Loðnubresturinn hefur áhrif á 280 heimili í Vestmannaeyjum

Í gær var haldinn fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina: Loðnubrestur, áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Fundurinn var haldinn af Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, SASS og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Eins og fram kom á fundinum í gær er bresturinn mikið fjárhagslegt högg fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið sem þar býr, fyrirtækin og sveitarfélagið, sem eiga mikið […]
Veður truflar og oft landað

Veður hefur að undanförnu haft mikil áhrif á veiðar Vestmannaeyjaskipanna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Sannleikurinn er sá að þau hafa þurft að veiða í skjóli af Eyjunum og ekki komist á önnur mið vegna veðurs. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra eru skipstjórar skipanna enn ekki alveg sáttir við fiskiríið að undanförnu og telja að […]
Loðnubrestur – áhrif, afleiðingar og aðgerðir

Í dag þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30- 18:30 fer fram fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja með yfirskriftinni Loðnubrestur – áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Á fundinum verður farið yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess loðnubrests sem er orðin staðreynd. Fjárhagslegt högg er gríðalegt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið, fyrirtæki og sveitarfélagið, sem […]
Loðnubrestur- áhrif, afleiðingar og aðgerðir

Haldinn verður fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30- 18:30. Á fundinum verður farið yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess loðnubrests sem er orðin staðreynd. Fjárhagslegt högg er gríðalegt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið, fyrirtæki og sveitarfélagið, sem á mikið undir loðnuveiðum og vinnslu loðnuafurða. Fundurinn er öllum […]
Þórunn Sveinsdóttir VE komin í sundur í Skagen

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku nú í marsbyrjun en lengja á skipið um 6,6 metra. Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni er í Skagen og sagði í samtali við Eyjafréttir að allt gengi vel og verkið væri á áætlun. Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sér um að lengja skipið en sú stöð […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]
Það mætti vera meiri kraftur

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE, segir að sér finnist vanta meiri kraft í vertíðina í Vestmannaeyjum og hann telur að fiskgengdin sé ekki jafn mikil við Eyjarnar og verið hefur síðustu ár. „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það […]
Þungt högg fyrir sjávarútveginn

Allri formlegri leit að loðnu fyrir þessa vertíð hefur verið hætt. Þetta var ákveðið á fundi Hafrannsóknastofnunar með útgerðum loðnuskipa í gær. Þetta þýðir að Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að gefinn verði út loðnukvóti fyrir vertíðina. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá stofnuninni, sagði við RÚV í gær að ef það berist einhverjar fréttir af loðnugöngum, […]
Álsey er til sölu

Uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins er til sölu. Þetta staðfesti Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Álsey er uppsjávarskip sem var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1987 og sagði Eyþór að í ljósi þeirrar stöðu sem væri á loðnunni hafi verið ákveðið að selja skipið. „Í ljósi þeirra stöðu […]
Útkoman er eitt stórt núll

Loðnuleit grænlenska uppsjávarveiðiskipsins Polar Amaroq hafði ekki skilað neinum árangri síðdegis í gær. Skipið var þá statt út af Breiðafirði eftir að hafa siglt nær hringinn í kringum landið í leit að loðnu. „Útkoman er eitt stórt núll,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, í umfjöllun um loðnuleitina í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að […]