Brynjólfur hinn fengsæli til hafnar í muggunni

Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar. Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. Það hefur aldeilis skilað lukkast vel. Samkvæmt vefnum aflafrettir.is var Steinunn […]
Árið byrjar vel hjá Eyjunum, en vertíð ekki hafin

Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum sl. mánudag og aftur í dag. Aflinn á mánudaginn var 76 tonn eða fullfermi en í dag um 50 tonn. Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum sl. þriðjudag eða 76 tonnum. Heimasíðan hafði samband við skipstjórana og spurði hvernig árið færi af stað. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir […]
Viðburðaríkt ár og viðræðuhæfur ráðherra

„Árið 2018 var bæði viðburðaríkur og áhugaverður kafli í sögu Vinnslustöðvarinnar, sannkölluð tímamót að ýmsu leyti. Jafnframt verður að segjast að óvissa ríkir um þætti sem skipta okkur miklu máli til skemmri eða lengri tíma og afkoma félagsins hefur versnað,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um stöðu og horfur fyrirtækisins og sjávarútvegsins […]
Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]
Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, […]
Ekki loðna fyrir norðaustan land

Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar, greinir mbl.is frá. Heimaey VE lauk sínum leiðangri á sunnudag, en ekki varð vart við loðnu fyrir norðaustan land, en í vikulöngum túr í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa var áhersla lögð á að kanna […]
Besta árið í sögu Bergs-Hugins

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út Vestmannaey VE og Bergey VE. Nú hafa skipin lokið veiðum í ár og eru áhafnirnar komnar í vel þegið jóla- og áramótafrí. Að venju endaði árið með heljarinnar skötuveislu sem fram fór í gærkvöldi og þar var skálað fyrir frábærum árangri á árinu. Árið sem er að líða er […]
11. desember – Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum. Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag. (meira…)
Heimaey VE til vöktunar á loðnu fyrir norðan land

Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Ráðgert er að leiðangurinn standi í um vikutíma, en veðurspá er ekki góð fyrir næstu daga. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa, þessu er […]
Komast ekki til hafnar vegna veðurs

Flutningaskipin Arnarfell og Lagarfoss hafa verið á siglingu til og frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum frá því í nótt og morgun þar sem þau komast ekki til hafnar í Vestmannaeyjum vegna veðurs, þessu greinir mbl.is frá. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni er ekki um hættuástand að ræða. Austanstormur er á Suðurlandi sem gerir það […]