Ábending frá Herjólfi

Nú styttist í verklok í slipptöku Herjólfs, en áætuð heimkoma er á laugardaginn ef allt gengur eftir. Ætti ferjan því að geta tekið við siglingum af Baldri á sunnudag. Um leið og það liggur fyrir munum við upplýsa farþega okkar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að í ljósi siglingaaðstæðna sl. daga […]

Ráðherra telur ástandið í samgöngum vera „að mörgu leyti mjög gott“

Á þingfundi í dag var á dagskrá óundirbúin fyrirspurn um stöðu samgangna til Vestmannaeyja, þar sem Karl Gauti Hjaltason spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra hvernig ríkið hyggist tryggja öruggar og reglulegar ferðir milli lands og Eyja. Verið er að vinna í að Baldur fái leyfi fyrir úthafssiglinga Karl Gauti lýsti þar stöðu ferða milli lands og […]

Herjólfur í áætlun í næstu viku

​Farþegaferjan Herjólfur hefur síðustu rúmar tvær vikur verið í slipp í Hafnarfirði. Hefur hefðbundnu viðhaldi verið sinnt og skipið málað að utan og innan. Um sex tonn af málningu „Allt frá því skipið var tekið upp í slipp, mánudaginn 8. september, hefur verið unnið alla daga, myrkranna á milli. Stærsta verkefnið er heilmálun á skipinu, […]

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er fyrir ferjunna í Landeyjahöfn vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 10:00, 16:00 og 19:00 færast sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til […]

Seinkun hjá Baldri vegna bilunar – uppfært

20250909 203208

Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við. Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé […]

Baldur með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn

Baldur OPF 20250911 151359

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður […]

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi og hefur verið tekin ákvörðun um að sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar kl 11.00 en beðið verður í Landeyjahöfn og brottför kl 13.00 aftur þaðan. Aðstæður eiga að lagast þegar líður á daginn og er stefnt að fullri áætlun seinni partinn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. (meira…)

Ófært í Landeyjahöfn

Næstu ferðir Baldurs falla niður frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 og frá Landeyjahöfn kl. 10.00 vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að næsta brottför frá Vestmannaeyjum sé áætluð kl. 11:00 í dag. Gefin verður út tilkynning sé þess þörf vegna áframhaldandi siglinga í dag. (meira…)

Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.