Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]
Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu við Norðurland

Vöktun á loðnustofninum mun halda áfram í þessari viku en skipið Polar Amaroq fór frá Reykjavík í dag til leitar úti fyrir Vestfjörðum til að kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og er gert ráð fyrir að skipið verði við leit næstu vikuna. Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu á grunnunum fyrir […]
Ljóst að þetta mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var almenn umræða um stöðu loðnuveiða. Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir […]
Hefði mikil áhrif á allt samfélagið

Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að síðasta loðnuleiðangri stofnunarinnar í samstarfi við útgerðir lauk. Niðurstaðan veldur vonbrigðum, en framhald vöktunar verður rætt í samráðshópi Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa í dag. Verði engar loðnuveiðar leyfðar í vetur myndi það hafa mikil áhrif á […]
Kolmunni sem sækja þarf vestur af Írlandi

Eftir hádegi í dag héldu Heimaey og Sigurður út á sjó og liggur leiðin þeir þeirra að Írlandi þar sem planið er að veiða kolmunna. Eyþór Harðarson útgerðastjóri Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að úr því að ekkert hafi fundist af loðnu sem leyfði veiðar að þá er væri það kolmunni sem sækja þarf […]
Bergur-Huginn selur Bergey VE til Grundarfjarðar

Í gær var undirritaður samningur um að útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, selji Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði togskipið Bergey VE 544. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði næstkomandi. Bergey VE er 486 brúttótonn að stærð og smíðuð í Gdynia í Póllandi árið 2007. Útgerð […]
Lítil bjartsýni við loðnuleit

Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, segir of snemmt að slá nokkru föstu en er ekki ýkja bjartsýnn á að dragi til tíðinda við leitina. […]
Þrjú skip leita loðnu

Ákveðið hefur verið að veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði og grænlenska skipið Polar Amaroq haldi í dag til loðnuleitar ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Síðastnefnda skipið fór til leitar á mánudag og hefur verið fyrir norðaustan land. Leiðangur skipanna þriggja hefst fyrir suðaustan land í grennd við Hornafjörð og verður siglt á móti göngu loðnunnar norður […]
Sindri VE orðinn Campelo 2 í Jakobslandi

Vinnslustöðin hefur selt og afhent nýjum eigendum togarann Sindra VE-60, útgerðarfyrirtæki í bænum Marin í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu eða Jakobslandi í norðvesturhluta Spánar. Í Galisíu endar einmitt helgigönguleiðin Jakobsvegur sem margir íslenskir göngugarpar þekkja og hafa þrammað. Sindri VE valdi hins vegar sjóleiðina til nýrra heimkynna á slóðum heilags Jakobs og nefnist nú Campelo 2. Sindri […]
Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Í skipasmíðastöð Vard í sveitarfélaginu Aukra í Noregi er unnið að smíði á nýrri Vestmannaey og Bergey fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, en Bergur-Huginn er dótturfélag Síldarvinnslunnar. Þeir Gunnþór Ingvarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins voru í Noregi í síðustu viku þar sem fundað var um smíði skipanna. Guðmundur segir að smíðin sé […]