Álseyjarútgáfan endurútgefur Lundaballslistann

Álseyingar hafa löngum verið fremstir úteyinga í undirbúningi fyrir Árshátíð bjargveiðimanna í Eyjum. Hafa Álseyingar oft farið ótroðnar slóðir í þeim efnum enda hafa Lundaböllin sem þeir hafa haldið alltaf toppað það sem áður hefur verið gert. Álseyingar virðast enn einu sinni ætla að setja standard Lundaballsins í nýjar hæðir og má því búast við […]

Nýtt lag og plata á leiðinni frá Júníusi Meyvant

Eftir vel heppnaða fyrstu útgáfu sína árið 2016 og margar tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin snýr Júníus Meyvant aftur með nýja breiðskífu, ‘Across The Borders’, sem kemur út 9. Nóvember. ‘Across The Borders’ var hljóðrituð hér á landi í Hljóðrita í Hafnarfirði en Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi Hjálmur) var á tökkunum og sá um hljóðblöndun. Fyrsta lagið sem við fáum […]

Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla (meira…)

Umhverfis Suðurland – Plastlaus september

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráð kom fram að Vestmannaeyjar eru þátttakendur í verkefninu Umhverfis Suðurland. En hvað er það? Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn […]

Umsjónarkennarar og stjórnendur GRV veturinn 2018-2019

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019. Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri. Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. […]

Opið hús hjá Björgunarfélaginu á laugardag

Þann 4. ágúst síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Í tilefni af aldarafmælinu býður Björgunarfélagið bæjarbúum í opið hús laugardaginn 1.september næstkomandi. Húsnæði félagsins að Faxastíg 38 verður opið frá 10:00 – 14:00 og gefst bæjarbúum þar kostur á að skoða húsnæði félagsins og þann búnað sem félagið […]

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur á fimmtudag

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur síðasliðinn fimmtudag, 23. ágúst. Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Nýr skólastjóri Anna Rós ræddi við nemendur og foreldra og Jarl Sigurgeirsson stýrði skólasöngnum, sem ber heitið Gleði, öryggi og vinátta, við ágætar undirtektir. Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur […]

Útsýnisstaur við Flakkarann

Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu á sunnudagsrúnt sínum um nýja hraunið, nánar tiltekið á útsýnispallinn við Flakkarann. En þar hefur mátt sjá heljarinnar tréstaur standa upp á endann. Þarna er á ferðinni hugvit og framkvæmdagleði Marinós Sigursteinssonar eða Mara pípara eins og flestir þekkja hann. „Hugmyndina fékk ég að láni frá Austurríki […]

Kráin flytur í miðbæinn

Nýverið sögðum við frá því að Subway lokaði veitingastað sínum í Eyjum. En eins og gamla máltakið segir þá er eins manns dauði annars manns brauð. Heyrst hefur af nokkrum veitingamönnum sem sóst hafa eftir húsnæðinu enda á besta stað í miðbænum. Nú er hins vegar orðið ljóst að Kári Vigfússon hlýtur hnossið og hyggst […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.