Afladagbók eingöngu rafræn

Í dag 1. september fellur pappírsafladagbók alfarið úr notkun sbr. reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga íslenskra skipa með rafrænni afladagbók eða snjalltækjaforriti. Nú ber öllum fiskiskipum að skila dagbókarskráningu inn áður en löndun hefst eftir hverja veiðiferð. Breytingin var kynnt fyrst 14. janúar sl. og hefur appið verið aðgengilegt og virkt […]
10,45% af úthlutuðu aflamarki til Eyja

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og undanfarin ár. Tekið er fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum […]
72% minna af makríl við Ísland

Hafrannsóknarstofnun hefur birt samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Vísitala lífmassa makríls var metinn 12,3 milljónir tonna sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst […]
Standa Helgi Seljan og RÚV enn við ósannindi sín um Vinnslustöðina?

Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfastir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012. Útvarpsstjóri getur í krafti reynslu sinnar og þekkingar úr fyrra starfi staðfest að þessi fullyrðing mín er […]
Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn […]
Í skrapi á Gula teppinu og í Sláturhúsinu

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í Vestmannaeyjum í gær og Bergey VE landaði þar í dag. Vestmannaey var með fullfermi af ýsu, þorski og karfa en afli Bergeyjar var um 60 tonn af ýmsum tegundum. Heimasíðan ræddi við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergey og spurði út í veiðiferðina. „Þetta var sannkallaður skraptúr hjá okkur en […]
Ólíklegt að makríllinn mæti

Anna Heiða Ólafsdóttir var leiðangursstjóri í uppsjávarleiðangri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þar sem togað var fyrir makríl, gerðar bergmálsmælingar á kolmunna og síld, miðsjávarlífríkið kannað og ástand sjávar mælt. Uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar þetta sumarið lauk í síðustu viku. Auk Íslendinganna á Árna Friðrikssyni tóku fimm önnur skip þátt í leiðangrinum, frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. […]
Aflaverðmæti árið 2019 jókst þrátt fyrir minni afla

Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 1.047.568 tonn sem er um 17% minni afli en landað var árið 2018. Samdráttur í aflamagni skýrist að mestu af minni uppsjávarafla. Aflaverðmæti fyrstu sölu jókst hins vegar um 13,4% á milli ára og nam 145 milljörðum króna árið 2019. Alls veiddust rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem […]
Huginn VE aflahæstur á makrílvertíðinni

Aflahæsta skipið á makrílvertíð þessa árs er Huginn VE-55, sem hefur komið með 4.383 tonn að landi, eða tæplega 10 prósent af öllu lönduðu magni á þessu ári. Venus NS-150 fylgir þar í kjölfarið með 3.725 tonn, Víkingur AK-100 hefur landað 3.412 tonnum og Börkur NK-122 hefur sótt 3.347 tonn af makríl. Þetta kemur fram […]
Minna af makríl við Ísland í sumar

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú á heimleið eftir að hafa lokið þátttöku í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas) sem hófst 1. júlí. Í leiðangri Árna kringum landið hafa verið teknar 65 togstöðvar og sigldar um 5400 sjómílur eða 10 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar […]