Nýja Vest­manna­ey stóðst próf­an­ir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]

Traust og virðing er ekki sjálfgefin heldur áunnin

Síðasta vetur, þegar ljóst var í hvað stefndi með klofningsframboð, komu margir að máli við mig og minntust síðasta klofnings úr Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Það var árið 1994. Ég var 12 ára gömul og var þá fjarri því að spá nokkuð í stjórnmálum. Mér var sagt að reiðin og heiftin hefði verið mikil og enn […]

Yndisleg tilfinning eftir loðnubömmerinn!

„Fiskurinn er þokkalegur en í honum er nokkur áta. Annars get ég varla lýst því hve notaleg tilfinning það er að hefja makrílvertíðina og sjá allt fara í gang eftir loðnubömmerinn!“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, á fyrsta vinnsludegi makríls og leynir hvergi kæti sinni. Huginn VE-55 kom með fyrsta makrílfarminn til Vestmannaeyja snemma […]

Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]

Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár

Íslend­ing­ar taka sér stærri hlut af mak­rílafl­an­um í Norður-Atlants­hafi en þeir hafa áður gert. Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, sam­kvæmt reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Er það rúm­lega 32 þúsund lest­um meira en fyrri viðmiðun­ar­regl­ur hefðu gefið, segir í frétt hjá mbl.is Íslend­ing­um hef­ur ekki verið hleypt að samn­inga­borði strand­ríkja­hóps mak­ríls þrátt fyr­ir marg­ar […]

Heildarafli í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða þorskstofnsins […]

Vísitala norsk-íslenskar síldar lækkar

Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun segir að í síðustu viku lauk fundi sérfræðinga þar sem teknar voru saman niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maí síðastliðnum. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, […]

Verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan

Umræða um framtíð Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu var til umræðu á síðasta fundi frmakvææmdar og hafnarráðs. Þar fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á […]

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 komin heim eftir lengingu

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku í marsbyrjun á þessu ári til þess a’ láta lengja skipið um 6,6 metra. Verkið gekk vel og komu þeir í heimahöfn um klukkan fjögur í nótt. Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sá um að lengja skipið en sú stöð smíðaði skipið árið 2010. Með lengingunni eykst […]

Betra heima setið

Frumvarp til laga um starfsumhverfi fiskeldis er nú til annarrar umræðu á Alþingi. Fram kom í ræðu framsögumanns atvinnuveganefndar á Alþingi að mikil eindrægni hefði verið í nefndinni um málið og tekist hefði að sætta þar ýmis sjónarmið. Þótt sögð hafi verið samstaða í nefndinni, eru það þó fyrirtækin í landinu sem þurfa að fylgja […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.