Nýja hraunið og möguleikar til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá neinum í Vestmannaeyjum sú myndarlega uppbygging sem hefur verið á undanförnum árum í okkar góða samfélagi. Uppbygging er alltaf af hinu góða og á aldrei að draga úr því sem gott er fyrir. Staðan hjá okkur sem sveitarfélagi er sú að vöntun er á fjölbreyttum lóðum en mjög hefur gengið á […]

Liðið og bæjarstjórinn

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins inniheldur 18 ólíkar persónur sem við teljum að sé mikilvægt fyrir samfélagið og liðsheildina. Þessi hópur mun skipta lykilmáli þegar kemur að því að manna nefndir og ráð sem þarf til að stýra Vestmannaeyjabæ en til þess þarf um  20 einstaklinga og fer aðal vinnan við stjórn Vestmannaeyjabæjar fram á þeim vettvangi. Mörg […]

Afhverju að breyta því sem gengur vel?

Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur margt gott verið framkvæmt hvað varðar skóla- og fræðslumál, þjónustu við eldri borgara í málefnum fjölskyldunnar. Lögð hefur verið áhersla á snemmtæka íhlutun í leik- og grunnskólum sem er mjög jákvæð þróun. Lagt hefur verið kapp á úrbætur á leik- og grunnskólalóðum sem hefur lukkast mjög vel. Það […]

Mikilvægt að vinna markvisst að fjölgun starfa í Vestmannaeyjum og styðja þar með við störf án staðsetningar.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Stefna ríkisins í byggðamálum skv. byggðaáætlun er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða og að efla samkeppnishæfni þeirra […]

Það þarf fólk eins og þig.

Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig. Þetta söng Rúni Júl. á árum áður og átti sviðið. Í Eldheimum í fyrrakvöld mætti ung kona á sviðið og er skemmst frá því að segja að hún hreinlega hirti sviðið. Hér var á ferðinni tilvonandi bæjarfulltrúi E-listans Helga Jóhanna Harðardóttir. Í umræðum um […]

Vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum

Þetta eru örfá lokaorð sem ég flutti á almennum framboðsfundi í Eldheimum á miðvikudagskvöld; með þeim fyrirvara auðvitað að í ræðu kann eitthvað að hafa bæst við eða fallið út úr skrifuðum texta sem hafður er til hliðsjónar: Fundarstjóri – góðir Eyjamenn! Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við H-listann – Fyrir Heimaey […]

Framtíðarsýn í öldrunarmálum

Öldrunarmál varða ekki eingöngu eldri borgara sjálfa heldur okkur öll. Það skiptir alla máli hvernig samfélagi við viljum búa í á efri árum og við hvaða lífsgæði. Góð þjónusta við eldri borgara og góð lífsgæði þeirra eru því allra hagur. Við þurfum að móta okkur sýn og stefnu í öldrunarmálum til framtíðar í takt við […]

Hlúum vel að eldri borgurum

Við hjá Sjálfstæðisflokknum viljum að þjónusta við eldri borgara sé framúrskarandi. Þetta er sá hópur íbúa sem á á undan hefur gengið, mótað samfélagið okkar og með kröftum sínum og tíma byggt þann góða grunn sem Vestmannaeyjar standa á í dag. Því teljum við það ekki bara metnað okkar heldur einfaldlega skyldu að hlúa einstaklega […]

Opinn framboðsfundur í Eldheimum í Beinni

Í kvöld fer fram opinn framboðsfundur í Eldheimum. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fundurinn hefst klukkan 20:15 en einnig verður fundinum streymt, hlekkur verður settur hér inn seinna í dag. Fulltrúar framboðanna þriggja sem mæta til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta eru: Eyjalistinn – Njáll Ragnarsson og Helga […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.