ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]

Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30  Á ljósmyndadeginum sýnum við […]

Konunglegt teboð í safnahúsi

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á sögu og skonsur í Pálsstofu í Safnahúsi, á milli klukkan 13-14:30. Albert ,,Eldar” Eiríksson mun flytja fyrirlestur um bresku konungsfjölskylduna og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti og gangandi.  Boðið verður upp á te og gúrkusamlokur frá Einsa Kalda. Aðgangur er ókeypis og eru þátttakendur hvattir til að […]

Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi.  Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]

Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]

Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]

Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs

„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag. „Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning […]

Óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna

DSC 2346

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2024. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]

Karlakór hugar að Færeyjaferð

Hið  árlega Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja var í Akóges í gærkvöldi og vel mætt eins og vænta mátti.  Er þessi skemmtilegi siður gott upphaf á starfsárinu. „Það er hins vegar undir okkur öllum komið hversu gagnlegt og skemmtilegt þetta verður. Það skiptir miklu máli að við mætum vel sjálfir og verum duglegir að bjóða með okkur,“ […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]