Hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í Eyjum

GRV_0099_TMS

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann lauk nýverið sínu fjórða ári í GRV. Aðalmarkmið verkefnisins er að efla skólastarf, bæta líðan og árangur nemenda í skólanum. Verið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og veita þeim áskoranir miðað við færni þannig að þeir vaxi og dafni í sínu námi. Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri […]

Sýning á lokaverkefnum í dag

Lokaverkefni Grv La

Ágætu bæjarbúar. Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur á sýningu lokaverkefna 10. bekkinga. Þetta segir í frétt á vefsíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum – grv.is. Þar segir ennfremur að nemendur hafi unnið hörðum höndum að áhugasviðstengdum verkefnum sl. vikur. Sýningin verður á sérstökum sýningarbásum í sal Barnaskólans mánudaginn 2. júní klukkan 17:30-18:30. Verkefnin eru mjög […]

Hvatningarverðlaun afhent og styrkjum úthlutað

Styrkhafar Verdlaunahafar Vestm Is 2

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Vestmannaeyja voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Einarsstofu. Við sama tækifæri voru samningar undirritaðir við þá sem hlutu styrki úr Þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2025. Aníta Jóhannsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin og undirritaði samningana fyrir hönd fræðsluráðs, að því er segir í frétt á vef bæjaryfirvalda. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs […]

​Neistinn vekur athygli erlendis – Drengir inn úr kuldanum

Barn Lestur IMG 2602

​Mikil umræða hefur verið um menntamál og fyrir skömmu heimsótti Guðmundur Ingi Kristinsson, menntamálaráðherra Vestmannaeyjar og kynnti sér verkefnið Kveikjum neistann sem hleypt var af stokkunum í Grunnskólanum árið 2021. Ræddi hann við fólk sem kemur að verkefninu. Síðdegisútvarpið á Bylgjunni ræddi í gær við Svövu Þórhildi Hjaltalín læsisfræðing, grunnskólakennara og verkefnastjóra Kveikjum neistann við […]

Einhugur færir Kirkjugerði góðar gjafir

Einhugur, félag einhverfra í Vestmanneyjum kom færandi hendi á Kirkjugerði á miðvikudaginn. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að þær systur Kristín og Unnur Dóra hafi komið fyrir hönd félagsins og fært leikskólanum gjafir sem nýtast munu vel í skólastarfinu, sérstaklega fyrir nemendur sem eru taugsegin og glíma við skynúrvinnsluvanda. Að endingu er félaginu færðar […]

Vasaljósadagur á Kirkjugerði

Vasaljosadagur Vestm Is

Um daginn nýttu nemendur og kennarar í Kirkjugerði rigninguna og dimman morgun til þess að leika sér með ljós og skugga. Nemendur komu með vasaljós að heiman og settar voru upp ljósa/skugga stöðvar um allan skóla. Til þess var nýttur ýmis efniviður eins og myndvarpar, bæði gamla gerðin sem og nýja gerðin, lituð ljós, glær […]

Ný deild opni við Kirkjugerði í mars

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Staða leikskólamála og upplýsingar um nýju deildina við leikskólann Kirkjugerði var til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í síðustu viku. Fram kemur í fundargerð að stefnt sé að því að ný deild opni við Kirkjugerði í mars á þessu ári. Leikskólastjóri hefur þegar sent út vistundarboð til foreldra. Með opnun nýrrar deildar á Kirkjugerði hefur […]

Óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

Skolal Hamarssk 0921

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]

Hægt sé að gera góðan skóla enn betri

„Kæru útskriftarnemar, innilega til hamingju með daginn og þann árangur sem þið fagnið hér í dag. Þetta er ykkar dagur – tímamót í lífi hvers og eins. Þið hafið lagt hart að ykkur í námi, staðið ykkur vel og skilið eftir spor sem skólinn okkar er stoltur af. Á þessum tímamótum er við hæfi að […]

Að stunda nám við FÍV eru forréttindi

„Þá er komið að því að loka stórum kafla í lífi okkar og útskrifast úr framhaldsskóla. Ný og spennandi tækifæri fara að taka við og fleiri vegir opnast. Að hafa fengið að stunda nám við FÍV eru forréttindi. Við höfum fengið tækifæri á því að þroskast, gera mistök og læra frá þeim. Við höfum lært […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.