Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær

Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi þar sem skipið var lengt um 7,2 metra. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskipog var smíðað árið 2001 í Chile. Með því stækkar lestarrými um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum […]
Fór gegn stjórnendum með dylgjum og mannorðsmeiðingum

Hæstaréttardómur í máli Samherja gegn Seðlabankanum er tilefni til að varpa ljósi á rannsókn Seðlabankans sem beindist gegn Vinnslustöðinni. Framkvæmdastjórinn og stjórnarmenn höfðu stöðu kærðra í þrjú ár án þess að vita af því sjálfir! Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að mál Samherja og VSV séu samstofna að vissu leyti. Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr […]
Gestkvæmt í bás VSV á Kínasýningu

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni. Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo […]
Það getur borgað sig að hafa flugvél við hendina

Bergur- Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE. Viðhaldsstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Alfreðsson en hann er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Guðmundur á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. Guðmundur segir að flugvélin komi oft […]
VM skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar […]
Aldrei veiðst minni makríll innan lögsögu

Makríllin virðist vera að færa sig í auknu mæli út úr íslenskri lögsögu. í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust við Íslandsstrendur veiddist meira en helmingur aflans utan lögsögu á nýliðinni vertíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigeinda. Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða […]
Gert ráð fyrir 53% aukningu í síldarafla

Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Breytt aflaregla leiðir m.a. til þessarar aukningar, en eftir sem áður heldur hrygningarstofn síldarinnar áfram að minnka og nýliðun hefur verið slök um langt árabil. Árgangurinn frá 2016 er þó metinn yfir meðalstærð. Í september lagði ICES […]
Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey. Guðmundur segir […]
Jötunn dregur sig út úr samningaviðræðum

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa dregið sig út úr samningaviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Viðræðurnar höfðu verið í gangi um nokkurt skeið. Þessu greindi mbl.is frá. Þessi fimm af stærstu sjómannafélög landsins voru í viðræðum um sameiningu í eitt stórt stéttarfélag sjómanna. Fram kemur á Facebook-síðu Sjómannafélags Eyjafjarðar að […]
Hrafn Sævaldsson nýr formaður Farsæls

Aðalfundur Farsæls félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum fór fram á dögunum. Þar kusu félagar sér nýjan formann, Hrafn Sævaldsson. Hann tekur við af Jóel Andersen, formanni til tuttugu ára. Í upphafi fundar minntust menn kærs félaga Bergvins Oddssonar, sem lést þann 22. september sl. Beddi á Glófaxa, eins og hann var ætíð kallaður, var félagi í […]