VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Vsv Framkv 310824 2

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)

Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017.  Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]

Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]

Vinnslan fer vel af stað hjá VSV

IMG 5893

Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]

Mest þorskur og ýsa

londun_eyjarnar

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudaginn og héldu strax til veiða að löndun lokinni. Siglt var beinustu leið á Breiðdalsgrunn og þar fiskaðist vel. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi var sáttur við veiðiferðina. „Þetta […]

Gullberg á síldveiðar

default

Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla […]

42% minna mældist af makríl

Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður liggi fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024. Meginmarkmið þessa árlega leiðangurs var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurssvæðið var 2,2 milljón ferkílómetrar sem […]

Góður afli á Örvæntingu

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Aflinn var mest þorskur en einnig töluvert af ufsa og dálítið af ýsu. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvernig túrinn hefði gengið fyrir sig. Jón Valgeirsson á Bergi sagði að þeir hefðu hafið veiðar […]

Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]

Fjórðungs aukning á milli ára

DSC_7690

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,5 milljörðum króna í júlí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti á dögunum. Það er nokkuð myndarleg aukning frá júlí í fyrra, eða sem nemur um 26% í krónum talið. Þar sem gengi krónunnar var um 2% veikara nú í júlí en í sama mánuði í fyrra er aukningin aðeins […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.