Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragnar Freyr Ingvarsson og er lyf- og gigtarlæknir og er hann með vefsíðuna sem ber einmitt heitið Læknirinn í Eldhúsinu. Hann hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu.
Um þessar mundir er hann önnum kafinn við að taka upp sjónvarpsþátt fyrir Sjónvarp Símans sem kemur til með að heita Lambið og miðin, en við þær upptökur er ferðast víða um Ísland og þar á meðal til Vestmannaeyja. Í gær tók hann upp einn þáttinn og grillaði heilt lamp neðst á Skólaveginum. Veðrið var gott og margir sem litu við til að forvitnast hvað væri í gangi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst