Það mætti vera meiri kraftur

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE, segir að sér finnist vanta meiri kraft í vertíðina í Vestmannaeyjum og hann telur að fiskgengdin sé ekki jafn mikil við Eyjarnar og verið hefur síðustu ár. „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það […]
Þungt högg fyrir sjávarútveginn

Allri formlegri leit að loðnu fyrir þessa vertíð hefur verið hætt. Þetta var ákveðið á fundi Hafrannsóknastofnunar með útgerðum loðnuskipa í gær. Þetta þýðir að Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að gefinn verði út loðnukvóti fyrir vertíðina. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá stofnuninni, sagði við RÚV í gær að ef það berist einhverjar fréttir af loðnugöngum, […]
Álsey er til sölu

Uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins er til sölu. Þetta staðfesti Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Álsey er uppsjávarskip sem var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1987 og sagði Eyþór að í ljósi þeirrar stöðu sem væri á loðnunni hafi verið ákveðið að selja skipið. „Í ljósi þeirra stöðu […]
Útkoman er eitt stórt núll

Loðnuleit grænlenska uppsjávarveiðiskipsins Polar Amaroq hafði ekki skilað neinum árangri síðdegis í gær. Skipið var þá statt út af Breiðafirði eftir að hafa siglt nær hringinn í kringum landið í leit að loðnu. „Útkoman er eitt stórt núll,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, í umfjöllun um loðnuleitina í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að […]
Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]
Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu við Norðurland

Vöktun á loðnustofninum mun halda áfram í þessari viku en skipið Polar Amaroq fór frá Reykjavík í dag til leitar úti fyrir Vestfjörðum til að kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og er gert ráð fyrir að skipið verði við leit næstu vikuna. Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu á grunnunum fyrir […]
Ljóst að þetta mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var almenn umræða um stöðu loðnuveiða. Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir […]
Hefði mikil áhrif á allt samfélagið

Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að síðasta loðnuleiðangri stofnunarinnar í samstarfi við útgerðir lauk. Niðurstaðan veldur vonbrigðum, en framhald vöktunar verður rætt í samráðshópi Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa í dag. Verði engar loðnuveiðar leyfðar í vetur myndi það hafa mikil áhrif á […]
Kolmunni sem sækja þarf vestur af Írlandi

Eftir hádegi í dag héldu Heimaey og Sigurður út á sjó og liggur leiðin þeir þeirra að Írlandi þar sem planið er að veiða kolmunna. Eyþór Harðarson útgerðastjóri Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að úr því að ekkert hafi fundist af loðnu sem leyfði veiðar að þá er væri það kolmunni sem sækja þarf […]
Bergur-Huginn selur Bergey VE til Grundarfjarðar

Í gær var undirritaður samningur um að útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, selji Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði togskipið Bergey VE 544. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði næstkomandi. Bergey VE er 486 brúttótonn að stærð og smíðuð í Gdynia í Póllandi árið 2007. Útgerð […]