Þjóðhátíðararmbönd afhent á Básaskersbryggju í dag

Í dag fimmtudaginn 1. ágúst kl. 12.00 hefst afhending Þjóðhátíðararmbanda í húsakynnum Vestmannaeyjahafnar við Básaskersbryggju. En eingöngu verður hægt að nálgast armbönd þar í dag, ekki í Herjólfsdal eins og undanfarin ár. Þau fermingarbörn sem fengu aðgangsmiða að gjöf frá ÍBV þurfa að sækja armband milli kl. 12 og 16 í dag. Þurfa þau að […]

Þroskahefti VKB innkallað

Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum Þjóðhátíð í Eyjum. Ein af þeim er útgáfa Þroskaheftis, þjóðhátíðarheftis Bræðrafélagsins VKB. Er þetta tólfta árið sem heftið er gefið út. Blaðinu var dreift í gær í öll hús í Vestmannaeyjum og er jafnframt aðgengilegt á vefnum á stafrænu formi. Blaðið er bráðskemmtilegt en ber þó að lesa […]

Flug­in tíðari og vél­arn­ar stærri

Flug­ferðir til Vest­manna­eyja verða tíðari og sæta­fjöldi meiri yfir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is. „Þetta verður svipað og und­an­far­in ár. Við verðum með fjölda ferða alla helg­ina. Stærsti dag­ur­inn er á mánu­dag­inn þegar við fljúg­um al­veg frá klukk­an sjö um morg­un­inn og fram á kvöld,“ seg­ir Ásgeir. „Það eru […]

Melgresisbrekkan – þjóðhátíðarlag BEST

BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir heldur áfram með verkefnið sitt “Eitt lag á mánuði.” Nú er komið að sjöunda laginu, lagi júlímánaðar og jafnframt þjóðhátíðarlagi BEST. Lagið heitir “Melgresisbrekkan (engin orð nógu stór)” eftir Ágúst Óskar Gústafsson við texta Geirs Reynissonar sem syngur lagið sjálfur. Það er Skipalyftan sem bíður okkur […]

Fólkið í dalnum á RÚV í kvöld

Í kvöld er hægt að horfa á heimildarmyndin Fólkið í dalnum á RÚV sem fjallar um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en í ár eru 145 ár liðin frá því fyrst var haldin hátíð í Herjólfsdal, myndin hefst 19:45. Í sögulegu samhengi er hátíðin einstök meðal íslenskra útihátíða. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í […]

Samkirkjuleg Guðsþjónusta í Hvítasunnukirkjunni á sunnudag

Næstkomandi sunnudag kl. 13:00 munu Hvítasunnukirkjan og Landakirkja hafa sameiginlega og samkirkjulega Guðsþjónustu í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar. Af þeim sökum verður engin Guðsþjónusta í Landakirkju þann daginn. Hugmyndin er að hafa samkomu í hvítasunnukirkjunni núna á sunnudag þar sem prestar, tónlistarfólk og söfnuðir beggja kirkna sameinast í samkirkjulegri samkomu og gleðjast í trúnni með trúsystkinum sínum. […]

Séra Bjössi og Ingi Bauer skemmta á Þjóðhátíð

Dagskrá Þjóðhátíðar er nú fullmótuð og stefnir í stórkostlega Þjóðhátíð – síðustu tvö nöfnin sem tilkynnt eru: Séra Bjössi og Ingi Bauer. Snillingarnir í Séra Bjössa komu óvænt og hratt fram á sjónarsviðið í fyrra með smellinum Djamm Queen og hafa síðan sigrað yngri kynslóð landsins með vel grípandi textum og sterkum takti. Ingi Bauer […]

Skráningu að ljúka í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Það eru aðeins örfá pláss eftir fyrir þátttakendur í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð og því fer hver að vera síðastur að komast að. Skráning fer fram inn á dalurinn.is og er keppt í tveimur aldursflokkum. Annars vegar eru það börn fædd 2011 og síðar, og hins vegar eru það börn fædd 2006-2010. Linkur á skráningu https://dalurinn.is/is/read/2019-07-01/skraning-hafin-i-songvakeppni-barna-a-thjodhatid (meira…)

Sumarmorgunn í Herjólfdal

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns. „Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda […]

Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.