Álagið kemur í skorpum
20. janúar, 2020
Sigmar Valur Hjartarson, framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Vestmannaeyjum mynd: Fiskifréttir

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt þar síðan 1995, fyrst undir merkjum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

„Það sem ég geri fyrst og fremst er að sinna mælingum og þjónustu fyrir fiskvinnslurnar og fiskiðnaðinn hérna í Eyjum, eða matvælaiðnaðinn hérna skulum við segja,“ segir Sigmar Valur Hjartarson, framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Vestmannaeyjum ehf.

Sigmar er fiskilíffræðingur, menntaður frá Noregi, og hefur síðan 1995 séð um rannsóknarþjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur matvælafyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Hann tekur sýni og mælir bæði efnainnihald og örveruinnihald í afurðum fyrirtækjanna, fiski og fleiru. Stærstu viðskiptavinirnir eru þó fiskimjölsverksmiðjurnar.

„Þar er ég að mæla bæði fiskimjöl og lýsi. Svo er ég að mæla líka vatn og sjó. Í þessu öllu saman er ég að mæla bæði örverur og efnainnihald eftir því sem viðskiptavinirnir hafa þörf fyrir.”

Gerlar og þvíumlíkt

Í örverumælingum skoðar Sigmar meðal annars heildargerlamagn, kólígerla, salmonellu, listeríu og fleiri gerla. Þar er verið að kanna hvort afurðirnar standist viðmið reglugerða og kröfur kaupenda. Hvað efnamælingar snertir er svo verið að skoða m.a. prótín, fitu, salt og fleira ásamt örveruinnihaldi.

„Stundum er verið að mæla út af merkingum á matvælum eða út af samningum, eins og hvort nægilega hátt prótein sé í mjöl út frá því sem búið var að semja um.“

Þegar vatn og sjór er til skoðunar þá er verið að kanna hvort hreinleikinn standist kröfur í reglugerð um neysluvatn sem notað er við matvælaframleiðslu.

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf. var stofnað sem sjálfstætt fyrirtæki árið 2004 en þjónustan hafði áður verið starfrækt þar síðan 1995 í samstarfi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins (RF).

„Frá 2004 hef ég verið einn í þessu, en við vorum þrjú þegar flest var meðan þetta heyrði undir RF.“

Munar um loðnuna

Hann segir engan hörgul hafa verið á verkefnum en álagið komi í skorpum og loðnubresturinn í fyrra hafi vissulega haft sín áhrif.

„Það munar talsvert um þann stóra pakka, bæði í frystihúsunum og mjölverksmiðjunum, og það hefur áhrif hjá mér líka. Mælingarnar verða færri.“

Hann segir stemninguna í Eyjum óneitanlega hafa markast nokkuð af loðnuleysinu.

„Það er óvissa núna framundan með loðnuveiðar og annað. Ef hún bregst aftur þá hefur það enn þyngri áhrif á öll fyrirtæki. Þau gátu þraukað í fyrra en það verður erfiðara núna. Þetta er stór biti fyrir allflest fyrirtækin,“ segir Sigmar

„Við erum líka orðin svolítið þreytt á veðrinu í vetur, það hefur svo mikil áhrif bæði á sjósókn og samgöngur og allt lífið.“

Rannsóknarþjónustan er til húsa í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, sem nýlega flutti í hús Fiskiðjunnar þar sem aðstaðan er með besta móti, að sögn Sigmars.

„Það er mjög gott að hafa hérna stuðning af öðrum og félagsskapinn,“ en í Þekkingarsetrinu hafa stofnanir og fyrirtæki á borð við Náttúrustofu Suðurlands, Hafrannsóknastofnun, Matís og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands einnig aðstöðu.

„Eftir að við fluttum hingað í Fiskiðjuna endurnýjuðum við talsvert af tækjum og búnaði og erum í dag ágætlega búin fyrir það sem við erum að gera.“

tekið af vef fiskifrétta

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst