Fjárhagsáætlun 2020

Fimmtudaginn 5. desember fór fram fundur í bæjarstjórn en fundargerðin var birt í morgun  aðal umræðuefni fundarins var seinni umræða um fjárhagsáætlun 2020 Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020 frá fyrri umræðu. Við umræðu um málið tóku einnig til máls: Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig […]

Fagna úttekt á Landeyjahöfn

Staðan í samgöngumálum var rædd í bæjarráði í hádeginu. Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. […]

Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að okkur var að berast tilkynning um að staða Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði nú auglýst og einnig verði færð verkefni til Vestmannaeyja til að styrkja embættið og tryggja rekstrargrundvöll þess. Það hefur reynst okkur Eyjamönnum mikilvægt að hafa sýslumanninn staðsettan í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að […]

Afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ þarf að fylgja reglum stjórnsýslunnar

Að gefnu tilfelli vegna greinar sem birt var á Eyjafréttum 27. nóvember 2019 („Hvenær er Vestmanneyingur Vestmannaeyingur“) vilja undirrituð koma því á framfæri að frásögn greinarhöfundar er varðar samskipti við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar er ekki rétt og rangt haft eftir um þau svör sem þeir veittu varðandi málið. Þjónusta og afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ fylgja reglum […]

Nýbygging við Hamarsskóla tilbúin haustið 2022

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær þar gerði Ólafur Þór Snorrason grein fyrir drögum að hugsanlegri tímalínu verkefnisins. Skipa faghóp Í niðurstöð málsins þakkar fræðsluráð framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir. Ráðið samþykkir drög að tímalínu og leggur áherslu á að bygging verði tilbúin fyrir skólaárið 2022-2023. […]

Leggja til að endurskoða deiliskipulagstillögu

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar var meðal annars til umræðu deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. En á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista. Ráðið […]

Bjartar vonir vakna  

Það voru sannarlega gleðitíðindi að Vegagerðin skrifaði í morgun undir nýjan samning við Björgun um dýpkun Landaeyjahafnar. Ef gamli samningurinn hefði gilt óbreyttur hefði dýpkun verið hætt núna í vikulokin og ekki verið tekin upp aftur fyrr en í byrjun mars. Samkvæmt viðbótarsamningnum verður dýpkun haldið áfram óslitið út janúar og dýpkunarskipið, og áhöfn, staðsett […]

Bæjarstjórnarfundur hófst í október og lauk í nóvember

Rúmlega sex klukkustunda fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja lauk í nótt. Á dagskrá vour sautján liðir en meðal þess sem var til umræðu var fjárhagsáætlun 2020. Við þær umræður bókuðu fulltrúar D-lista Fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram við fyrri umræðu ber þess merki að lítið megi út af bregða við rekstur sveitarfélagsins. Tekjur Vestmannaeyjabæjar stæðu ekki […]

Framhald á aukinni ferðaþjónusta við fatlað fólk

Fjölskyldu og tómstundaráð ræddi á síðasta fundi sínum aukna ferðaþjónusta við fatlað fólk um kvöld og helgar – framhald af ákvörðun ráðsins frá 219. fundi frá 26. nóvember 2018 Í niðurstöðu ráðsins segir Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var tekin sú ákvörðun til eins árs að bjóða upp á viðbótarþjónustu í formi niðurgreiðslu á leigubílaþjónustu sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.