Strandveiðar hafnar – myndir

Strand­veiðar hófust í dag. Veiðitímabilið stend­ur yfir í 48 daga. Gefin hafa verið út 775 ­leyfi í ár og er þetta er metfjöldi báta á strandveiðum. Til samanburðar lönduðu 756 bátar afla á strandveiðum í fyrra. Strandveiðarnar virka þannig að bátar mega veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Veiða má 12 daga í hverjum […]

Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

VSV IMG 7682

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]

Tap á rekstri Vinnslustöðvarinnar í fyrra

Adalfundur_VSV_2025_IMG_7660

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2024 var haldinn í húsakynnum félagsins í gær. Helstu tölur félagsins eru eftirfarandi: Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af […]

„Góð veiði í bongóblíðu”

Tms 20250429 091158

Bergur VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað vel að undanförnu. Túrar skipanna hafa verið góðir og stuttir. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Grindavík á laugardaginn og síðan lönduðu þau aftur fullfermi í Eyjum á mánudaginn. Rætt var við skipstjórana á síðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir nánar út í veiðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, […]

Aggan – Frítt smáforrit sem tryggir öryggi sjómanna

Smáforritið Agga, á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Alda Öryggi, býðst íslenskum smábátasjómönnum þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða sérhannað öryggisstjórnunarkerfi, sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála smábáta. Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nú eru leyfðir fleiri veiðidagar og má því búast við aukinni […]

Tveir sólarhringar höfn í höfn

londun_eyjarnar

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og […]

Feðgarnir á Víkurröstinni

K94A2124

Þeir létu ekki á sig fá smá pus, feðgarnir Haraldur Hannesson og Baldur Haraldsson. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þeim í gegnum linsuna þegar þeir voru að koma í land í dag. Hannes Haraldsson, faðir Halla og afi Baldurs beið svo á kæjanum og aðstoðaði við að landa aflanum. (meira…)

Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

DSC 6624 EIS 2

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Sjorinn Opf

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.