Nýja Vestmannaey komin út úr húsi

Hin nýja Vestmannaey var tekin út úr húsi í morgun, máluð og fín. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi. Notaður er vagn til að færa skipið út úr húsinu og mun hann flytja það út á pramma. Pramminn verður síðan dreginn út og fjörð og þar verður honum sökkt undan skipinu. […]
Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]
Bolfiskskipin halda uppi vinnu í fyrstihúsunum

Það hefur verið góð veiði á botnfisk bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni. Einnig er verið að veiða Kolmuna í færeyskri lögsögu og hefst svo makrílvertíð í júli. „Það verður einn kolmunnatúr í færeysku lögsöguna um næstu mánaðarmót og svo er bara makrílvertíð sem byrjar í júlí hjá Heimaey og Sigurði,“ sagði Eyþór Harðason útgerðastjóri Ísfélagsins […]
Vilja afnema stimpilgjöld á fiskiskip

Í dag skiluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins inn umsögn um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um afnám stimpilgjalda vegna íbúðarkaupa einstaklinga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fögnuðu frumvarpinu enda er það til þess fallið að auka möguleika einstaklinga á að fjárfesta í eigin húsnæði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvöttu stjórnvöld þó til að bæta um betur í frumvarpinu og setja að auki […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]
Metafli hjá Eyjunum

Veiðar ísfisktogaranna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE hafa gengið afar vel það sem af er árinu. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa skipin aldrei veitt jafn mikið. Afli skipanna nemur 3.200 tonnum af slægðum fiski það sem af er árinu en til samanburðar veiddu þau 2.900 tonn á sama tíma í fyrra sem þá var […]
Gengur þetta?

Ég skrifaði grein í Eyjamiðlana í kringum síðustu áramót sem fjallaði um umburðarlyndi og nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu þrátt fyrir skoðanaágreining. Þetta gerði ég að gefnu tilefni: mér fannst umræðan um ýmis ágreiningsefni hér í Eyjum komin út á hreinar villigötur; heiftin og illmælgin í sumum tilvikum komin út yfir öll […]
Tilraunaveiðar á humri í gildrur

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan fluttur lifandi úr landi og boðinn viðskiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögulegu lágmarki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á […]
Makrílstofninn 77% stærri

Stærð hrygningarstofns makríls hefur verið endurmetin og er hann nú talinn 77% stærri en samkvæmt niðurstöðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins í fyrrahaust. Stofninn er ekki lengur metinn undir varúðarmörkum, segir í frétt á mbl.is Því er líklegt að ráðgjöf ICES um veiðar þessa árs verði endurskoðuð á næstunni, að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun, sem sæti […]
Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]