Framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi heiðruð

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999. Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu. Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum […]
IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti. IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun […]
Vitlaust veður en ágætis reytingur

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 60 tonnum af þorski í Neskaupstað í gær og systurskipið Bergur VE mun landa þar fullfermi í dag. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í gær – á vef Síldarvinnslunnar – og hann spurður um veður og aflabrögð. ,,Við fengum þennan afla á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshalli í […]
Talsverður samdráttur í ágúst

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er um 8% samdráttur í krónum talið miðað við ágúst í fyrra. Talsverð lækkun var á gengi krónunnar í ágúst eftir að hafa verið fremur stöðugt framan af ári og var gengi krónunnar að jafnaði […]
Söfnun á körum VSV

Nú er verið að safna saman körum í eigu Vinnlustöðvarinnar, sem eru víðsvegar um hafnarsvæðið og annarstaðar í bænum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það séu starfsmenn Hafnareyrar sem sjá um það verk. Þetta á að klárast í þessari viku og eiga þá kör Vinnslustöðarvinnar eingöngu að vera í eða við hús fyrirtækisins. Sækja […]
Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]
„Alger ófögnuður”

Í fyrrinótt þegar ísfisktogarinn Bergur VE var á landleið til Vestmannaeyja af Austfjarðamiðum var ákveðið að taka lokahol túrsins á Pétursey. Þegar trollið var síðan tekið upp kom í ljós að því fylgdu hliðar úr gámi sem augljóslega var kominn frá Eimskip. Greint var frá þessu í fjölmiðlum í gær: Fengu gám í trollið – […]
Að veiðum í 98 tíma og á siglingu í 65 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Bergur VE kom síðan í kjölfarið og landaði í gærmorgun. Afli beggja skipa var mest þorskur og ýsa. Bæði skip voru að veiðum fyrir austan land og var veiðin ágæt þar til brældi á þriðjudagskvöld, en þá var Vestmannaey búin að fylla og Bergur […]
Fengu gám í trollið

Í morgun fékk ísfisktogarinn Bergur VE hluta af gám frá Eimskip í trollið hjá sér. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Í samtali við mbl.is er haft eftir Jóni Valgeirssyni, skipstjóra skipsins, að gámurinn hafi komið í trollið þegar þeir voru að toga upp botnvörpu af Pétursey. Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, aðfaranótt […]
Vel heppnuð Eyjaferð

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við […]