Dagskráin á Húkkaraballinu

Eins og ár hvert mun Húkkaraballið fara fram á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð. Dagskrá ballsins í ár er þétt skipuð og glæsileg, staðsetning á ballinu kemur í ljós á næstu dögum. Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum

Sótt hefur verið um 65% af lóðunum sem er úthlutað fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal, eða um 800 metrar. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að úthlutunin hafi gengið vel fyrir utan byrjunarörðuleika sem urðu í byrjun, „það var vegna samskiptaörðuleika við Borgun um greiðslufyrirkomulagið,“ sagði Dóra Björk. Á morgun er […]

FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi

„Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðarlag sem Vísir frumsýndi í dag. Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með stórsöngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Hér að ofan má sjá myndbandið […]

Melodic Objects í Höllinni á morgun þriðjudag

Hópur sem kallar sig “Melodic Objects” og bjóða upp á djögl + tónlist bíður til tónlistarveislu í Höllinni á morgun þriðjudaginn 24. júlí kl. 16.00. 6 djöglarar og einn tónlistarmaður vinna saman að tónlistarveislu fyrir augu og eyru.  Sýning fer fram undir stjórn Jay Gilligan, sem er prófessor í djögli við Dance and Circus University í Stokkhólmi. Sýningin er gerð til heiðurs […]

Ógildir miðar á Þjóðhátíð 2018

“Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa Þjóðhátíðarmiða útá stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt. Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.” segir í tilkynningu á dalurinn.is. “Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið […]

Til upplýsingar vegna umsóknar the Brothers Brewery

Umhverfis- og skipulagsráð gat ekki orðið við erindi Brothers Brewery ehf. þar sem gildandi deiliskipulag kveður á að umrætt svæði sé torgsvæði/grænt svæði, ekki byggingasvæði. Ráðið telur mikilvægt að halda svæðinu sem slíku, ekki síst fyrir þær sakir að fá slík svæði eru eftir. Formaður ráðsins hefur boðið forsvarsmönnum Brothers Brewery ehf. að funda með […]

Maud loksins á leiðinni heim

Það ráku margir upp stór augu á bryggjunni nú í morgunsárið við þessa sjón. En hér er á ferðinni skipið Maud sem norski landkönnuðurinn Roald Armundsen sigldi frá Noregi yfir Norðuríshaf. Skipið var byggt fyrir Roald árið 1917 skömmu áður en hann hélt í sinn annan rannsóknaleiðangur norður á bóginn. Sigldi hann svokallaða norðausturleið, milli […]

Ég lifi og þér munuð lifa

“Þessi litla hugmynd vaknaði hjá mér þegar ég var staddur í Brandi fyrir ári síðan og hefur heldur betur orðið að skemmtilegu ævintýri,” sagði Helgi Rasmussen Tórzhamar um myndbandið og lagið, Ég lifi, sem frumsýnt var nú í morgun. Lagið samdi Helgi sjálfur en hann fékk Ólaf Tý Guðjónsson til liðs við sig við textasmíðina. […]

Getum við vaxið áfram í eyjum?

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 17.júlí síðastliðinn lá fyrir ósk okkar í The Brothers Brewery um byggingareit á Vigtartorgi. Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Ástæða þess að við sækjum um eftirfarandi lóð er að fyrirtækið hefur vaxið hratt í framleiðslu frá opnun í Baldurshaga og er kominn tími […]

100 ár frá komu fyrsta bílsins til Eyja

Í dag er þess minnst á Þingvöllum að í ár eru 100 ár frá því að Ísland hlaut fullveldi. En fyrir 100 árum upp á dag birtist einnig í Eyjum í fyrsta sinn merkilegur hlutur. En þá kom fyrsti bílinn til Vestmannaeyja. Hann var vörubíll af gerðinni Maxwell og í Eigu Eyþórs Þórarinssonar kaupmanns á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.