Reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt

„Við bjuggum þá að Illugagötu 25 eins og við höfum gert í 50 ár. Við höfðum stolist til að fara einn hring í kringum Helgafell á Skodanum. Börnin sofnuð og alveg yndislegt veður eftir brjálað veður um daginn. Þetta gerðum við stundum þegar krakkarnir voru sofnuð. Eftir þetta fórum við heim að sofa.“ Þannig lýsir […]

Veðrið þjappaði hópnum saman

Nú í byrjun árs var haldin hér í Eyjum áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands sendu sína fulltrúa ásamt því að fulltrúar frá Japan, Belgíu og Englandi komu á staðinn […]

Eyjabítlarnir slógu ekki feilnótu fyrir fullu Háalofti (myndir)

Félagarnir í Eyjabíltlunum þeir Viðar Lennon Togga, Sir Biggi Nielsen McCartney, Grétar Ringó Starr, Þröstur Harrison héldu tónleika á Háaloftinu í gærkvöldi. Meðal þess sem var boðið uppá voru óborganlegir brandarar, spurningakeppni í hléi þar sem sigurvegarinn vann konfektkassa og áritaða mynd af Eyjabítlunum og að sjálfsögðu Bítlalögin orginal. Það var mjög góð stemmning á […]

Náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu

Þann 25. janúar næstkomandi munu Eyjamenn nær og fjær sameinast í Hörpu og rifja upp Eyjalögin gömul sem ný. „Eyjalögin, bæði þau eldri og þau yngri, virðast ekki bara hljóma vel í eyrum Eyjamanna, því mörg af þeim eru orðin sígild dægurlög og mörg af nýju þjóðhátíðarlögunum hafa verið með vinsælustu lögum á hér á […]

Helgistund í Stafkirkjunni

Dagskrá þrettándahelgarinnar lýkur í dag með helgistund í Stafkirkjunni en séra Viðar Stefánsson fer með hugvekju. Sunnudagur 5. janúar 13:00 Helgistund í Stafkirkjunni. Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju. (meira…)

Tröllagleði, búðaráp og bíó

Dagskrá þrettándagleðinnar heldur áfram í dag og hefst með tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni. Laugardagur 4. janúar 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum. 15:00 Eyjabíó. Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina […]

Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]

Þrettándinn, dagskrá og fleira

DSC 5105

Allt stefnir í ágætis veður í kvöld þegar þrettándahátíðin nær hámarki. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins ásamt nokkrum punktum sem er gott að hafa í huga. Föstudagur 3. janúar 14:00-15:30 Höllin Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og […]

Þrettándinn byrjar á Eyjakvöldi í Höllinni á fimmtudagskvöldi

Kæru Eyjamenn – minnum á: Þrettánda-Eyjakvöld í Höllinni 2. janúar kl. 21:00, daginn fyrir Þrettándann (að venju). Það verður áhugavert að hlýða á Guðmund Davíðsson taka “Ó, helga nótt” þetta kvöld 😉 .. og að sjálfsögðu fáum við krútt-tröllið okkar, hann Geir Jón, til að taka lagið “Ó, Grýla”   Bestu kveðjur Blítt og létt […]

Verk Júlíönu Sveinsdóttur í Einarsstofu á nýársdag

Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966). Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist. Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.