Feta dægurlagasögu heimsins

Lúðrasveit Vestmannaeyja mun halda sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnukirkjunni, laugardaginn 9.nóvember nk. kl.16.00. Löng hefð er fyrir þessum tónleikum Lúðrasveitarinnar að hausti og eru þeir jafnan stærstu tónleikarnir hvert ár. Þetta árið þá hefur Lúðrasveitin ákveðið að feta dægurlagasögu heimsins og taka bæði gömul og önnur minna gömul lög og er óhætt að fullyrða að […]
Mikill fjársjóður

„Við hjónin undirrituðum nýlega samning við Vestmannaeyjabæ um að allt efni Eyjatónleikanna yrði falið Sagnheimum til varðveislu. Síðan var ákveðið að við myndum afhenda það formlega á safnahelginni og halda um leið smá erindi um sögu tónleikanna og veita innsýn í það sem við erum að fela safninu til varðveislu.” segir Bjarni Ólafur Guðmundsson en […]
Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]
Afhenti bæjarstjóra listaverk

Jakob Hallgrímur Laxdal Einarsson afhenti bæjarstjóra glæsilegt listaverk af bæjarmerki Vestmannaeyja þann 21. október. Verkið er einstaklega glæsilegt og er búið til úr tæplega 8000 perlum. Jakob kláraði verkið nú í sumar og var það til sýnis á Goslokunum. Hann afhenti það í framhaldinu til Ráðhússins þar sem verkið prýðir nú anddyrið þar. (meira…)
ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]
Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við […]
Konunglegt teboð í safnahúsi

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á sögu og skonsur í Pálsstofu í Safnahúsi, á milli klukkan 13-14:30. Albert ,,Eldar” Eiríksson mun flytja fyrirlestur um bresku konungsfjölskylduna og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti og gangandi. Boðið verður upp á te og gúrkusamlokur frá Einsa Kalda. Aðgangur er ókeypis og eru þátttakendur hvattir til að […]
Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi. Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]
Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]
Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]