Glæsileg dagskrá laugardags á Goslokum

Dagskráin í gær á Goslokunum var vel þétt og skemmtileg. Margt í boði og eitthvað fyrir alla. Volcano open fór meðal annars fram um helgina. Golfarar voru mættir á golfvöllinn um klukkan átta í gærmorgun. Eins og sjá má kom regnhlífin sér að góðum notum á köflum. Í Sagnheimum í gærmorgun fór fram spjallstund með […]

Velheppnuð dagskrá föstudags á Goslokum

Það er óhætt að segja að hún hafi verið þétt skipuð dagskrá Goslokahátíðar í gær föstudag. ÍBV bauð krökkum að mæta á æfingu hjá meistarflokkum sínum. Tónleikar í báðum Höllum, þeirri nýju og þeirri gömlu. Myndlistasýningar um allan bæ og Bingóspjöld á lofti. Ísfélagið bauð upp á barnaskemmtun sem reyndar var flutt inn í Íþróttamiðstöð […]

Goslokahátíð heldur áfram – dagskrá laugardags

LAUGARDAGUR 7. júlí 08.30 Golfklúbbur VestmannaeyjaVolcano Open – ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr. 11.00 Bryggjan Sagnheimum: Ráðhúströð Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. Samtal kynslóða; upplifun af gosinu. Frásagnir og sögur. Á annarri hæð. 11.00-12.30 Nausthamarsbryggja Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning […]

Hippabandið kom saman í gær

Hippabandið kom saman að nýju í gærkvöldi í Eldheimum. Bandið tók þekkta slagara hippatímabilsins. Húsið var fullt og mikil stemming. Sérstakur gestur var Helgi Hermannsson úr hljómsveitinni Logum. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og tók myndirnar hér að neðan sem og myndbandið hér að ofan.   (meira…)

Sunnansól og hægviðri í gömlu Höllinni

Það stendur mikið til í húsi Hvítasunnumanna, í gömlu Höllinni við Vestmannabraut en þar verða stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja í dag föstudag kl. 17.00. Bera þeir heitið Sunnansól og hægviðri. Þar munu Lúðrasveitin og Karlakórinn flytja Sólarsvítuna eftir Árna Johnsen. Við litum við á æfingu í gærkvöldi og má eiga von á skemmtilegum tónleikum […]

Setjumst að sumbli

Þeir eru ófáir sem eiga góðar minningar frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þau eru einnig orðin ansi mörg lögin sem samin hafa verið um þessa einstöku hátíð. Á hverju ári er samið sérstak lag hátíðarinnar það árið. Í ár var það í höndum bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssona. Sáu þeir meira að segja þörf hjá […]

Sýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja opnaði í gær

Félagar í myndlistafélagi Vestmannaeyja opnuðu sýningu í gær í Tónlistarskólanum. Sýningin er opin alla helgina, í dag föstudag er opið frá 14-18, sami opnunartími er á morgun laugardag. Á sunnudaginn er opið 14-16.   (meira…)

Goslokahátíð, dagskrá dagsins

Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Dagskrá dagsins er ekki að verri endanum og eitthvað fyrir alla! 10.00 […]

Goslokahátíðin hefst í dag

Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Formleg dagskrá hefst í dag og er nóg um að vera fyrir […]

Sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur í gegn­um ár­lega viðburði ÍBV

Ná­lægt sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur verða eft­ir ár hvert í Vest­manna­eyj­um í gegn­um ár­lega viðburði íþrótta­fé­lags­ins ÍBV, er greint frá í Morgunblaðinu í dag. „Þarna er ég reynd­ar bara að tala um þessi tvö stóru fót­bolta­mót, Orku­mótið og Pæj­u­mótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höld­um við svo ár­lega tvö hand­bolta­mót og þrett­ándagleði, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.