Rólegt yfir makrílveiðum

Rólegt er yfir makrílveiðum þessa dagannna og sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni að það væri lítil veiði þessa daganna, „Kap og ísleifur lönduðu núna fyrir og um helgina bæði um 500 tonnum en svo hefur lítil veiði verið síðustu daga.“ Breki er á Vestfjarðamiðum að fá blandaðan afla en byrjaði túrinn fyrir SV land í karfa. […]

Nokkuð löng sigl­ing á miðin

Sum­ar­vertíðin hófst um mánaðamót­in hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn og er búið að taka þar á móti um 1.500 tonn­um af mak­ríl, segri í frétt á mbl.is Að sögn skip­stjóra Heima­eyj­ar var nokkuð löng sigl­ing á miðin suðaust­ur af land­inu, eða um 12 tím­ar. Unnið er nú all­an sól­ar­hring­inn í vinnsl­unni og vertíðarbrag­ur kom­inn á […]

Vinnslustöðin breytir um nafn á sölufélaginu

Nafni sölufélags Vinnslustöðvarinnar hf. verið breytt úr About Fish ehf  í VSV Seafood Iceland ehf, en þessu greindi Vinnslustöðin frá á Þriðjudaginn. Nöfnum erlendra sölufélaga verður samhliða breytt úr About Fish í VSV. Við breytinguna styrkist heitið VSV  í markaðsstarfi félagsins og tengist betur framleiðsluhluta þess, segir í tilkynningu frá Vinnslustöðinni. (meira…)

Egyptar og Tyrkir fá fyrsta makríl vertíðar sem lofar góðu hjá VSV

„Við höfum tekið við um 4.000 tonnum frá upphafi vertíðar 13. júlí, fínum makríl með lítilli átu. Meiningin er að hreinsa upp vinnslunni í dag og á morgun fyrir Þjóðhátíð. Skipin fara til veiða síðdegis á mánudag og við hefjum vinnslu á ný að morgni miðvikudags 8. ágúst.“ Sindri Viðarssonar, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar, er afar […]

Makrílvertíðin fer vel af stað

Makrílvertíðin er nú komin í fullan gang og hefur gengið vel bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni framan af. Páll Hjarðar hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að búið væri að landa nú um 3800 tonnum og að þeir væru ánægðir með aflann sem væri að koma.Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði að Makríllinn væri góđur […]

Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]

Pysjudauði í Vestmannaeyjum

Varp lund­ans er betra í Ak­ur­ey en á horfðist en horf­ur í Vest­manna­eyj­um eru ekki góðar. Í fyrra fund­ust um 4.800 pysj­ur í Vest­manna­eyja­bæ en nú virðist komið bak­slag og pysju­dauði mik­ill, greinir Morgunblaðið frá í dag. Full­orðnir lund­ar í kring­um Vest­manna­eyj­ar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyr­ir unga sína og […]

Breytingar á stjórn og minni hagnaður

Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja var haldinn á skrifstofu félagsins í dag mánudaginn 23. júlí. Þar kom meðal annars fram að rekstrartekjur félagsins hafa dregist saman milli ára. Árið 2017 voru þær 104 m.USD, samanborið við 109 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4 m.USD en 21 m.USD árið 2016. Afli skipa Ísfélagsins var 105 þúsund […]

Ottó N. Þorláksson í nýrri heimahöfn

Toi Vido

Ottó N Þorláksson VE 5 nýtt skip Ísfélagsins sigldi í fyrsta sinn í heimahöfn í gær. Hann kom beint af veiðun og fór því strax í löndun. En að því loknu var hann til sýnis almenningi. Óskar Pétur kíkti við og smellti af nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan. Ottó er bolfiskskip sem var […]

„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu. „Makríllinn er mjög […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.