Kunnum að búa til gleði og gaman

Eyjafólkið Arnar Júlíusson og Dagbjört Lena Sigurðardóttir eru á fullu í vinnu við að undirbúa Eyjatónleikana í Hörpu laugardaginn 25. janúar nk. Þar eru þau á vegum Háskólans á Hólum og er liður í námi þeirra í viðburðarstjórnun. „Við komum inn í verkefnið í nóvember á síðasta ári og er þetta  hluti af verknámi sem […]

Eyjatónleikarnir – Aldrei of seint að byrja

„Ég hef spilað á öllum Eyjatónleikunum í Hörpu, allt frá minningartónleikum um Oddgeir í nóvember 2011 og svo í kjölfarið á öllum janúartónleikunum,“ segir Eyjamaðurinn Eiður Arnarsson bassaleikari á Eyjatónleikunum. „Held raunar að flestir í hljómsveitinni hafi komið fram á sem næst öllum tónleikunum og mögulega hefur hann Kjartan Valdemarsson vinur minn spilað á þeim […]

Eyjatónleikar 2025 – Bjartsýn á góða aðsókn

Fjórtándu Eyjatónleikarnir verða haldnir í Eldborg í Hörpu  laugardagskvöldið 25. janúar þar sem söngvararnir Klara Elías, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Eló, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, Matti Matt og Guðný Elísabet Tórshamar koma fram. „Magni forfallaðist sökum veikinda og var Matti Matt svo elskulegur að taka hans hlutverk. Hljómsveitarstjóri er Þórir Úlfarsson sem hefur verið […]

hOFFMAN heillaði á tónleikum í Alþýðuhúsinu

Eyjahljómsveitin hOFFMAN hélt frábæra tónleika í Alþýðuhúsinu í gær, en hljómsveitin er nýkomin saman aftur eftir 15 ára pásu. Uppselt var á tónleikana og greinilegt tilhlökkun og eftirvænting var í húsinu. Hljómsveitin tók gamla og góða slagara, ásamt því að kynna nýtt efni. hOFFMAN vinnur nú að því að taka upp sínu þriðju plötu en […]

Ingó og Gummi tróðu upp í Höllinni

Það var sannkölluð partýstemning í Höllinni í gærkvöldi þegar bræðurnir Ingó og Gummi Tóta mættu til Eyja og héldu stórtónleika fyrir troðfullri Höll. Bræðurnir, sem eru þekktir fyrir sína einstöku hæfileika við að halda uppi stuðinu, stóðu fyllilega undir væntingum Eyjamanna og var ekki var annað að sjá en að gestir hafi notið sín í […]

hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]

Notaleg stemning á Jólahvísli

DSC 6963

Húsfyllir var í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi á Jólahvísli. Óhætt er að segja að það hafi verið góð og þægileg jólastemning í salnum. Helgi Tórshamar er einn listamannana sem kom fram á tónleikunum. „Tónleikarnir gengu mjög vel. Við fengum frábærar móttökur frá áhorfendum, og þetta var yndisleg stund. Við erum mjög ánægð með hvernig allt þróaðist […]

Jólahvíslið í kvöld

„Hugsunin með Jólahvísli er að allir geti komið á jólatónleika óháð fjárhag og þess vegna er frítt inn, við elskum þennan tíma, aðventuna og jólin. Boðskapur jólanna er það besta sem okkur öllum hefur verið gefið. Jesús kom með von, frið og frelsi sem varir enn,” segir Helgi Tórshamar í samtali við Eyjafréttir en í […]

Hafði aldrei skrifað ávísun og kunni það ekki

Rétt fyrir jól kom út fimmta bók, Ásmundar Friðrikssonar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri […]

Ási með nýja bók – Eddi í Hópsnesi

Núna rétt fyrir jól kemur í verslanir mín fimmta bók, og þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Höfundur er Ásmundur Friðriksson, þingmaður með meiru. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.