Óvenjulangur túr hjá Vestmannaey

Vestmannaey 20240814 122516

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. „Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey […]

Makríll einungis suðaustur af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og […]

Makrílveiðin að glæðast

Sigurdur Ve 20240812 140056 TMS

„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst. Aðspurður um […]

„Með um tvö tonn á tímann”

Vestmannaey 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða á mánudag að aflokinni Þjóðhátíð og var verið að landa úr skipinu í morgun. Aflinn er nánast fullfermi af þorski, ýsu, ufsa og löngu. Skipstjóri í veiðiferðinni var Egill Guðni Guðnason og var hann spurður á vef Síldarvinnslunnar hvernig veiðiferðin hafi gengið. „Það má segja að hún hafi gengið […]

Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

Aflinn tekinn á 36 tímum þrátt fyrir haugasjó

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Eyja í gærkvöldi með fullfermi. Landað var úr skipinu í morgun, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og hann spurður fyrst um aflann. „Þetta var að mestu stór og falleg ýsa, síðan dálítið af þorski og ufsa. Við fórum […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

„Fínasti karfi”

20221025_084958

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum í gærmorgun. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í seinni partinn í gær og forvitnast um túrinn. „Þetta var fullfermi af karfa. Það voru nokkrir ufsar með í aflanum. Við fengum karfann á Reykjanesgrunni og í Skerjadýpinu og það gekk vel að […]

Fyrst karfi, síðan ýsa og þorskur

Vestmannaey Okt 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum sl. sunnudag. Í morgun landaði skipið síðan nær fullfermi af ýsu og þorski. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er tekinn tali á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um hvernig karfatúrinn hefði gengið. „Hann gekk býsna vel. Við fengum karfann að mestu í Skerjadýpinu og það […]

Ánægðir með breytingarnar

Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317

Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.