Á flugi yfir Heimaey

“Eyjan mín fagra græna” söng Bubbi í þjóðhátíðarlaginu um árið. Eyjan er einmitt orðin iðagræn. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem setti drónann á loft í blíðunni. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
TM mótið á þremur mínútum

Veðurguðirnir hafa svo sannarlega leikið við þátttakendur og áhorfendur TM mótsins sem lýkur í dag í Eyjum. Það geislaði gleðin úr andlitum stelpnanna hvert sem litið var. Halldór B. Halldórsson tók saman skemmtilegt myndband frá mótinu sem sjá má hér að neðan. (meira…)
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1617. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald. Alla dagskrána má sjá undir útsendingaglugganum. Almenn erindi 1. 202503247 – Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald 2. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir […]
Sjóstangaveiðimót í Eyjum

Nú stendur yfir Hvítasunnumót Sjóve í sjóstangaveiði. Halldór B. Halldórsson fylgdist með veiðimönnunum undirbúa sig fyrir róðurinn og smábátunum fara út eldsnemma í morgun í brakandi blíðu. Og svo aftur þegar komið var í land og aflanum landað. Er þetta fyrri dagurinn en haldið er aftur til veiða á sama tíma í fyrramálið. (meira…)
Bíltúr um Heimaey

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)
Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]
Framkvæmdir ganga vel í Oddfellow húsinu

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðastliðna mánuði á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson hefur fylgst vel með framkvæmdum. Fyrst sýnir hann okkur myndir frá í byrjun mánaðarins og svo aftur það sem hann tók 8. maí og að síðustu sjúm við stöðuna í dag. (meira…)
Á ferðalagi um eyjuna

Í dag förum við á ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjöldann allan af framkvæmdum hingað og þangað um bæinn. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Einstakt fágætissafn opnað – seinni hluti

Á Safnadeginumá sunnudaginn sl. var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem flutt voru stutt ávörp. Á þau má horfa hér. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur […]
Einstakt fágætissafn opnað

Fágætissalur í Ágústarstofu var opnaður í Safnahúsinu í gær að viðstöddu fjölmenni. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem flutt voru stutt ávörp. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur gefið Bókasafni Vestmannaeyja. Þar verður […]