Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Herjolfur 2 Cr

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]

Ófært fyrir Herjólf

herjolfur_b-3.jpg

Siglingar Herjólfs falla niður seinnipartinn í dag vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega okkar og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá hefur verið ákveðið að […]

Ítreka nauðsyn þess að varaskip sé tiltækt í landinu

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var rætt ítarlega um samgöngumál, bæði sjóleiðina sem og flug, og þær áskoranir sem blasa við í þjónustu við íbúa og gesti. Funda með Vegagerðinni Herjólfur kom úr slipp í Hafnarfirði til Eyja í gær (í fyrradag) og hóf áætlunarsiglingar á ný í (gær)morgun. Breiðafjarðarferjan Baldur leysti af á […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn). Þeir farþegar sem […]

Stefnt á að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun

Baldur OPF 20250911 151359

Baldur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag þar sem enn er ófært til siglinga fyrir ferjuna í Landeyjahöfn. Brottför frá  Vestmannaeyjum  kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningu frá […]

Ekkert siglt í dag

Enn er ófært til lands og er búið að fella niður seinni ferð dagsins einnig.  Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að seinni ferð dagsins falli einnig niður vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi […]

Ekki siglt í fyrramálið

Baldur OPF 20250911 151359

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður fyrri ferð Baldurs föstudaginn 26.september vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. „Vonum við að farþegar okkar síni því skilning. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir […]

Ábending frá Herjólfi

Nú styttist í verklok í slipptöku Herjólfs, en áætuð heimkoma er á laugardaginn ef allt gengur eftir. Ætti ferjan því að geta tekið við siglingum af Baldri á sunnudag. Um leið og það liggur fyrir munum við upplýsa farþega okkar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að í ljósi siglingaaðstæðna sl. daga […]

Ráðherra telur ástandið í samgöngum vera „að mörgu leyti mjög gott“

Á þingfundi í dag var á dagskrá óundirbúin fyrirspurn um stöðu samgangna til Vestmannaeyja, þar sem Karl Gauti Hjaltason spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra hvernig ríkið hyggist tryggja öruggar og reglulegar ferðir milli lands og Eyja. Verið er að vinna í að Baldur fái leyfi fyrir úthafssiglinga Karl Gauti lýsti þar stöðu ferða milli lands og […]

Herjólfur í áætlun í næstu viku

​Farþegaferjan Herjólfur hefur síðustu rúmar tvær vikur verið í slipp í Hafnarfirði. Hefur hefðbundnu viðhaldi verið sinnt og skipið málað að utan og innan. Um sex tonn af málningu „Allt frá því skipið var tekið upp í slipp, mánudaginn 8. september, hefur verið unnið alla daga, myrkranna á milli. Stærsta verkefnið er heilmálun á skipinu, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.