Tóku forskot á Goslokahátíðina í Eldheimum

Að þessu sinni byrjaði metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma. En á föstudaginn opnaði einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar sýningu í Eldheimum á nokkrum af sínum mögnuðu verkum. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins. Um kvöldið mætti svo hljómsveitin Hálft í hvoru og rifjaði upp gamla […]

Fyrsta brotið úr Þjóðhátíðarmyndinni – Fólkið í Dalnum

Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd á næstu vikum í kvikmyndahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Þetta fyrsta brot úr myndinni sem birt er opinberlega er úr kafla um setningu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja sem er Eyjamönnum kær hátíðarstund. Fólkið í Dalnum er mynd eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson og verður […]

Í nógu að snúast hjá Magna á Þjóðhátíðinni

Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd […]

Þátturinn tekinn upp í Vestmannaeyjum

„Ég hugsa til síðastliðins sum­ars með tals­verðum söknuði þegar ég sest niður í hæg­inda­stól­inn minn og skrifa nokk­ur orð um lokaþátt okk­ar í þáttaröðinni Lambið og miðin og ég held að ég eigi aldrei eft­ir að gleyma þeim dög­um sem fóru í tök­ur á þess­ari þáttaröð, segir læknirinn í eldhúsinu í pistli um síðasta þátt […]

Nú meikar Gústi það!

Foreign Monkeys hafa sent frá sér ábreiðu af lagi Bjartmars Guðlaugssonar, Nú meikarðu það Gústi sem Gústi sjálfur, Jóhannes Ágúst Stefánsson söng svo eftirminnilega í upphafi 9. áratugarins. Útgáfan á þessu klassíska Eyjalagi er í tilefni af framkomu sveitarinnar á Þjóðhátíð. Þeir Gísli Stefánsson, Bogi Ágúst Rúnarsson og Víðir Heiðdal skipa Foreign Monkeys. Þeir segja […]

Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]

Verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan

Umræða um framtíð Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu var til umræðu á síðasta fundi frmakvææmdar og hafnarráðs. Þar fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á […]

Stjórnin & Páll Óskar á Þjóðhátíð

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum verður með einstöku móti í ár og nú er búið að staðfesta Stjórnina og Pál Óskar. Það er ansi langt síðan Stjórnin kom síðast saman í Herjólfsdal eða árið 1990 meðan Páll Óskar hefur verið fastagestur á stærsta sviði landsins sl. áratug – en Palli lokar hátíðinni í ár með […]

17. Júní – Dagskrá

17. Júní er í dag og má sjá dagskrána hér að neðan: 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum. 10:30 Hraunbúðir Fjallkonan – Lísa María Friðriksdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði – Feðginin Guðný Emilíana og Helgi Tórshamar 15:00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]

FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni. Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.