Verkefnið “Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi” hlýtur styrk

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í dag um 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum hlaut verkefnið “Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi” 10 […]

Sjávarafurðir lækka áfram

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,9% á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er fjórða skiptið í röð sem verð sjávarafurða lækkar milli samliggjandi fjórðunga. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir ennfremur að verð sjávarafurða náði hámarki á fyrsta fjórðungi síðasta árs, eða rétt […]

Umframafli í strandveiðum

Um 557 bátar hafa fengið leyfi til strandveiða og eftir fyrstu tvær vikur strandveiða er landaður afli strandveiðibáta 1.306.000 kg. sem er 12,04% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Meðfylgjandi mynd sýnir […]

Vorleiðangur hafinn

Lagt var af stað í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar þann 17. maí á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Ársferðisrannsóknir á þessu sviði hafa farið fram maí/júní í um 60 ár. Ásamt því að kanna ástandið á föstum sniðum útfrá landinu eru gerðar […]

Meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar

RS Árni Friðriksson heldur í dag af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunnar. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. […]

Góðs viti að sjá smáan humar í fyrsta afla sumarsins

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum. Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV. Vinnslustöðvarskipin Drangavík VE og Brynjólfur […]

Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí. Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum smábátar.is. […]

Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]

Kap II aflahæsti netabáturinn í apríl

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt í gær um afla netabáta í apríl en þar trjónir Kap II á toppnum. Kap II VE er með 161 tonn í 6 róðrum og var langaflahæstur á þennan lista. Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli […]

Netarall að klárast

Netarall hófst í lok mars og lýkur í vikunni. Gagnasöfnun er lokið á þremur svæðum af sex, í Breiðafirði, Faxaflóa og á grunnslóð og í kanti við Vestmannaeyjar. Frá þessu er greint á vef hafrannsóknarstofnunnar. Það eru 5 bátar sem taka þátt í netarallinu í ár; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.