Krefjandi fyrsti túr í skipstjórastóli

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Skipstjóri á Vestmannaey í veiðiferðinni var Valtýr Bjarnason en þetta var hans fyrsti túr í skipstjórastólnum. Valtýr er Eyjamaður og hefur verið annar stýrimaður á Vestmannaey undanfarin ár og leyst af sem fyrsti stýrimaður en nú kom að því að hann settist í […]
Sverrir nýr formaður ÍSF

Á dögunum var haldinn aðalfundur Íslenskra saltfiskframleiðenda (ÍSF). Félagið – sem stofnað var árið 2008 – er vettvangur framleiðenda saltaðra fiskafurða, til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og stuðla að rannsóknum og þróun í greininni. Fyrirtækjum í söltun sjávarafurða hefur fækkað mjög á undanförnum árum en engu að síður er enn til staðar öflug framleiðsla […]
Seilst í vasa útgerðar á röngum forsendum

Í nýjum fjárlögum er ákvæði um 50% hækkun kolefnisgjalds, sem á að skila ríkinu 7,6 milljörðum króna. Hefur gjaldið tífaldast á 14 árum að því er kemur fram í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS á visir.is. Segir Heiðrún Lind að sjávarútvegur greiði nú þegar 30 til 35% af öllu kolefnisgjaldi. Með breytingunni hækki umhverfisskattar […]
Ári síðar… – myndbönd

Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar er í dag sýndur skemmtilegur samanburður á hvað búið er gerast á byggingarreitnum hjá fyrirtækinu. Í byggingu er 5.600 fermetra hús sem hýsa mun saltfiskvinnslu og innvigtun uppsjávarafla. Sýnd eru tvö myndbönd í fréttinni. Annars vegar frá því fyrir ári, en þá var fyrsta myndbandið tekið af framkvæmdasvæðinu og hins vegar er […]
Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]
Töfruðu fram saltfiskveislu að hætti Portúgala

Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag. Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti. Slíkt var einnig gert síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel. Það tókst ekki síður vel til núna. Maturinn frábær og góð stemning. Um matargerðina sáu þær Carlota […]
Lítil breyting á veiðigjaldi þrátt fyrir loðnubrest

Íslenskar útgerðir hafa greitt um 7.512 milljónir króna í veiðigjald á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er um 5% lægri fjárhæð en þær höfðu greitt fyrir veiðar á sama tímabili í fyrra, en þá var heildarfjárhæð veiðigjaldsins komin í 7.867 milljónir króna. Enginn loðnukvóti var gefin út á þessu ári sem hefur óhjákvæmilega áhrif á […]
Veiðiferðin fékk óvænt endalok

Á mánudagsmorgun kom Vestmannaey VE með Gullver NS í togi til Neskaupstaðar og sólarhring síðar kom Bergur VE þangað til löndunar. Rætt er við skipstjóra skipanna þriggja á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni, skipstjóra á Gullver að þeir hafi verið að veiðum á Tangaflaki þegar kælivatnsdæla fyrir aðalvélina bilaði. „Við vorum komnir […]
Ungir sjóarar með ábyrgð

Það var ekki hár meðalaldurinn í brúnni á Drangavík VE í síðasta túr. Þeir félagar Hákon Jónsson og Tómas Kjartansson stóðu þar vaktina. Hákon skipstjóri og Tómas 1. stýrimaður. Þeir félagar fóru í viðtal hjá Vinnslustöðvar-vefnum þegar þeir voru nýkomnir í land í gærmorgun. Viðtalið við þá má sjá hér. (meira…)
„Förum út þegar vindur gengur niður”

Ísfisktogarinn Bergur VE kom til Neskaupstaðar sl. nótt með 65 tonna afla. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að veður hafi verið gott í túrnum þar til í blárestina. „Aflinn er mest ýsa og þorskur og hann fékkst allur á Tangaflakinu. Það var komið leiðindaveður í gær og á að vera verra í dag samkvæmt spá. Við […]