Minni afli en í febrúar á síðasta ári

Landaður afli í höfnum á Íslandi í febrúar síðastliðnum varð 27% minni en febrúaraflinn ári áður. Hann nam 145 þúsund tonnum samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022. Hagstofan hefur tekið saman tölurnar. Hún segir aflasamdráttinn skýrast af minni loðnuafla, en þorskafli hafi staðið í stað á milli ára og verið tæp 22 þúsund tonn. […]
Stutt stopp á miðunum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE héldu báðir til veiða frá heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. föstudag. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í gær eftir að hafa verið rúman sólarhring að veiðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipstjórarnir láta vel af aflabrögðum en segja að aflinn mætti vera blandaðri en raunin er á. […]
Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5.mars sl.á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn. Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir […]
Aukin áhersla lögð á verndun og sjálfbæra nýtingu hafsvæða í íslenskri lögsögu

Úthafsáttmáli Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu alþjóðlegra hafsvæða markar tímamót og samræmist þeim markmiðum sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér um verndun viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa í landhelgi Íslands. Fulltrúi matvælaráðuneytisins tók þátt í undirbúningi og gerð sáttmálans fyrir hönd Íslands. Sáttmálinn var samþykktur í New York sl. laugardag eftir tíu ára samningaferli. […]
Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark
Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár. Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af […]
184 þúsund tonna aukning
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 459 800 tonn, en það er 184 100 tonna aukning frá síðustu ráðgjöf. Aukning þessi byggir á mælingum úti fyrir Húnaflóa uppúr miðjum febrúar. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að loðnan sem þar mældist muni líklegast hrygna á þeim slóðum. Út frá varúðarsjónarmiðum hvetur stofnunin […]
Hækkun loðnuráðgjafar væntanleg á næstu dögum

Yfirferð rannsóknarskipa í mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar síðastliðnum norðvestan við landið var takmörkuð vegna hafíss á svæðinu. Við kynningu á breyttri veiðráðgjöf í kjölfar þess leiðangurs, boðaði Hafrannsóknastofnunin að farið yrði til mælinga á því svæði seinna með það fyrir augum að kanna betur norðvesturmið með tilliti til þess hvort ómældur stofnhluti hafi […]
Veðrið dásamlegt allan túrinn

Bergur VE kom til Vestmannaeyja á þriðjudagsmorgun með fullfermi. Löndun hófst strax úr skipinu og náði heimasíða Síldarvinnslunnar tali af Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra. „Þetta er mest ýsa og lýsa sem við erum með. Lýsan fékkst í Skeiðarárdýpinu en annar afli á Ingólfshöfða og í Breiðamerkurdýpi. Það er ekki hægt að kvarta undan neinu – […]
Falla frá forkaupsrétti

Fyrir bæjarráði í liðinni viku lá erindi frá Vinnslustöðinni hf., dags. 28. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Brynjólfi VE-3, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra veiðiheimilda. Bæjarráð þakkar […]
Útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða

Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða króna. Það er hátt í tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Loðna hefur þar með skilað næstmestu útflutningsverðmæti á eftir þorski af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Radarinn.is tók saman skemmtilega greiningu á sérstöðu loðnunnar þegar kemur að verðmætasköpun. […]