Fyrsta lundapysjan fundin

Á mánudaginn sást í fyrstu lundapysjuna í höfninni og í gærkvöldi fannst fyrsta lundapysjan í bænum. Það má því segja að lundapysjutíðin sé hafin. (meira…)

Flottasta Lundaball sögunnar í undirbúningi

Árshátíð Bjargveiðimennafélags Vestmannaeyja, eða Lundaballið eins og hátíðin er oftast kölluð er á næsta leiti. Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár, hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Ystaklettsmenn, sem áttu að sjá um ballið í ár, fetuðu í fótspor nágranna sinni í Ellirey og „beiluðu á“ að halda það og því […]

Leikfélagið ætlar að sýna Latabæ í vetur

Leikfélag Vestmannaeyja ætlar að sýna leikritið Glanni Glæpur í Latabæ í vetur. Þessa daganna auglýsir leikfélagið eftir leikstjóra til að leikstýra verkinu og áætla þau að byrja æfa 1. september og ætla þau að taka 8 vikur í að æfa verkið og má því áætla að byrjað verði að sýna verkið í nóvember. (meira…)

Draumurinn um vatnið rættist á Þorláksmessu 

Þess var minnst  7. júlí sl. á  opnu málþingi í  Sagnheimum að 50 ár voru liðin frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja.  Í sömu viku var fylgdi sérstakt 18 bls. vatnsblað með Eyjafréttum.  Í blaðinu  var fjallað var undirbúning og framkvæmdir sem hófust sumarið 1966 með lagningu vatnsleiðslu frá vatnsinntaki úr bergvatnsá við  bænum Syðstu Mörk  til […]

Okkar kjörorð er að verða að gagni ef eitthvað bjátar á

Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) eins og við þekkjum félagið í dag varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyja og Björgunarfélagsins 1992. Það er ein af stoðum bæjarfélagsins með 30 til 35 manna hóp sem alltaf er til þjónustu reiðubúinn þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Eins og til dæmis þegar brjálað veður skellur á, leita […]

Vindasamur og góður sunnudagur á Þjóðhátíð

Þrátt fyr­ir vinda og vætu­samt veður í gærkvöldi á síðasta kvöldi þjóðhátíðar skemmtu þjóðhátíðargestir sem vel í dalnum. Um fimmtán þúsund gestir voru í dalnum. Þegar komið var svo að Ingó veðurguð að stýra brekkusöngnum þá hægðist á veðrinu, brekkan þéttist og tók undir með honum af miklum krafti. Ólýsanlegt, eins og alltaf. (meira…)

Krónan óskar eftir samfélagsverkefnum til að styrkja

Krónan auglýsir þessa dagana eftir styrktarumsóknum frá Vestmannaeyjum. „Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum,” segir í auglýsingunni. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Krónan hefur hingað til veitt styrkinn mánaðarlega og verið bundið barna- og […]

Sólríkur laugardagur á Þjóðhátíð

Veður var með besta móti í Vest­manna­eyj­um í gær, sól og blíða. Dagskráin byrjaði á barnaskemmtuninni  þar sem Skoppa og Skrítla og  Páll Óskar skemmtu krökkunum. Söngvakeppni barna hófst einnig í gær og heldur áfram í dag. Kvöldið var ekki að verri endanum og veðrið í brekkunni var gott og milt. Brekkan var stór í […]

Allir til fyrirmyndar á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar

Föstudagskvöld þjóðhátíðar fór vel fram og voru gestir hennar til fyrirmyndar. Það var Áttan sem startaði dagskránni við góðar undirtektir brekkunnar. Þá tók hin Mosfelski karlakór Stormsveitin við áður en bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir frumfluttu Þjóðhátíðarlag sitt Á sama tíma á sama stað. Það ætlaði hins vegar allt um koll að keyra þegar […]

Róleg nótt hjá lögreglunni

Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og gisti enginn fangageymslu. Fíkniefnamál eru orðin 13 talsins og öll svo kölluð neyslumál fyrir utan eitt mál þar sem talið er að um sölu hafi verið að ræða. Þar var aðili tekinn með nokkurt magn af hvítu efni sem talið er kókaín auk nokkurs magns […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.