Hvað á að gera við munina af Sæheimum?

Náttúrugripir af Sæheimum voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í fundargerð kemur eftirfarandi fram: Nú er ljóst að stór hluti þeirra safnmuna sem voru til sýnis í Sæheimum við Heiðarveg verða ekki sýndir í nýju safni Sea Life. Á þetta einkum við um uppstoppaða safnmuni og steinasafnið. Þar sem umræddur safnkostur hefur mikið […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt, Óskar Pétur í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn

Hugmynd Stefáns Jónassonar sem situr í afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar að fá ljósmyndara í bænum til að sýna Eyjamönnum og gestum það sem þeir og þær hafa verið að gera í gegnum árin fékk heldur betur byr undir vængi. Niðurstaðan er röð ljósmyndasýninga í Einarsstofu næstu þrettán laugardaga klukkan 13.00 til 14.30. Alls eru þátttakendur um 40. […]

Lokahóf sumarlestursins

Uppskeruhátíð sumarlesturs bókasafnsins og GRV fer fram á safninu í dag kl. 16:00. Skemmtunin mun taka u.þ.b. klukkustund. Það er aldrei að vita nema einhver dýr leynist á safninu en dýraþema var í lestrinum í sumar. Einnig verður happdrætti því dregið verður úr laufblöðum á bókatrénu. Lögð er áhersla á að allir eru velkomnir bæði […]

FÍV fagnar 40 ára afmæli í dag

Í ár fagnar Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 40 ára afmæli. Í tilefni af því er boðið til samsætis í húsakynnum skólans í dag. Afmælishátíðin hefst kl. 14.00 með formlegri dagskrá og verður boðið upp á veitingar að henni lokinni. Vestmannaeyjar væru fátækari ef ekki væri hér framhaldsskóli og möguleikar fyrir ungt fólk að ljúka því millistigi […]

Stefán Steindórsson samdi lag ágústmánaðar

Áttunda lagið og lag ágústmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Lof mér að fall að þínu hjarta” eftir Stefán Steindórsson en textann gerði Stefán í samvinnu við Egill Þorvarðarsson. Það er Ívar Daníels sem flytur lagið. Lag: Stefán Þór Steindórsson Texti: Stefán […]

Fjölmenni heimsótti Bjarna Jónasson

Bjarni Jónasson kynnti nýútkomna bóks sína, Að duga eða drepast, í Einarsstofu í gær sunnudag. Fjölmenni var á viðburðinum en um 70 manns voru viðstödd. Kári Bjarnason setti dagskrána. Bjarni Jónasson flutti kynningu á bókinni og sagði frá tilurð hennar. Gunnþóra Gunnarsdóttir sem prófarkalas bókina sagði frá ferlinum þegar bókin var í smíðum. Jónas Bjarnason, […]

Afmælisblað BV – Dagskrá í Einarsstofu á laugardaginn 7. september

Þann fjórða ágúst á síðasta ári voru 100 ár liðin frá stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þess var minnst með glæsilegri afmælisveislu þann 1. september sl. Í framhaldi af því var ákveðið að gefa út afmælisblað þar sem saga Björgunarfélagsins og Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum og sameinaðs félags undir nafni BV og merkjum HSV er rakin í máli […]

Bjarni Jónasson gefur út bók – Að duga eða drepast

Bjarni Jónasson hefur víða komið við á lífsleiðinni, sótti sjóinn sem háseti, kokkur, vélstjóri og stýrimaður, rak flugfélag, útvarpsstöð, fór fyrir framboðslista í bæjarstjórnarkosningum og kenndi í mörg ár svo það helsta sé nefnt. Hann er borinn og barnfæddur Eyjamaður, kominn á níræðisaldur og nú bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. Er að gefa […]

Hestvagnar í Eyjum

Það var óvenjuleg sjón sem blasti við Eyjumönnum í miðbæ Vesmannaeyja í morgun. Þar voru á ferð tveir hestvagnar dregnir af 5 hestum.  Eigendur eru fyrirtækið Hestvagnaferðir sem voru komin í helgarheimsókn til Eyja og nýttu góða veðrið til að ríða um bæinn. (meira…)

Grunnskóli Vestmannaeyja settur í dag

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu, nýja salnum og mæti 2. – 10. bekkur kl. 10:00. Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.