Eyjarnar gera það gott

Eftir sjómannadag héldu skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, til veiða á Vestfjarðamiðum. Lögð var áhersla á að veiða þorsk og gekk það afar vel, en bæði skipin fylltu sig á skömmum tíma. Vestmannaey landaði síðan á Dalvík og Bergey á Grundarfirði. Að löndun lokinni héldu skipin strax til veiða á ný. Nú voru […]

Góður gangur í frystihúsi Ísfélagsins

Ísfélagið keypti nýlega vatnsskurðarvél frá Marel. Áformað er að vinna meira hráefni og bæta nýtingu með sama mannskap í frystihúsinu. Einnig hefur verið mikil uppbygging í uppsjávarvinnslu frystihússins á síðustu árum. Þegar horft er til framtíðar er krafan um að ganga vel um umhverfið hvað háværust, Eyjafréttir tóku spjall við Björn Brimar framleiðslustjóri Ísfélagsins á dögunum.  Aðspurður sagði Björn Brimar, […]

Sjómannahelgin í máli og myndum

Sjómannahelgin var öll hin glæsilegasta um liðna helgi. Dagskráin hófst á fimmtudaginn síðasta og kláraðist á sunnudaginn. Margt var um manninn og var veðrið gott alla helgina. Óskar Pétur Friðriksson var á myndavélinni alla helgina og myndaði fyrir Eyjafréttir. Á fimmtudeginum fór sjómannabjórinn á The Brothers Brewery í sölu en bjórinn í ár var til […]

Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslu í Portúgal

Vinnslustöðin hf. hefur keypt saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal. Frá kaupunum var gengið fyrir helgina og Vinnslustöðin hefur þegar tekið við rekstri portúgalska félagsins. Grupeixe er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt í á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljarða króna ári og […]

Nú er lögð áhersla á blandaðan afla

Veiðin hjá Vestmannaey VE og Bergey VE hefur verið góð það sem af er mánuði. Skipin hafa fengið yfir 700 tonn en þau hafa lagt áherslu á að fiska annað en þorsk. Þau hafa veitt löngu, lýsu, steinbít og kola, en nú hafa þau hafið ýsuveiðar. Slegið var á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á […]

Hlutu verðlaun fyrir öryggishjálm fyrir sjómenn

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð. Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er […]

Núna bíðum við eftir makrílnum

Alls er búið að landa 185 þúsund tonn­um af kol­munna frá ára­mót­um, sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu, en heim­ild­ir árs­ins eru alls um 267 þúsund tonn. Ísfélagið og Vinnslustöðin eru búin að veiða sinn kolmuna og bíða nú eftir makrílnum. Eyþór Harðason hjá Ísfélaginu sagði að Sigurður væri á heimleið. „Sigurður kemur í kvöld með […]

Samningur um þorskveiðar í rússneska hluta Barentshafsins

Dagana 7.-8. maí sl. var haldinn fundur í Moskvu í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svokallaðan „Smugusamning“ sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins. Samningar tókust milli þjóðanna. Samningurinn felur í sér að íslensk fiskiskip gefa veitt 6.592 tonn af þorski í rússneska hluta Barentshafsins 2019 […]

Ísfélagið kaupir vinnslubúnað af Marel

Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir samning við Marel um kaup á FlexiCut vatnskurðarvél og öðrum búnaði sem settur verður upp í fiskvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Skrifað var undir samninginn á sjávarútvegsýningunni í Brussel í dag. FlexiCut vatnskurðarvélinni fylgir FleXitrim forsnyrtilína og FlexiSort afurðardreifing. Vinnslubúnaðurinn býr yfir mikilli sjálfvirkni og eykur afkastagetu í vinnslu og gæði […]

Vonandi mun Alþingi afgreiða þetta brýna mál með hraði

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður tók fyrir samgöngumál Eyjamanna fyrir í ræðu sinni á alþingi í gær. Hann talaði um í ræðunni að samgönguvandinn væri þrjú aðskilin mál. Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hér að neðan. Herra forseti. Frá því síðastliðinn fimmtudag hefur Herjólfur siglt í Landeyjahöfn. Það skiptir Vestmannaeyinga miklu máli, bæði fyrirtæki, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.