Eitt af stærstu verkefnum Hafró

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Þrjú önnur skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Um borð í þessum fjórum skipum unnu 32 rannsóknamenn og […]
„Sérstök vertíð”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn á miðvikudaginn. Afli beggja skipa var blandaður; ufsi, ýsa, þorskur og koli. Í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að skipstjórar skipanna hafi báðir verið ágætlega sáttir við aflabrögðin. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að það væri aðeins farinn að sjást vertíðarfiskur við Eyjar. „Við […]
Talsvert breytt landslag

Það hefur verið heldur betur líflegt hjá starfsmönnum, Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Seafood Expo North America, sem staðið hefur yfir síðustu daga. Seafood Expo North America er stærsta sýning sinnar tegundar í Norður Ameríku. Þúsundir kaupenda og birgja víðs vegar úr heiminum sækja þessa árlegu þriggja daga sýningu í Boston til að styrkja böndin og […]
Pathway landar í Eyjum

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]
Fóru 2490 sjómílur í rallinu

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]
Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]
Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]
Maginn fullur af burstaormum

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]
„Feginn að fá loksins svona veður”

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum á sunnudag og Bergur landaði fullfermi á laugardag og aftur í dag. Að sögn Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergi hafa þeir verið að undanförnu á Ingólfshöfðanum og þar hefur verið fantaveiði. „Í fyrri túrnum upplifðum við loksins […]
Hlýtur að fara að lagast

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 45 tonnum í Vestmannaeyjum í gær að loknum stuttum túr. Helmingur aflans var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og ufsa í aflanum. Egill Guðni Guðnason skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi verið erfiður túr. „Þetta var einungis tveggja sólarhringa túr en hann var erfiður, veðrið […]