A.T.H. Engin Eagles-messa

Rock Band The Eagles on Rock

Vegna óvæntra og óviðráðanlegra ástæðna neiðumst við til þess að fella niður fyrirhugaða Eagles-messu á morgun (sunnudaginn 16.febrúar) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00, en engin önnur messa verður þennan dag. (meira…)

Eagles messa í logninu á sunnudagskvöld

Rock Band The Eagles on Rock

Það verður léttara yfir eyjunum á sunnudagskvöld þegar Landakirkju í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM og K í Vestmannaeyjum blæs til Eagles-messu í Landakirkju kl. 20:00. Hljómsveitin Hafernirnir leika nokkra af helstu slögurum Eagles en hún samanstendur af þeim Birgi Nielsen á trommum, Kristni Jónssyni á bassa, Þóri Ólafssyni á hljómborð, Gísla Stefánssyni á gítar […]

Enginn milljarður á morgun

Dansbyltingunni Milljarður rís sem fara átti fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja á morgun klukkan 12.15-13.00 hefur verið aflýst. „Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Sökum þessa hefur verið ákveðið að aflýsa Milljarði rís á morgun, föstudaginn 14. febrúar,“ segir í tilkynningu […]

Sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis!

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þann 14. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Það er […]

Hvölunum mun fjölga

Andy Bool, forstjóri Sealife-Trust, var staddur á Íslandi í síðustu viku. Við settumst niður með honum og fórum yfir stöðuna á safninu og ræddum framtíðina. Andy sagðist ánægður með gang mála og hvernig þessir fyrstu mánuðir hafa gengið fyrir sig. Það reyndi mikið á alla sem komu að því að skipuleggja flutninginn á dýrunum hingað […]

Súlukast í höfninni í Eyjum (myndband)

Mikið súlukast hefur verið í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga. Virðist sem súlan sæki sér þar smá síld sem ratað hefur í höfnina. Súlan er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 cm langur. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og […]

Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar

Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar kl 21 Nú tökum við tandurhreint Eyjalagaprógram – og allir syngja með. Engin verðbólga í aðgangseyrinum – sama gamla góða verðið: 1.000kall   Bestu kveðjur Blítt og létt hópurinn (meira…)

Það er bara einn þjóðflokkur sem gerir svona (Myndir)

Það var mikið fjör á árshátíð Eyjamanna í Hörpu um liðna helgi eins og einn tónleikagestur kallaði Eyjatónleikana sem haldnir voru í níunda skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Í brekkunni“.  Maður fann það um leið og maður steig inn í Hörpu að ekki var um hefðbundna uppákomu að ræða í húsinu. Á […]

Leitar að örnefnavitringum

Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands […]

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 26. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00.   Dagskrá fundar:   – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar.   Sóknarnefnd Landakirkju (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.