Stigalaus „rannsóknaritstjóri“ í vonlausri fallbaráttu

Í blaðinu Stundinni, 4. tbl. 2022, er fjallað í ítarlegu máli um kjörræðismann Íslands og fiskinnflytjanda í Belarus/Hvítarússlandi, Aleksander Moshensky, tengsl hans við einræðisherrann Lukasjenko þar í landi – bandamann Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Vinnslustöðin og framkvæmdastjóri hennar, Sigurgeir B. Kristgeirsson, koma við sögu í umfjölluninni þar sem langt er seilst. Hugrenningartengslin sem Helgi Seljan, titlaður […]
Breki farinn í marsrall

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í gær og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið. Ferðir skipanna og togstöðvar má sjá á https://skip.hafro.is/ Verkefnið, sem einnig […]
Hlutdeild sveitarfélaga í gjaldtöku í sjávarútvegi 26-29%

Á Sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. febrúar sl. var kynnt greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem KPMG vann að beiðni samtakanna. Tilefni þess að stjórn samtakanna ákvað á gera greiningu á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins […]
Nú verða fluttar loðnufréttir

Nýlega var settur í loftið vefurinn lodnufrettir.is, þar má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um gang loðnuveiða. Að sögn þeirra sem að verkefninu standa var loðnufréttir sett í loftið til að fylgjast með ævintýralegum aflabrögðum sem eiga sér stað í íslenskri landhelgi þegar loðnan lætur á sér kræla. Eins og flestir hafa heyrt þá stefnir í […]
Óska eftir að 8.000 tonnum verði bætt við í ýsu

Landssamband smábátaeigenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem óskað er eftir að 8.000 tonnum verði bætt við leyfilegan heildarafla í ýsu. Bréf LS: „Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur á síðustu mánuðum fylgst náið með ýsuveiðum, m.t.t. útbreiðslu og ástandi hennar. Í því skyni hefur LS leitað til skipstjóra og sjómanna á öllum […]
Kap með fyrsta loðnufarm ársins til VSV

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land. Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. „Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum […]
Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]
Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í dag.Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð […]
Bergey aftur til veiða

Bergey VE hélt til veiða að loknu kórónuveirustoppi um miðnætti á sunnudag en þá hafði skipið verið frá veiðum í vikutíma. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá því að alls smituðust sex menn úr áhöfn skipsins og þeir síðustu úr þeim hópi munu væntanlega ekki geta hafið störf á ný fyrr en á sunnudag. Bergey sigldi strax austur […]
Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]