Við viljum fá þig svo að þú verðir þú, við viljum ekki fá þig til að þú verðir eins og við

“Við viljum fá þig svo að þú verðir þú, við viljum ekki fá þig til að þú verðir eins og við” Þessi setning breytti því hvernig ég leit á pólitík og varð til þess að ég ákvað að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðisflokksins. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun að fara í prófkjör, það er […]
Vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum

Þetta eru örfá lokaorð sem ég flutti á almennum framboðsfundi í Eldheimum á miðvikudagskvöld; með þeim fyrirvara auðvitað að í ræðu kann eitthvað að hafa bæst við eða fallið út úr skrifuðum texta sem hafður er til hliðsjónar: Fundarstjóri – góðir Eyjamenn! Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við H-listann – Fyrir Heimaey […]
Framtíðarsýn í öldrunarmálum

Öldrunarmál varða ekki eingöngu eldri borgara sjálfa heldur okkur öll. Það skiptir alla máli hvernig samfélagi við viljum búa í á efri árum og við hvaða lífsgæði. Góð þjónusta við eldri borgara og góð lífsgæði þeirra eru því allra hagur. Við þurfum að móta okkur sýn og stefnu í öldrunarmálum til framtíðar í takt við […]
Hlúum vel að eldri borgurum

Við hjá Sjálfstæðisflokknum viljum að þjónusta við eldri borgara sé framúrskarandi. Þetta er sá hópur íbúa sem á á undan hefur gengið, mótað samfélagið okkar og með kröftum sínum og tíma byggt þann góða grunn sem Vestmannaeyjar standa á í dag. Því teljum við það ekki bara metnað okkar heldur einfaldlega skyldu að hlúa einstaklega […]
Opinn framboðsfundur í Eldheimum í Beinni

Í kvöld fer fram opinn framboðsfundur í Eldheimum. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fundurinn hefst klukkan 20:15 en einnig verður fundinum streymt, hlekkur verður settur hér inn seinna í dag. Fulltrúar framboðanna þriggja sem mæta til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta eru: Eyjalistinn – Njáll Ragnarsson og Helga […]
Hvers vegna að setja X við H á kjördag?

Við hjá H-listanum erum með skýr skilaboð inn í þessar kosningar. Við ætlum að halda áfram að gera gott samfélag betra fyrir alla á Heimaey. Við stöndum fyrir Festu – Frumkvæði – Framfarir – Með fjölskylduna í fyrirrúmi. Okkar helstu mál eru að gera Vestmannaeyjar að fjölskylduparadís, þar spila skólamál – leikskólamál stóran part, má […]
Frekar glatað mál – eða umhverfismál

Munið þið þegar við byrjuðum að flokka rusl hérna í Eyjum? Það voru margir pirraðir yfir þessu veseni og fyrirhyggjunni og að ruslið yrði ekki tæmt nema á 3 vikna fresti, svo það væri eins gott fyrir bæjarbúa að flokka. Munið þið eftir bæklingunum og fundunum og fræðslunni sem við fengum og hve ótrúlega framúrstefnuleg […]
Leikskólagjöld þá og nú!

Árið er 2017. Sjálfstæðisflokkurinn er við völd eins og hann hefur verið allar götur síðan 2006. 10 árum áður hafði hlutur bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verið seldur fyrir háar upphæðir og handbært fé á rekstrarreikning bæjarins fór úr því að vera 120 m.kr í 3.962 m.kr á einni nóttu. Bærinn stóð vel. Samt voru leikskólagjöld […]
Útkall F1!

Í bráðatilfellum er talað um „gullnu stundina“, fyrstu klukkustundina eftir slys eða bráð veikindi sem munu skilja milli þess að hægt sé að bjarga lífi einstaklings eða koma í veg fyrir örorku. Gullna stundin markast ekki lengur af 60 mínútum eins og hún gerði áður en orðatiltækið hefur haldist í talmáli fagfólks á heilbrigðissviði og […]
Bæjarprýði og falleg byggð

Við trúum því að fólki í Vestmannaeyjum sé almennt annt um sitt nærumhverfi og hafi á því einhverjar skoðanir, þó mishátt þær fari. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa metnaðarfulla og skýra sýn í skipulagsmálum. Miðbærinn okkar getur orðið frábær Ferðamenn sem til Eyja koma spyrja gjarnan hvar miðbærinn okkar er eiginlega að finna? Sjálfstæðisflokkurinn vill styrkja miðbæinn […]