Síðasta púslið fer í rétt fyrir setningu

Engin önnur útihátíð á sér jafn sögulega rætur eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja en hátíðin hefur ekki fallið niður síðan 1914, hvorki vegna veðurs eða náttúrhamfara. Vinnan á bakvið hátíðina er gríðarleg og hefst yfirleitt í október ár hvert þegar það eru um tíu mánuðir í næstu hátíð. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV og Formaður þjóðhátíðarnefndar […]

„Off -venue“ dagskrá alla þjóðhátíðina

Það er nóg um að vera fyrir utan dagskrá þjóðhátíðar alla helgina, en mikil dagskrá er í Alþýðuhúsinu og á 900 grillhús sem dæmi.   Alþýðuhúsið Í Alþýðuhúsinu verður  fjöldin allur af tónlistarmönnum sem munu skemmta og opið verður frá 12-20 alla helgina. Einnig verða FM957 og Bylgjan með beinar útsendingar úr Alþýðuhúsinu alla dagana. […]

Þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum

Hið árlega þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum var haldið í gær. Jarl mætti með gítarinn og skemmti fólki og boðið var uppá dýrindis þjóðhátíðarbakkelsi. Partýið átti upphaflega að vera á pallinum en var fært inn sökum veðurs, stemmingin var ekki verri við það. (meira…)

Húkkaraballið er í kvöld

Húkkaraballið er í kvöld og er dagskráin í ár þétt skipuð og glæsileg. Ballið er í portinu bakvið Strandveg 50 (gamla Þekkingarsetrinu) Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Undirbúningur í Herjólfsdal

Síðustu daga hefur vinnan í Herjólfsdal gengið vonum framar og allt verða klárt fyrir hátíðinna. Þó smiðshöggið sé ekki nelgt fyrr en rétt fyrir setningu á föstudaginn. Í gær fóru súlurnar fyrir hvítu tjöldin settar upp gekk hið nýja skipulag vel. Flestallir gengu því sáttir frá þeim gjörningi sem jafnvel kalla mætti “Friðar”súlurnar. Óskar Pétur […]

Breytt aldursviðmið í frístundastyrknum

Lögð var fram tillaga á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær að aldursviðmið í reglum um frístundastyrk verði breytt. Verði frá 2 ára aldri til 16 ára í stað 6 ára til 16 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. september á þessu ári. Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja […]

Vegleg gjöf frá Hollvinasamtökum Hraunbúða

Á dögunum færðu Hollvinasamtök Hraunbúða, heimilinu EKG tæki, svokallað hjartalínurit að verðmæti 700.000 krónum.  Fyrir átti heimilið mun eldra tæki sem var löngu kominn tími á að endurnýja.  Búið er að prófa tækið og nota það tvívegis á þessum stutta tíma og er mikil ánægja með það.  Á þriðjudag var svo formleg afhending tækisins og […]

Niðursetning á súlum í dag

Nú hefur öllum sem sóttu um lóð í Herjólfsdal verið úthlutað lóðum og númerin á tjöldunum komu á sunnudaginn. Niðursetning á súlunum er í kvöld og þeir sem ekki sóttu um lóð mega setja niður súlur klukkan 21:30 í kvöld. Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum. Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00 Ástarbraut […]

Við þurfum að hafa hugrekki til þess að horfa fram á við

Sagt er að það sé mikilvægt að hafa ekki öll eggin sín í sömu körfu og á meðan störfum hefur fækkað í sjávarútvegi þá fjölgar störfum hratt í ferðaþjónustu hér í Eyjum. Eyjamenn hafa því á undanförnum árum fengið sístækkandi körfu með nýjum eggjum. Unga kynslóðin sem áður vann í fiski starfar nú í ferðaþjónustu. […]

Mættur til Eyja til þess að taka upp sjónvarpsþátt

Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragn­ar Freyr Ingvars­son og er lyf- og gigt­ar­lækn­ir og er hann með vefsíðuna sem ber ein­mitt heitið Lækn­ir­inn í Eld­hús­inu. Hann hef­ur skrifað mat­reiðslu­bæk­ur og tekið upp fjölda sjón­varpsþátta þar sem hann kynn­ir sér mat og mat­ar­menn­ingu. Um þess­ar mund­ir er hann önn­um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.