Tækifæri til breytinga

Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er […]

Finndu fjórar villur

Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag voru málefni Hraunbúða rædd líkt og svo ótal oft á undanförnum misserum. Í raun má segja að síðustu tíu mánuðir hafi einkennst af umræðu um málið og gríðarlegur tími og vinna farið í að reka það, í góðri samvinnu allrar bæjarstjórnar og í samstarfi þeirra sveitarfélaga sem standa í sömu sporum […]

Njáll eini Eyjamaðurinn á lista Framsóknar

Auka kjördæmisþing KSFS fór fram á Courtyard by Marriott hótel Keflavík laugardaginn 26. júní 2021 og á fjarfundi. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lagði fram eftirfarandi framboðslista fyrir Alþingiskosningar sem fara fram 25. september 2021, listinn var samþykktur samhljóða. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ […]

Breytingar í bæjarráði

Hildur Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti í bæjarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á ný en hún sat í ráðinu fyrsta ár kjörtímabilsins. Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tekur hún sæti Helgu Kristínar Kolbeins sem verður varamaður í ráðinu. Hildur mun því að öllum líkindum sitja í bæjarráði fram að sveitarstjórnarkosningum næsta vor.     (meira…)

Magnús Guðbergsson leiðir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi.

Magnús Guðbergsson er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins (XO) í Suðurkjördæmi. Magnús er fæddur 1969 og er kvæntur Unni Íris Hlöðversdóttur. Unnur og Magnús eiga 6 börn, þau: Emilíu, Sigrúnu, Stefán, Katrínu, Jón, og Kristinn. Þau búa í Reykjanesbæ. Magnús ólst upp í Smáratúni á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum þeim Guðbergi Sigursteinssyni frá Austurkoti og Katrínu S. […]

Jarl opnar kosningaskrifstofu

Tríó Þóris Ólafssonar

Fyrr í dag opnaði Jarl Sigurgeirsson kosningaskrifstofu sína að Strandvegi 51. Jarl sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Jarl er skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum en hefur í um tvö áratugi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og formaður fulltrúaráðs. Tríó Þóris Ólafssonar, sem Jarl er sjálfur hluti af, steig á […]

Tilkynning um framboð

Eftir góða umhugsun og hafandi fengið hvatningu úr ýmsum áttum hef ég ákveðið að láta slag standa og gefa kost á mér í 3. – 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður þann 19. júní n.k. Ég er 37 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Ég er kvæntur Matthildi […]

Við eigum samleið

Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði […]

Fimm vilja leiða VG í Suðurkjördæmi

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi.  Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, Róbert Marshall, leiðsögumaður, bjóða sig fram í fyrsta sæti. Að auki […]

Hvernig væri?

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðurkjördæmi mun viðhafa forval um 5 efstu sætin vegna framboðslista hreyfingarinnar til Alþingis 25. sept. í haust.  Nú þegar hefur nokkur hópur fólks ákveðið að gefa kost á sér í forvalinu bæði til 5 efstu sætanna en einnig til annarra sæta á listanum. Það sýnir að töluverður áhugi er á því […]