Karlakór Vestmannaeyja syngur Bæjaróð

Fimmta lagið og lag maímánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Bæjaróður” eftir Sæþór Vídó í flutningi Karlakórs Vestmannaeyja. Lag og ljóð: Sæþór Vídó Söngur: Karlakór Vestmannaeyja Stjórnandi: Þórhallur Barðason Undirleikur: Kitty Kovács Útsetning: Sæþór Vídó Upptökustjórn: Gísli Stefánsson Það er Vestmannaeyjabær sem […]

Huldumenn verða til

Undanfarna 3 áratugi hafa Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari leikið rokktónlist saman en samstarf þeirra hófst í hljómsveitinni Gildrunni um 1990. Gildran leið undir lok 2012 og síðan þá hafa þeir leikið Creetence tónlist John Fogerty með hinum og þessum valinkunnum hljómlistarmönnum. Undanfarin misseri hafa þeir félagar hist reglulega í því skyni að […]

Vortónleikar Karlakórsins í safnaðarheimilinu í kvöld

Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í safnaðarheimili Landakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 20:00. Kórinn bryddar upp á svo gott sem nýrri efnisskrá þar sem meðal annars er að finna útsetningar frá Gísla Stefánssyni og lagasmíðar frá Sæþóri Vídó. Efnisskráin er þó líkt og vanalega samansett af Eyjalögum, þekktum dægurlögum og sígildari karlakórsverkum. […]

Þrjátíu nemendur útskrifuðust frá FÍV

Á laugardaginn útskrifuðust þrjátíu nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veittar voru viðurkenningar til nemenda eins og áður og má sjá þær hér að neðan: Viðurkenningar: Íþróttaakademía ÍBV,Viktoría Dís Viktorsdóttir Gólfakademían, Lárus Garðar Long Gídeon, Nýja Testamenntið.  Kristjana Jónsdóttir Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, viðurkenning fyrir hjúkrunargreinar, Kristjana Jónsdóttir Kristján Örn Kristjánsson tók afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla og fær viðurkenningu frá […]

Ingi Gunnar Jóhannsson semur goslokalagið 2019

Screenshot

BEST – Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd hafa valið goslokalag komandi hátíðar. Lagið heitir: „Við æltum út í Eyjar“ höfundur texta er Ingi Gunnar Jóhannsson lagið er líka eftir hann og meðhöfundur er Finninn Petri Kaivanto. Ingi Gunnar er alkunnur okkur Eyjamönnum. Hann ásamt félögum sínum í „Hálft í hvoru“ sömdu þjóðhátíðarlagið „Alltaf […]

Farsæll í Þekkingarsetrinu

Í anddyri Þekkingarsetursins við Ægisgötu tvö hefur Farsæli verið komið fyrir, einum elsta bát landsins og líklega merkasta safngrip Sagnheima. Öll vertíðaskip Eyjamanna frá árabátaöldinni sem tók yfir 1000 ár eru nú löngu úr sögunni en segja má að Farsæll komist næst þeim. Farsæll er aldursfriðaður, smíðaður 1872, en Ívar Gunnarsson bátasmiður hefur sinnt honum […]

Rokkað til heiðurs sjómönnum í Höllinni 31.maí.

Hljómsveitin Huldumenn munu rokka til heiðurs sjómönnum föstudagskvöldið 31. maí í Höllinni Vestmannaeyjum. Hljómsveitin er ný af nálinni en byggð á góðum grunni, um er að ræða meðlimi CCR Bandsins sem hafa verið á ferðinni um landið með tónleika til heiðurs Creedence Clearwater Revival og fyllt hvert húsið á fætur öðru. Um þessar mundir eru […]

Vorhátíð og veglegar gjafir

Í gær héldu Hollvinasamtök Hraunbúða sína árlegu vorhátíð á Hraunbúðum. Vorhátíðin er hátíð heimilisfólks og fjölskyldna þeirra og í ár var mjög góð mæting. Um leið afhentu samtökin formlega glæsilegt Bose hljóðkerfi frá Origo, sem lagði sitt lóð á vogarskálarnar og þökkum við Origo kærlega fyrir það.  Einnig vígðum við nýtt og glæsilegt gasgrill, en samtökin […]

Tvær myndir sýndar á kvikmyndahátíðinni í dag

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag og verða tvær kvikmyndir. Pysjuævintýrið – stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000 og Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg  – Fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum.  Í fjölskyldumyndinni Pysjuævintýrið er dregin upp skemmtileg mynd af því þegar börn í Vestmannaeyjum flykkjast út á haustkvöldum til að bjarga […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.