Sigurður og Heimaey komin til hafnar

Sigurður VE kom með Heimaey VE í togi til hafnar í Vestmannaeyjum um átta leitið í morgun. Eins og áður hefur verið greint frá kom upp bilun í Heimaey VE þar sem skipið var statt á veiðum austur í smugu. Viðgerð er þegar hafin og má búast við að henni ljúki á nokkrum dögum. Að […]

Sigurður með Heimaey vélarvana í togi

Sigurður VE er nú norð-austur af Langanesi með Heimaey VE í togi en Heimaey varð vélarvana við síldveiðar norður af landinu. „Já þetta er bara einhver bilun sem kemur betur í ljós þegar þeir koma í land”, sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu. Ekki stóð annað til en að draga skipið til Eyja og á […]

Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda

Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Þríhliða Síldarsmugusamningur Síldarsmugusamningarnir eru þríhliða og snúast um […]

Engar loðnuveiðar fiskveiðiárið 2019/2020

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2019/2020. Ráðgjöfin verður endurmetin byggt á mælingum á stærð veiðistofnsins í byrjun árs 2020. Samkvæmt bergmálsmælingunni haustið 2019 er hrygningarstofn loðnu metinn 186 000 tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir […]

Fundarröð um sjávarútveg, Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg gestur fundarins í dag var Eyjamaðurinn öflugi Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís. Jónas var lengi sjómaður í Eyjum en hefur starfað hjá Matís til fjölda ára og hefur hann aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á alþjóðlegum sjávarútvegi. Hann þekkir vel til og hafði frá mörgu áhugaverðu […]

Framkvæmdir við FES

Þeir sem hafa ekið austur Strandveg hafa orðið varir við framkvæmdir vestan við mjölgeymslu Ísfélagsins við FES. Þarna eru á ferðinni Steina og Olla menn á vegum Ísfélagsins að reisa vegg til að afmarka ný lóðamörk fyrirtækisins. „Við erum að afmarka lóðina okkar svo bærinn geti lokið við bílastæðin. Veggurinn er reistur þannig að hann […]

Bergey komin til landsins

Guðmundur Alfreðsson sendi okku skemmtielgar myndir frá Bergey VE og afhending á skipinu úti í Noregi við heyrðum í Arnari Richardssyni hjá Berg-Huginn. „Bergey kom til landsins uppúr miðnætti á sunnudag fór beint inn á Akureyri þar sem á að setja upp millidekk eins og hefur verið gert í Vestmannaey sem er í lokafrágang á […]

Ný Bergey afhent í Noregi

Í dag var ný Bergey VE afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, í Aukra í Noregi. Bergey er eitt af sjö skipum sem skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir íslensk fyrirtæki og er hún systurskip Vestmannaeyjar VE sem afhent var Bergi-Hugin í júlímánuði sl. Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að […]

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til minnkun í síld en aukningu í makríl

Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2020 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Þessi ráðgjöf hefur bein áhrif á veiðar Íslendinga sérstaklega í norsk-íslensku síldinni þar sem ráðið leggur til 11% lækkun og gera má ráð fyrir að hlutdeild Íslendinga lækki sem því nemur. Áhrifin af breytingunni í Makríl er erfiðara að […]

Eyjamenn á Sjávarútvegssýningunni – myndir

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo fór fram í Laugardalshöll um helgina. Sýningin var haldin í fyrsta sinn 2016 og hlaut hún einróma lof bæði gesta og sýnenda. Tilgangur sýningarinnar var að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi undanfarinna ára. Meðal sýnenda var t.a.m. Vestmannaeyjahöfn sem og nokkur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.