75 verk á 75 ára afmælinu

Sigurfinnur Sigurfinnsson, myndlistarmaður og kennari verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um Goslokahelgina. Hann fagnaði nýlega 75 ára afmæli og ákvað með góðum fyrirvara að fagna tímamótunum með 75 verka sýningu. Það gengur eftir en ekki leit vel út um tíma, hann fékk alvarlegt hjartaáfall en það frekar hvatti hann en latti til […]
Umbrotatímar með Svabba Steingríms í Svölukoti

Svavar Steingrímsson, pípulagningameistari, lífskúnstner með meiru verður með athyglisverða sýningu í Svölukoti við Strandveg um goslokahelgina. Sýningin verður opnuð klukkan 18.00 á fimmtudaginn og kallast Umbrotatímar með Svabba Steingríms sem eru ljósmyndir sem Svavar tók í gosinu 1973. Sindri Ólafsson, dóttursonur Svavars valdi myndirnar í samráði við afa sinn og vann þær undir prentun. „Í […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að […]
Dagskrá í Zame krónni á Goslokahátíðinni

Félagarnir í ZEME krónni ætla hafa opið fyrir gesti og gangandi yfir Goslókahátíðina. Á föstudagskvöld verður opið frá 11:00-03:30. Ellert Breiðfjörð trúbador mun halda uppi fjörinu með léttum lögum og fjöldasöng. Á laugardagskvöldið mun Ingó veðurguð mæta og spila af sinni alkunnu snilld frá miðnætti til 03:30 (meira…)
Goslokahátíð 2019 – Dagskrá

Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur. Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig […]
Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]
Stórtónleikar á föstudaginn

Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í ÍÞróttamiðstöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið […]
Tóku forskot á Goslokahátíðina í Eldheimum

Að þessu sinni byrjaði metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma. En á föstudaginn opnaði einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar sýningu í Eldheimum á nokkrum af sínum mögnuðu verkum. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins. Um kvöldið mætti svo hljómsveitin Hálft í hvoru og rifjaði upp gamla […]
Fyrsta brotið úr Þjóðhátíðarmyndinni – Fólkið í Dalnum

Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd á næstu vikum í kvikmyndahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Þetta fyrsta brot úr myndinni sem birt er opinberlega er úr kafla um setningu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja sem er Eyjamönnum kær hátíðarstund. Fólkið í Dalnum er mynd eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson og verður […]
Í nógu að snúast hjá Magna á Þjóðhátíðinni

Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd […]