„Nú flæðir vertíðarfiskurinn þarna yfir”

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Rætt var við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar á meðan löndun stóð yfir. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði að afar vel hefði veiðst. „Við vorum á Víkinni allan tímann og veiðin var afar góð. […]
Víkin heimsótti VSV

Víkin – 5 ára deild kom í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn síðastliðinn. Ástæða þess að þau óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn er sú að þau eru búin að vera að vinna með hafið sem þema í mars. Sagt er frá heimsókninni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Benóný Þórisson og Helena Björk Þorsteinsdóttir tóku á móti börnunum í anddyri aðalinngangs […]
Stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft

Á þriðjudaginn kynntu Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum, m.a. stjórnarandstöðu þingsins. Einar Sigurðsson er stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um að ef frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið, hvað […]
Allt að verða klárt fyrir næsta úthald

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð. Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði – í samtali við fréttaritara VSV – að hann sé kominn í […]
Landað annan hvern dag

Vestmannaey VE og Bergur VE halda áfram að landa fullfermi annan hvern dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir út í veiðina. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík á laugardag og aftur fullfermi í Eyjum í gær. Í fyrri túrnum vorum við […]
Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. […]
Segja þungann róður framundan

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið […]
Eitt af stærstu verkefnum Hafró

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Þrjú önnur skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Um borð í þessum fjórum skipum unnu 32 rannsóknamenn og […]
„Sérstök vertíð”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn á miðvikudaginn. Afli beggja skipa var blandaður; ufsi, ýsa, þorskur og koli. Í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að skipstjórar skipanna hafi báðir verið ágætlega sáttir við aflabrögðin. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að það væri aðeins farinn að sjást vertíðarfiskur við Eyjar. „Við […]
Talsvert breytt landslag

Það hefur verið heldur betur líflegt hjá starfsmönnum, Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Seafood Expo North America, sem staðið hefur yfir síðustu daga. Seafood Expo North America er stærsta sýning sinnar tegundar í Norður Ameríku. Þúsundir kaupenda og birgja víðs vegar úr heiminum sækja þessa árlegu þriggja daga sýningu í Boston til að styrkja böndin og […]