Skipið er glæsilegt á floti og allir afar ánægðir

Hin nýja Vestmannaey sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi var sjósett í gær. Sjósetningin átti sér stað með nokkuð óvenjulegum hætti og lýsir Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins henni svo: „Skipið var dregið út úr húsi í gær og því síðan komið fyrir á pramma. Pramminn var síðan dregin út á […]

Nýja Vestmannaey komin út úr húsi

Hin nýja Vestmannaey var tekin út úr húsi í morgun, máluð og fín. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi. Notaður er vagn til að færa skipið út úr húsinu og mun hann flytja það út á pramma. Pramminn verður síðan dreginn út og fjörð og þar verður honum sökkt undan skipinu. […]

Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]

Bolfiskskipin halda uppi vinnu í fyrstihúsunum

Það hefur verið góð veiði á botnfisk bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni. Einnig er verið að veiða Kolmuna í færeyskri lögsögu og hefst svo makrílvertíð í júli. „Það verður einn kolmunnatúr í færeysku lögsöguna um næstu mánaðarmót og svo er bara makrílvertíð sem byrjar í júlí hjá Heimaey og Sigurði,“ sagði Eyþór Harðason útgerðastjóri Ísfélagsins […]

Vilja afnema stimpilgjöld á fiskiskip

Í dag skiluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins inn umsögn um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um afnám stimpilgjalda vegna íbúðarkaupa einstaklinga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fögnuðu frumvarpinu enda er það til þess fallið að auka möguleika einstaklinga á að fjárfesta í eigin húsnæði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvöttu stjórnvöld þó til að bæta um betur í frumvarpinu og setja að auki […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Metafli hjá Eyjunum

Veiðar ísfisktogaranna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE hafa gengið afar vel það sem af er árinu. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa skipin aldrei veitt jafn mikið. Afli skipanna nemur 3.200 tonnum af slægðum fiski það sem af er árinu en til samanburðar veiddu þau 2.900 tonn á sama tíma í fyrra sem þá var […]

Gengur þetta?

Ég skrifaði grein í Eyjamiðlana í kringum síðustu áramót sem fjallaði um umburðarlyndi og nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu þrátt fyrir skoðanaágreining. Þetta gerði ég að gefnu tilefni: mér fannst umræðan um ýmis ágreiningsefni hér í Eyjum komin út á hreinar villigötur; heiftin og illmælgin í sumum tilvikum komin út yfir öll […]

Til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á […]

Mak­ríl­stofn­inn 77% stærri

Stærð hrygn­ing­ar­stofns mak­ríls hef­ur verið end­ur­met­in og er hann nú tal­inn 77% stærri en sam­kvæmt niður­stöðum Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins í fyrra­haust. Stofn­inn er ekki leng­ur met­inn und­ir varúðarmörk­um, segir í frétt á mbl.is Því er lík­legt að ráðgjöf ICES um veiðar þessa árs verði end­ur­skoðuð á næst­unni, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, fiski­fræðings á Haf­rann­sókna­stofn­un, sem sæti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.