Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]

Þrettándinn, dagskrá og fleira

DSC 5105

Allt stefnir í ágætis veður í kvöld þegar þrettándahátíðin nær hámarki. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins ásamt nokkrum punktum sem er gott að hafa í huga. Föstudagur 3. janúar 14:00-15:30 Höllin Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og […]

Þrettándinn byrjar á Eyjakvöldi í Höllinni á fimmtudagskvöldi

Kæru Eyjamenn – minnum á: Þrettánda-Eyjakvöld í Höllinni 2. janúar kl. 21:00, daginn fyrir Þrettándann (að venju). Það verður áhugavert að hlýða á Guðmund Davíðsson taka “Ó, helga nótt” þetta kvöld 😉 .. og að sjálfsögðu fáum við krútt-tröllið okkar, hann Geir Jón, til að taka lagið “Ó, Grýla”   Bestu kveðjur Blítt og létt […]

Verk Júlíönu Sveinsdóttur í Einarsstofu á nýársdag

Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966). Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist. Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru […]

Jólaball Kvenfélags Landakirkju

Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 29. desember kl. 16.00. Tríó Þóris Ólafssonar heldur uppi fjörinu og kvenfélagið býður upp á heitt súkkulaði og með’í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og á […]

Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna

Björgunarfélag Vestmannaeyja opnar flugelasöluna hjá sér á morgun laugardag klukkan 13:00. Flugeldasalan er stærsta og mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári. Félagar í Björgunarfélaginu ætla að halda sýningu á nýjum vörum annað kvöld. Við höfðum samband við Adólf Þórsson og spurðum út í nýjungar á markaðnum. “Það er búið að bæta við í milli stærð af […]

Ljós

Ólafur F Magnússon sendi frá sér nýtt jólalag fyrir jólin, lagið ber nafnið Ljós. Lagið er sungið af Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur, sem er einmitt alin upp á Sólvangi, en lagið er eftir Ólaf Magnússon “frá Sólvangi,” eins og afi hans og alnafni var gjarnan kallaður. “Lag og ljóð er eftir mig og kom hratt og örugglega […]

Húsfyllir á tónleikum bræðranna

Húsfyllir á tónleikum bræðranna Það er óhætt að segja að það hafi verið fjör í Höllinni í gærkvöldi þegar fram fóru tónleikar með bræðrunum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Með þeim var heil hljómsveit af fagmönnum, en ber þar helst að nefna Bjössa sax, sem margir þekkja. Ingó og Gummi tóku öll sín bestu lög við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.