Flutningurinn heppnaðist afar vel

DSC 3811 (1)

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]

287 milljarðar á tíu mánuðum

DSC_7145

Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 287 milljarða króna. Það er um 3% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vart þarf að nefna að þennan samdrátt má að langstærstum hluta skrifa á loðnubrest í ár. Að loðnuafurðum undanskildum, þá hafa útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um rúmlega […]

Tóku forskot á sæluna

Breki Vestm

Jólahlaðborðin eru hafin vítt og breitt um landið. En ekki einungis til lands heldur líka til sjós. Guðmundur Helgason, háseti og afleysingakokkur á Breka VE kom skipsfélögum sínum í jólagírinn í síðasta túr, þegar hann töfraði fram glæsilegt jólahlaðborð. Litlu jólin um borð. Er hefð fyrir þessu hjá ykkur á Breka? Nei þetta er í […]

Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar

sjonum_DSC_7447_min

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr […]

Krefjandi fyrsti túr í skipstjórastóli

Valtyr Bjarnason Nov 2024 EV

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Skipstjóri á Vestmannaey í veiðiferðinni var Valtýr Bjarnason en þetta var hans fyrsti túr í skipstjórastólnum. Valtýr er Eyjamaður og hefur verið annar stýrimaður á Vestmannaey undanfarin ár og leyst af sem fyrsti stýrimaður en nú kom að því að hann settist í […]

Sverrir nýr formaður ÍSF

IMG 5989

Á dögunum var haldinn aðalfundur Íslenskra saltfiskframleiðenda (ÍSF). Félagið – sem stofnað var árið 2008 – er vettvangur framleiðenda saltaðra fiskafurða, til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og stuðla að rannsóknum og þróun í greininni. Fyrirtækjum í söltun sjávarafurða hefur fækkað mjög á undanförnum árum en engu að síður er enn til staðar öflug framleiðsla […]

Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]

Ári síðar… – myndbönd

default

Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar er í dag sýndur skemmtilegur samanburður á hvað búið er gerast á byggingarreitnum hjá fyrirtækinu. Í byggingu er 5.600 fermetra hús sem hýsa mun saltfiskvinnslu og innvigtun uppsjávarafla. Sýnd eru tvö myndbönd í fréttinni. Annars vegar frá því fyrir ári, en þá var fyrsta myndbandið tekið af framkvæmdasvæðinu og hins vegar er […]

Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum  þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]

Töfruðu fram saltfiskveislu að hætti Portúgala

VSV IMG 6809

Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag. Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti​. Slíkt var einnig gert ​síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel.​ Það tókst ekki síður vel til núna​. ​Maturinn frábær og góð stemning.​ Um matargerðina sáu þær Carlota […]