Tvær myndir sýndar á kvikmyndahátíðinni í dag

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag og verða tvær kvikmyndir. Pysjuævintýrið – stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000 og Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg  – Fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum.  Í fjölskyldumyndinni Pysjuævintýrið er dregin upp skemmtileg mynd af því þegar börn í Vestmannaeyjum flykkjast út á haustkvöldum til að bjarga […]

Eden frumsýnd í dag

Þá er komið að föstudeginum á Kvikmyndahátíð þegar Vestmannaeyjabær býður á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við […]

Kvikmyndahátíð dagur tvö – Tyrkjaránið

Á öðrum degi Kvikmyndahátíðar, fimmtudeginum níunda maí er leitað enn aftar í tímann, til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. Að baki myndinni liggur margra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum í Vestmannaeyjum og í tíu öðrum löndum […]

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á Kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana 8.-12. maí nk. Hátíðin hefst með setningu í aðalsal Kviku kl. 17.OO miðvikudaginn 8. maí og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. Á þessari fimm daga kvikmyndahátíð verður margt á boðstólnum […]

Guðný Helga opnar sýninguna Inni að lita-leikur með liti í Einarsstofu

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953. „Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála […]

Tónleikar Mugison frestast – nældi sér í flensu

Tónleikar Mugison sem vera á áttu í Alþýðuhúsinu í kvöld frestast þar sem Mugison náði sér í flensu. Þetta kom fram í Fésbókarfærslu á síðu Alþýðuhússins í gær “Góðan daginn, Ég náði mér í þráláta flensupest um daginn, hélt að ég væri orðinn nógu góður og keyrði til Reykjavíkur í gærkveldi en þá sló hún […]

Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)

Esja og Vestmannaeyjar í Neskirkju

Karlakór Vestmannaeyja og Karlakórinn Esja halda sameiginlega tónleika sína í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík laugardaginn 4. maí nk 16:00. Dagskráin verður sneisafull af klassískum karlakóralögum, Eyjalögum og þekktum dægurlögum. Kórarnir lofa góðri skemmtun. Miða sala er á Tix.is, miðinn kostar kr. 3.000 og gott er að tryggja sér miða í tíma. (meira…)

100 manns búnir að skrá sig í The Puffin Run

Nú hafa 100 manns skráð sig til þátttöku í The Puffin Run 2019 sem fer fram á laugardaginn. Þar af 25 erlendir keppendur, en sumir þeirra eru eingöngu að koma til landsins til að taka þátt. Leiðin er 20 km, maður getur farið allan hringinn eða deilt honum með félögum. Spáð er einstaklega góðu hlaupaverði. Þátttökuskráning […]

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar

Kór Fella-og Hólakirkju heimsækir Vestmannaeyjar og verða með tónleikan í kirkjunni laugardaginn 4. maí kl 17 og syngja í messu á sunnudeginum 5. maí í Landakirkju. Tónleikarnir verða fjölbreyttir, bæði kirkjuleg verk og tónlist af léttara taginu, kórinn skipar gott söngfólk og einnig höfum við einsöngvara í okkar röðum, Ingu J. Backman, Kristínu r. Sigurðardóttur, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.