Hvergi meiri áhrif af veiðigjöldum heldur en í okkar kjördæmi

Allir þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð um að koma á ráðstefnu Eyjafrétta sem haldin var á dögunum vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þrír þingmenn sáu sér fært að mæta. Það voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson frá Samfylkingu. Öll tóku þau til máls á ráðstefnunni og munum við birta […]

Hátíðarræða Magnúsar Bragasonar

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum í dag. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins í Vestmannaeyjum. Hlýða má á ræðuna í spilaranum hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku. (meira…)

Á flugi yfir Heimaey

“Eyjan mín fagra græna” söng Bubbi í þjóðhátíðarlaginu um árið. Eyjan er einmitt orðin iðagræn. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem setti drónann á loft í blíðunni. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

TM mótið á þremur mínútum

Veðurguðirnir hafa svo sannarlega leikið við þátttakendur og áhorfendur TM mótsins sem lýkur í dag í Eyjum. Það geislaði gleðin úr andlitum stelpnanna hvert sem litið var. Halldór B. Halldórsson tók saman skemmtilegt myndband frá mótinu sem sjá má hér að neðan. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1617. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald. Alla dagskrána má sjá undir útsendingaglugganum. Almenn erindi 1.     202503247 – Frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald 2. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir […]

Sjóstangaveiðimót í Eyjum

Nú stendur yfir Hvítasunnumót Sjóve í sjóstangaveiði. Halldór B. Halldórsson fylgdist með veiðimönnunum undirbúa sig fyrir róðurinn og smábátunum fara út eldsnemma í morgun í brakandi blíðu. Og svo aftur þegar komið var í land og aflanum landað. Er þetta fyrri dagurinn en haldið er aftur til veiða á sama tíma í fyrramálið. (meira…)

Bíltúr um Heimaey

Skjask 060625

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)

Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Bjorgunarhringur Afh Ads IMG 0318

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]

Framkvæmdir ganga vel í Oddfellow húsinu

Oddf 230525

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðastliðna mánuði á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson hefur fylgst vel með framkvæmdum. Fyrst sýnir hann okkur myndir frá í byrjun mánaðarins og svo aftur það sem hann tók 8. maí og að síðustu sjúm við stöðuna í dag. (meira…)

Á ferðalagi um eyjuna

Í dag förum við á ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjöldann allan af framkvæmdum hingað og þangað um bæinn. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.