Bergur verður grænn

Bergur Jóhanna Gísladóttir

Í gær birti Tryggvi Sigurðsson myndir af togaranum Bergi VE-44 í slippnum í Reykjavík. Myndirnar birti Tryggvi á síðu sinni “Vélbátar Vestmannaeyinga í yfir 100 ár” á Facebook. Myndirnar sýna togarann Berg í miðri málun þar sem skrokkur hans fær nú græna kápu en báturinn hefur áður borið rauðan lit. Ástæða þess er að sjávarútvegsfyrirtækið […]

Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun. Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á […]

Makrílinn mestur austan við landið

Í lok júlímánaðar lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátttöku sinni í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí s.l. Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er […]

Bergur VE seldur til Grindavíkur

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE […]

Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]

Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“.  Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]

Uppsjávarafli dróst saman í júní

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]

Drangavíkin vélarvana

Dranga­vík VE-80, ísfisk­tog­ari Vinnslu­stöðvar­inn­ar, varð vél­ar­vana á mánu­dag­inn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar. Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sig­ur­geiri Brynj­ari Krist­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra VSV: „Það varð tjón á vél­inni. Þannig að þetta er senni­lega tals­vert mikið tjón. Véin hef­ur skemmst tals­vert, það […]

Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Makrílrannsóknir í norðurhöfum

Árni Friðriksson

Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.