Garðar Rúnar Garðarsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri í Hafnareyri. Frá þessu er greint inn á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að hann muni leiða starfsemi Hafnareyrar. Garðar var einn af eigendum vélaverkstæðisins Þórs og starfaði hann m.a. sem framkvæmdastjóri þar.
Garðar hóf störf í morgun og er hann boðinn velkominn og óskað velfarnaðar í starfi. Hafnareyri ehf. er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar hf. og annast þjónustu við Vinnslustöðina sem og dóttur- og hlutdeildarfélög.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst