Lítill sáttahugur í þingmanninum

Eyjafréttir sögðu fyrr í dag frá því að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af komandi kosningum og veikri stöðu Páls Magnússonar oddvita þingflokksins vegna framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á þessu kjörtímabili. Í kjölfarið á umfjöllun Eyjafrétta spurði Morgunblaðið Pál Magnússon út í stöðuna.  Í viðtalinu sagði hann: „Líklega ætti Jarl [formaður fulltrúaráðs […]

Vantrausti haldið til streitu

Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi var haldinn s.l. laugardag. Þar var tekin ákvörðun um að viðhafa prófkjör við val á framboðslista. Páll Magnússon sagðist sækjast eftir endurkjöri sem oddviti listans, Ásmundur Friðriksson tilkynnti að hann sæktist eftir öðru sæti. Vilhjálmur Árnason sem situr nú í þriðja sæti listans sagðist stefna hærra og þá tilkynnti um […]

Aldur er bara tala

Í dag föstudaginn 20.nóvember opnar ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa sem heitir Aldur er bara tala www.aldurerbaratala.is. Síðan er einnig á fésbókinni https://facebook.com/aldurerbaratala Markmið síðunnar er að gefa eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er […]

Íslensk olía á skip og vinnuvélar

Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Á Íslandi er ónýtt ræktunarland til staðar fyrir repjuræktun. Hægt er að minnka losun margra gróðurhúsaloftegunda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt með því að breyta eldsneytisnotkun skipa og annarra vinnuvéla þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti […]

Afgreiðslu húsnæðismála frestað

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um nokkra valkosti við húsnæðismál bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, þ.e. stjórnsýslu- og fjármálasvið, umhverfis- og framkvæmdasvið og fjölskyldu- og fræðslusvið. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 26. september sl., voru húsnæðismálin til umræðu þar sem samþykkt var tillaga um […]

Bæjarstjórn í beinni

Nú fer fram 1560. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Einarsstofu safnahúsi, nýtt streymi: Dagskrá: Almenn erindi 1. 202004091 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 2. 201909118 – Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar 3. 201212068 – Umræða um samgöngumál 4. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum Fundargerðir til staðfestingar 5. 202004010F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 250 Liðir 1-2 liggja […]

Aðalmót Sjóve

Aðalmót Sjóve hefst í fyrramálið klukkan 6:30. Guðjón Örn Sigtryggsson hjá Sjóve sagði í samtali við Eyjafréttir að skráning væri ágæt og hvatti fólk til að mæta á bryggjuna þegar bátarnir kæmu í land. Guðjón lofaði tónlist og góðri stemmningu á bryggjunni. Dagskrá mótsins: Föstudagur 15.Maí Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi ) Kl. […]

Bæjarráð skorar á yfirstjórn HSU að draga áform um uppsagnir til baka

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að undanskildum forstjóra, mætti á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að gera grein fyrir málefnum stofnunarinnar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfirstjórnarinnar um aðkeypta ræstingu á stofnuninni. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi […]

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi ætla fram

Sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi eru áberandi ákveðnastir að bjóða sig fram til Aþingis í komandi kosningum. Frétta­blaðið sendi eftir­farandi spurningu þann 6. maí til allra 63 al­þingis­mannanna: Ætlar þú að gefa kost á þér á­fram í næstu al­þingis­kosningum? Svar­mögu­leikar voru já, nei og ó­á­kveðin/n. Af tíu þingmönnum í suðurkjördæmi svöruðu sjö. Já sögðu þeir Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson […]

Tromp meirihlutinn

Bæjarstjórn Eyþór

Í dag starfar bæjarstjórnarmeirihlutinn í Vestmannaeyjum með það að leiðarljósi að trompa margt af því  sem fyrirrennarar komu í framkvæmd eða á áætlun. Þegar ég segi trompa, þá á ég við að drepa niður hugmyndir eða fella – hefur ekkert með forsetann í vestrinu að gera. Þegar maður hellir svona úr skálum sínum þá þarf […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.