Heimaey blessuð – myndir

Nýjasta skip Ísfélagsins, Heimaey VE var til sýnis fyrir gesti og gangandi í dag. Áður en að því kom var skipið blessað af séra Viðari Stefánssyni og tók Ólafur Einarsson skipstjóri einnig þátt í blessuninni. Fjöldi manns mætti í kjölfarið til að skoða þetta glæsilega skip auk þess að þiggja léttar veitingar í tilefni dagsins. […]

Enn hægt að laga og nálgast hlutina af skynsemi

„Það er mikilvægt að fyrirtækin og stjórnvöld séu að ræða um sömu hlutina og vandað sé til verka. Þegar mesta hækkunin á auðlindagjöldum bitnar á fyrirtækjum í Vestmannaeyjum segir það sig sjálft að slíkt hefur áhrif og hefur í raun þegar haft það,“ segir Einar Sigurðsson stjórnarformaður Ísfélagsins hf. aðspurður hvers hann sakni í umræðunni […]

Gerðu margvíslegar athugasemdir

DSC_7648

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu á dögunum umsögn um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi. Athugasemdirnar eru margvíslegar, eins og þegar frumvarpið var sett í samráðsgátt stjórnvalda. Nýjar athugasemdir og ítarefni hafa bæst við og er rétt að vekja athygli á nokkrum þeirra, segir í fréttatilkynningu frá SFS. Yfirlýsing frá Norges Sildesalgslag, sem stýrir uppboðsmarkaði fyrir […]

Þarf að tryggja að kerfið sé bæði sanngjarnt og raunhæft

Nýverið funduðu fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis. Flestir oddvitanna mættu til fundarins. Eyjafréttir ræddu við tvo þeirra að fundi loknum. Annar þeirra er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Spurð hvað henni hafi þótt markverðast sem kom fram á fundinum segir hún að það hafi verið mjög gagnlegt að heyra beint frá fólki sem rekur útgerð […]

Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Heimaey VE1- Helstu upplýsingar

Þann 23.maí tók Ísfélagið við uppsjávarskipinu Pathway frá Skotlandi sem hefur fengið nafnið Heimaey. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku 2017. Skipið er 78,65m langt , 15,5m breitt og aðalvélin er 5.220 kW frá Wartsila sem er einungis keyrð um 14.000 klst. Burðargeta er um 2500 tonn. Allur búnaður skipsins til […]

Ný Heimaey VE 1 væntanleg kl. sjö í fyrramálið

Öflugra skip og burðargetan 2500 tonn „Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með með áður,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins um Heimaey VE, nýtt skip Ísfélagsins sem væntanlegt er til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan sjö í fyrramálið, laugardag . […]

Sjómennskan í fjóra ættliði

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Af því tilefni tökum við nú púlsinn á sjómannslífinu. Rætt er við þá feðga Jón Atla Gunnarsson, skipstjóra á Gullberginu og Hákon Jónsson, stýrimann á Drangavík á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að stundum sé talað um að sjómennska sé fjölskylduarfur sem heldur áfram til næstu kynslóðar. Það á vissulega […]

„Þetta var stutt og laggott”

220223 La Cr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]

Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga

vsv_2016-6.jpg

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.