„Ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur”

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið. „Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var […]
Eydís kveður Vinnslustöðina eftir rúman aldarfjórðung

Særún Eydís Ásgeirsdóttir hóf störf hjá Vinnslustöðinni 1997 sem verkakona í fiskvinnslu. Eydís vann í Vinnslustöðinni nær óslitið til dagsins í dag. Tók sér örstutta pásu þegar hún flutti frá Eyjum. Hún hefur verið umsjónarkona á kaffistofu Vinnslustöðvarinnar í ein 10 ár. Eydís fer yfir starfsferilinn og uppvöxtinn í ítarlegu viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Grípum niður […]
Óbreytt ráðgjöf eftir síðustu loðnumælingar

Uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnurannsóknir í síðustu viku. Markmiðið var að kanna hvort meira af loðnu hefði skilað sér inn á norðvesturmið síðan loðnumælingar fóru fram þar í fyrri hluta febrúarmánuðar. Magn af loðnu sem mældist nú var ívið lægra en fyrri mælingin og því ljóst að […]
Ótrúlega fjölbreyttur afli

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]
Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]
Góð loðnuveiði í dag

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]
Líflegt við höfnina – myndir og myndband

Það var heldur betur líflegt við höfnina í gær, enda verið að undirbúa loðnuvertíð. Menn þurfa að hafa hraðar hendur til að reyna að hitta á loðnuna á réttu þroskastigi. Svo er bara að vona að það komi önnur ganga og það mælist meira svo hægt verði að bæta við kvótann. Óskar Pétur Friðriksson var […]
Lítil loðnuvertíð undirbúin

Strax í gær byrjuðu þær útgerðir sem eiga loðnukvóta að undirbúa skip til brottfarar á loðnumiðin. Hafrannsóknastofnun ráðlagði veiðar á 8589 tonnum, en af þeim tonnum verður 4.683 tonn til skiptana til íslenskra skipa. Útgerðirnar í Eyjum eru í óðaönn að undirbúa veiðarnar. Í færslu á facebook-síðu Ísfélagsins í dag segir að eðlilega hafi kurrað […]
Fá aðeins rúmlega helming loðnukvótans

Í dag var greint frá því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 200 mílur, sjávarútvegsvefur mbl.is greinir frá því að einungis verði 4.683 tonna loðnukvóta ráðstafað til íslenskra skipa af þessum 8589 tonnum sem lögð voru til af Hafró, eða rúm 54%. Vísar miðillinn til tilkynningar á vef Stjórnartíðinda. Þá segir að áður […]
„Hér um borð eru menn bara brattir”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í vikunni í heimahöfn, Vestmannaey á þriðjudag og Bergur í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir hvernig gengið hefði að fiska. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að túrinn hefði verið strembinn. „Þetta byrjaði afar rólega en á endanum fór […]