Magnús Guðbergsson er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins (XO) í Suðurkjördæmi. Magnús er fæddur 1969 og er kvæntur Unni Íris Hlöðversdóttur. Unnur og Magnús eiga 6 börn, þau: Emilíu, Sigrúnu, Stefán, Katrínu, Jón, og Kristinn. Þau búa í Reykjanesbæ.
Magnús ólst upp í Smáratúni á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum þeim Guðbergi Sigursteinssyni frá Austurkoti og Katrínu S. Ágústsdóttur frá Halakoti hvorutveggja á Vatnsleysuströnd, þau eru látin.
Magnús er öryrki eftir 2 alvarleg bílslys. Menntun: skipstjórnarréttindi og vélstjóraréttindi. Magnús hefur m.a. unnið við; trillu útgerð, verslun, byggingariðnað, ferðaþjónustu, skipasmíðar sem og amenna smíðavinnu og margt fleira.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst