Róleg nótt hjá lögreglunni

Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og gisti enginn fangageymslu. Fíkniefnamál eru orðin 13 talsins og öll svo kölluð neyslumál fyrir utan eitt mál þar sem talið er að um sölu hafi verið að ræða. Þar var aðili tekinn með nokkurt magn af hvítu efni sem talið er kókaín auk nokkurs magns […]
Setning þjóðhátíðar hefðinni samkvæmt

Setning Þjóðhátíðar fór fram hefðinni samkvæmt í gær og var góð mæting á hana. Unnar Hólm Ólafsson formaður ÍBV íþróttafélags setti hátíðina, Arnar Sigurmundsson hélt hátíðarræðu, Hjördís Traustadóttir sæmdi Birgi Guðjónssyni, fyrrum formanni Þjóðhátíðarnefndar, Gullmerki ÍBV, sem er hæsta viðurkenning innan félagsins. Þá hélt sr. Guðmundur Örn Jónsson heldur óhefbundna en bráðskemmtilega predikun þar sem […]
Ljósin skapa rómantíska stemningu og ævintýraljóma

Þegar talið er upp það sem gerir þjóðhátíð Vestmannaeyja svo einstaka eru það (ég ætla að hafa stóran staf í þessu líka) á Fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum, Brekkusöngurinn ((hér hef ég frekar stóran staf þar sem Brekkan er stytting)) og blysin á sunnudeginum það sem alltaf er nefnt. Á þess væri heldur engin […]
Líf og fjör á Húkkaraballinu

Húkkaraballið er jafnan upphafið af Þjóðhátíð hjá mörgum. Það fór fram í gær í portinu bakvið Strandveg 50 en þar hefur ballið verið haldið undanfarin ár. Dagskráin var ekki af verri endanum en fram komu JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Sura, Baldvin x Svanur x Hjalti, DJ Egill Spegill, Þorri og Huginn. Vel var mætt á […]
Náðu að láta dæluna ganga

Í gær var bandarísk dæla sem tók þátt í sögulegri glímu við hraunflauminn í Heimaeyjargosinu ræst með viðhöfn á Básaskersbryggju þar sem hún hafði aðsetur forðum. Nú er unnið að heimildamynd um eldhugana sem stóðu vaktina í gosinu og munu kvikmyndagerðarmennirnir Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson festa atburðinn á Básaskersbryggju á filmu. Eyjamenn og […]
Hlakka til að taka á móti þeim góðu gestum sem hingað koma

Fólk sem kemur á þjóðhátíð eru eins og hverjir aðrir ferðamenn og þurfa þjónustu í mat og gistingu. Hér áður fyrr voru aðilar í þjónustu sparsamir á opnunartíma og oft ekki auðvelt að fá að borða. Og í mörg ár var Sundlaugin lokuð yfir þjóðhátíðina en þetta hefur breyst. Í dag bjóða allir veitingastaðir og […]
Síðasta púslið fer í rétt fyrir setningu

Engin önnur útihátíð á sér jafn sögulega rætur eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja en hátíðin hefur ekki fallið niður síðan 1914, hvorki vegna veðurs eða náttúrhamfara. Vinnan á bakvið hátíðina er gríðarleg og hefst yfirleitt í október ár hvert þegar það eru um tíu mánuðir í næstu hátíð. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV og Formaður þjóðhátíðarnefndar […]
„Off -venue“ dagskrá alla þjóðhátíðina

Það er nóg um að vera fyrir utan dagskrá þjóðhátíðar alla helgina, en mikil dagskrá er í Alþýðuhúsinu og á 900 grillhús sem dæmi. Alþýðuhúsið Í Alþýðuhúsinu verður fjöldin allur af tónlistarmönnum sem munu skemmta og opið verður frá 12-20 alla helgina. Einnig verða FM957 og Bylgjan með beinar útsendingar úr Alþýðuhúsinu alla dagana. […]
Þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum

Hið árlega þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum var haldið í gær. Jarl mætti með gítarinn og skemmti fólki og boðið var uppá dýrindis þjóðhátíðarbakkelsi. Partýið átti upphaflega að vera á pallinum en var fært inn sökum veðurs, stemmingin var ekki verri við það. (meira…)
Húkkaraballið er í kvöld

Húkkaraballið er í kvöld og er dagskráin í ár þétt skipuð og glæsileg. Ballið er í portinu bakvið Strandveg 50 (gamla Þekkingarsetrinu) Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)