Staðreyndir vegna óhapps í innsiglingu

Huginn Opf 20250130 160803

Vinnslustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óhapps sem varð við komu Hugins VE til Vestmannaeyja í gær, en skipið missti vélarafl í innsiglingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn.  Fréttir af atburðinum eru misvísandi en […]

„Mest af ýsu en annars algjör kokteill”

sjomadur_bergey_opf_22

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í gær. Vestmannaey landaði í heimahöfn en Bergur landaði í Neskaupstað. Rætt var við skipstjóranna á fréttavef Síldarvinnslunnar í gær. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að aflinn hefði verið afar blandaður. „Þetta var mjög blandaður afli að þessu sinni. Mest af ýsu en annars algjör […]

Makríldómur fer fyrir Hæstarétt

VSV

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Vinnslustöðvarinnar hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 7. nóvember sl. um skaðabætur vegna svokallaðs makrílmáls. Ríkið óskaði jafnframt eftir leyfi til að áfrýja dómi í sambærilegu máli Hugins og samþykkti Hæstiréttur einnig þá beiðni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að forsaga málsins […]

Bráðabirgðaniðurstöður gefa ekki ástæðu til bjartsýni

lodna_mid_op

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar eru núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum […]

„Er örugglega að bíða eftir loðnunni”

nyjar_eyjar

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í vikunni. Bergur landaði á mánudag í Grindavík og Vestmannaey í Vestmannaeyjum í gær. Rætt er við skipstjóra skipanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst er rætt við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi. „Við byrjuðum túrinn á Pétursey og Vík. Þar var létt nudd, þorskur og smá […]

„Virkilega ánægjuleg kvöldstund ár hvert”

IMG 7403

Það var heldur betur góð stemning í matsal Vinnslustöðvarinnar á föstudaginn sl.. Þar var hið árlega þorrablót haldið til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum þeirra. Góð mæting var á blótið, á sjöunda tug gesta mætti og átti saman notalega kvöldstund, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar ávarpaði gesti og rakti […]

Lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í vikunni. Vestmannaey landaði á þriðjudag og Bergur á miðvikudag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af veiðiferðinni. „Þetta var bara fínasti túr en aflinn var mest ýsa. Við hófum veiðar út af […]

Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]

Stefnan sett á að verða skipstjóri

Stefán Ingi Jónsson útskrifaðist á dögunum úr skipstjórn frá Tækniskólanum og fékk hann viðurkenningu frá SFS fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Þá var hann með hæstu einkunn í útskriftarhópnum. Stefán Ingi hefur verið á námstyrk hjá Vinnslustöðinni frá því vorið 2022 og hefur hann sinnt námi meðfram vinnu. Hann er í dag stýrimaður á Kap […]

Hagnaðurinn minnkar

DSC_7907

Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs minnkaði á milli áranna 2022 og 2023. Frá árinu 2022 lækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 37% í 36,5%, hækkaði í fiskveiðum úr 24,6% árið 2022 í 24,9% af tekjum árið 2023 og lækkaði í fiskvinnslu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.