VM skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar […]

Aldrei veiðst minni makríll innan lögsögu

32d3705403fb14befe547aa6f0e2eb9a

Makríllin virðist vera að færa sig í auknu mæli út úr íslenskri lögsögu. í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust við Íslandsstrendur veiddist meira en helmingur aflans utan lögsögu á nýliðinni vertíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigeinda. Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða […]

Gert ráð fyrir 53% aukningu í síldarafla

Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 53% aukn­ingu afla úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES. Breytt afla­regla leiðir m.a. til þess­ar­ar aukn­ing­ar, en eft­ir sem áður held­ur hrygn­ing­ar­stofn síld­ar­inn­ar áfram að minnka og nýliðun hef­ur verið slök um langt ára­bil. Árgang­ur­inn frá 2016 er þó met­inn yfir meðal­stærð. Í sept­em­ber lagði ICES […]

Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey. Guðmundur segir […]

Jötunn dregur sig út úr samningaviðræðum

Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn hafa dregið sig út úr samn­ingaviðræðum við Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar. Viðræðurn­ar höfðu verið í gangi um nokk­urt skeið. Þessu greindi mbl.is frá. Þessi fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög lands­ins voru í viðræðum um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Fram kem­ur á Face­book-síðu Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar að […]

Hrafn Sævaldsson nýr formaður Farsæls

Aðalfundur Farsæls félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum fór fram á dögunum. Þar kusu félagar sér nýjan formann, Hrafn Sævaldsson. Hann tekur við af Jóel Andersen, formanni til tuttugu ára. Í upphafi fundar minntust menn kærs félaga Bergvins Oddssonar, sem lést þann 22. september sl. Beddi á Glófaxa, eins og hann var ætíð kallaður, var félagi í […]

Hádegisfundur með Kristjáni Þór um veiðigjald og sjávarútveginn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Kristján Þór var með fundi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi í síðustu viku og þar var hörkugóð mæting, alvöru umræður og mikil stemning. Á morgun miðvikudag er komið að fundi í […]

Missti vigtunarleyfi í heilt ár vegna mistaka

Fata með þremur þorskum og tveimur grásleppum sem ekki voru vigtuð vegna mistaka varð til þess að Ísfélag Vestmannaeyja missti leyfi til að vigta eigin afla í heilt ár. Framkvæmdastjórinn hvetur til þess að viðurlögin verði endurskoðuð og stjórnvaldssektum beit í stað leyfissviptinga, segir í frétt RÚV í dag. Fiskistofa svipti fyrr á árinu þrjú stór […]

Með sam­ein­ingu verður til sterkt afl

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands í vik­unni var haldið í skugga viðræðna fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög­um lands­ins um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Verði af slíkri sam­ein­ingu er úr­sögn þriggja fé­laga úr Sjó­manna­sam­band­inu ráðgerð, en í lög­um SSÍ seg­ir að sam­bandið sé heild­ar­sam­tök sjó­manna í land­inu. Þeir sem standa fyr­ir viðræðunum telja að með sam­ein­ingu verði […]

1,2 milljarðar í veiðigjöld í Vestmannaeyjum

Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.