Umbrotatímar með Svabba Steingríms í Svölukoti

Svavar Steingrímsson, pípulagningameistari, lífskúnstner með meiru verður með athyglisverða sýningu í Svölukoti við Strandveg um goslokahelgina. Sýningin verður opnuð klukkan 18.00 á fimmtudaginn og kallast Umbrotatímar með Svabba Steingríms sem eru ljósmyndir sem Svavar tók í gosinu 1973. Sindri Ólafsson, dóttursonur Svavars valdi myndirnar í samráði við afa sinn og vann þær undir prentun. „Í […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að […]

Dagskrá í Zame krónni á Goslokahátíðinni

Félagarnir í ZEME krónni ætla hafa opið fyrir gesti og gangandi yfir Goslókahátíðina. Á föstudagskvöld verður opið frá 11:00-03:30. Ellert Breiðfjörð trúbador mun halda uppi fjörinu með léttum lögum og fjöldasöng. Á laugardagskvöldið mun Ingó veðurguð mæta og spila af sinni alkunnu snilld frá miðnætti til 03:30 (meira…)

Goslokahátíð 2019 – Dagskrá

Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur. Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig […]

Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]

Stórtónleikar á föstudaginn

Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í ÍÞróttamiðstöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið […]

Tóku forskot á Goslokahátíðina í Eldheimum

Að þessu sinni byrjaði metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma. En á föstudaginn opnaði einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar sýningu í Eldheimum á nokkrum af sínum mögnuðu verkum. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins. Um kvöldið mætti svo hljómsveitin Hálft í hvoru og rifjaði upp gamla […]

Fyrsta brotið úr Þjóðhátíðarmyndinni – Fólkið í Dalnum

Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd á næstu vikum í kvikmyndahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Þetta fyrsta brot úr myndinni sem birt er opinberlega er úr kafla um setningu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja sem er Eyjamönnum kær hátíðarstund. Fólkið í Dalnum er mynd eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson og verður […]

Í nógu að snúast hjá Magna á Þjóðhátíðinni

Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd […]

Þátturinn tekinn upp í Vestmannaeyjum

„Ég hugsa til síðastliðins sum­ars með tals­verðum söknuði þegar ég sest niður í hæg­inda­stól­inn minn og skrifa nokk­ur orð um lokaþátt okk­ar í þáttaröðinni Lambið og miðin og ég held að ég eigi aldrei eft­ir að gleyma þeim dög­um sem fóru í tök­ur á þess­ari þáttaröð, segir læknirinn í eldhúsinu í pistli um síðasta þátt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.