Veðrið þjappaði hópnum saman

Nú í byrjun árs var haldin hér í Eyjum áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands sendu sína fulltrúa ásamt því að fulltrúar frá Japan, Belgíu og Englandi komu á staðinn […]

Eyjabítlarnir slógu ekki feilnótu fyrir fullu Háalofti (myndir)

Félagarnir í Eyjabíltlunum þeir Viðar Lennon Togga, Sir Biggi Nielsen McCartney, Grétar Ringó Starr, Þröstur Harrison héldu tónleika á Háaloftinu í gærkvöldi. Meðal þess sem var boðið uppá voru óborganlegir brandarar, spurningakeppni í hléi þar sem sigurvegarinn vann konfektkassa og áritaða mynd af Eyjabítlunum og að sjálfsögðu Bítlalögin orginal. Það var mjög góð stemmning á […]

Náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu

Þann 25. janúar næstkomandi munu Eyjamenn nær og fjær sameinast í Hörpu og rifja upp Eyjalögin gömul sem ný. „Eyjalögin, bæði þau eldri og þau yngri, virðast ekki bara hljóma vel í eyrum Eyjamanna, því mörg af þeim eru orðin sígild dægurlög og mörg af nýju þjóðhátíðarlögunum hafa verið með vinsælustu lögum á hér á […]

Helgistund í Stafkirkjunni

Dagskrá þrettándahelgarinnar lýkur í dag með helgistund í Stafkirkjunni en séra Viðar Stefánsson fer með hugvekju. Sunnudagur 5. janúar 13:00 Helgistund í Stafkirkjunni. Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju. (meira…)

Tröllagleði, búðaráp og bíó

Dagskrá þrettándagleðinnar heldur áfram í dag og hefst með tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni. Laugardagur 4. janúar 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum. 15:00 Eyjabíó. Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina […]

Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]

Þrettándinn, dagskrá og fleira

DSC 5105

Allt stefnir í ágætis veður í kvöld þegar þrettándahátíðin nær hámarki. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins ásamt nokkrum punktum sem er gott að hafa í huga. Föstudagur 3. janúar 14:00-15:30 Höllin Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og […]

Þrettándinn byrjar á Eyjakvöldi í Höllinni á fimmtudagskvöldi

Kæru Eyjamenn – minnum á: Þrettánda-Eyjakvöld í Höllinni 2. janúar kl. 21:00, daginn fyrir Þrettándann (að venju). Það verður áhugavert að hlýða á Guðmund Davíðsson taka “Ó, helga nótt” þetta kvöld 😉 .. og að sjálfsögðu fáum við krútt-tröllið okkar, hann Geir Jón, til að taka lagið “Ó, Grýla”   Bestu kveðjur Blítt og létt […]

Verk Júlíönu Sveinsdóttur í Einarsstofu á nýársdag

Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966). Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist. Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru […]

Jólaball Kvenfélags Landakirkju

Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 29. desember kl. 16.00. Tríó Þóris Ólafssonar heldur uppi fjörinu og kvenfélagið býður upp á heitt súkkulaði og með’í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.