægður með gang mála og hvernig þessir fyrstu mánuðir hafa gengið fyrir sig. Það reyndi mikið á alla sem komu að því að skipuleggja flutninginn á dýrunum hingað […]

Súlukast í höfninni í Eyjum (myndband)

Mikið súlukast hefur verið í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga. Virðist sem súlan sæki sér þar smá síld sem ratað hefur í höfnina. Súlan er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 cm langur. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og […]

Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar

Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar kl 21 Nú tökum við tandurhreint Eyjalagaprógram – og allir syngja með. Engin verðbólga í aðgangseyrinum – sama gamla góða verðið: 1.000kall   Bestu kveðjur Blítt og létt hópurinn (meira…)

Það er bara einn þjóðflokkur sem gerir svona (Myndir)

Það var mikið fjör á árshátíð Eyjamanna í Hörpu um liðna helgi eins og einn tónleikagestur kallaði Eyjatónleikana sem haldnir voru í níunda skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Í brekkunni“.  Maður fann það um leið og maður steig inn í Hörpu að ekki var um hefðbundna uppákomu að ræða í húsinu. Á […]

Leitar að örnefnavitringum

Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands […]

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 26. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00.   Dagskrá fundar:   – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar.   Sóknarnefnd Landakirkju (meira…)

Reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt

„Við bjuggum þá að Illugagötu 25 eins og við höfum gert í 50 ár. Við höfðum stolist til að fara einn hring í kringum Helgafell á Skodanum. Börnin sofnuð og alveg yndislegt veður eftir brjálað veður um daginn. Þetta gerðum við stundum þegar krakkarnir voru sofnuð. Eftir þetta fórum við heim að sofa.“ Þannig lýsir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.