Hærri veiðigjöld og uppboð heimilda

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun leggja til við Alþingi að veiðigjöld sem lögð er á sjávarútveginn verði hækkuð. Tilkynnti hún þetta í ræðu sinni vegna kynningar á tillögum starfshópa stefnumótunarverkefnisins Auðlindin okkar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem fram fór í gær á Hilton Reykjavík Nordica, greint er frá þessu á mbl.is. Benti Svandís meðal annars á […]
Gengið vel á ufsa

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. laugardag og Bergur VE landaði nánast fullfermi í Neskaupstað í á mánudag. Afli Vestmannaeyjar var mestmegnis ufsi sem fékkst á Kötlugrunni og segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þarna sé um að ræða besta ufsatúr í langan tíma. Afli Bergs var aðallega ýsa […]
Hefðbundinn veiðirúntur

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í gær. Bergur landaði í Grindavík en Vestmannaey í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana og innti þá frétta af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hjá þeim hafi verið stuttur. „Við fórum út á sunnudag og áttum að taka karfa í túrnum. Haldið […]
Bergur VE í Þjóðhátíðarstopp

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en hann landaði einnig fullfermi sl. miðvikudag. Rætt var við við Jón Valgeirsson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar og fyrst var spurt hvað hefði verið veitt. „Þetta var þorskur og ýsa í báðum túrum. Í fyrri túrnum tókum við þorskinn á Ingólfshöfða og ýsuna á Papagrunni en […]
Áta í makrílnum kemur í veg fyrir heilfrystingu

„Við lukum við að vinna aflann úr Gullbergi á þriðjudaginn og úr Sighvati Bjarnasyni í gær (miðvikudag). Nú er hlé fram að næstu löndun og liðið mitt fær að sleikja sólina á meðan. Óþægilega mikil áta er í makrílnum og því ekki hægt að heilfrysta hann. Þess vegna hausum við og hausum!“ segir Benóný Þórisson, […]
Strandveiðimenn boða til mótmæla

Stjórn Landssambands strandveiðimanna skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um stöðvun strandveiða. Strandveiðimenn ætla að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti 6. júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til strandveiða eins og Landssamband smábátaeigenda fór fram á. Það þýðir að rúmlega sjö hundruð bátar hafa þurft […]
Strandveiðar stöðvaðar

Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi. Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki […]
Ótvíræður árangur í loftslagsmálum

Sjávarútvegur hefur náð markvissum árangri í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og er langstærsti hluti þess samdráttar vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Á undanförnum árum hefur olíunotkun verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar og nær helmingi minni en hún […]
Hvað fer vel með íslenskum fisk? Íslensk náttúra

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið höndum saman um að markaðssetja íslenskt sjávarfang til erlendra ferðamanna hér á landi í þeim tilgangi að auka neyslu þeirra á sjávarafurðum á meðan á dvöl þeirra stendur. Herferðin kallast, Icelandic Nature – It Goes Great With Fish. Í auglýsingum sem beint er að ferðamönnum er boðið upp á einstaka matarpörun: […]
Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)