Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]
Engin óvissa, áfram gakk!

Í samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 19. maí 2018, er kveðið á um í 4. tl. að bæjarstjóri fari með alla hluti bæjarins í félaginu. Þetta umboð er ekki takmarkað að öðru leyti en því að sala hluta úr félaginu krefjist samþykkis bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er þannig handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fer með eigandavaldið […]
Eðlilega eru margir hvumsa

Ísfélagið er að láta mála hús sitt sem stendur við Kirkjuveg. Á húsinu hefur verið málverk í mörg ár sem nú hefur verið málað yfir, en planið er að ný listaverk prýði húsið. Núna er verið að útbúa nýjan striga fyrir nýja listamenn. Á næsta skólaári munu nemendur í myndlist 8.-10. bekkjar fá að spreyta […]
Hvað er til ráða?

Þegar gengið var til samninga um dýpkun í Landeyjahöfn síðasta haust kom bæjarstjórn Vestmannaeyja skýrum og afdráttarlausum mótmælum á framfæri við Vegagerðina. Raunar hafði bæjarstjórn einnig mótmælt því hvernig útboðinu sjálfu var háttað; vægi tilboðsupphæðar annars vegar og tæknilegrar getu hins vegar kom mörgum spánskt fyrir sjónir. En látum það liggja á milli hluta. Eftir […]
Vilja afnema stimpilgjöld á fiskiskip

Í dag skiluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins inn umsögn um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um afnám stimpilgjalda vegna íbúðarkaupa einstaklinga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fögnuðu frumvarpinu enda er það til þess fallið að auka möguleika einstaklinga á að fjárfesta í eigin húsnæði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvöttu stjórnvöld þó til að bæta um betur í frumvarpinu og setja að auki […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]
Draumur sem varð að veruleika

Eitt af stóru málum síðustu bæjarstjórnar var samkomulag sem náðist við erlent stórfyrirtæki um að koma til Eyja og fjárfesta í nýju safni og byggja risa sundlaug fyrir hvali sem þarf að flytja frá Asíu. Mikil vinna Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Páls Marvins formanns bæjarráðs við að koma á samkomulagi við Merlin Entertainment breskt fyrirtæki […]
Fiskistofa í nútíð og framtíð

Miðvikudaginn 20. mars hélt Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Góð mæting var á erindið eða á fjórða tuginn. Yfirskrift erindisins var Fiskistofa og framtíðin. Eyþór fjallaði um þær breytingar sem framundan eru hjá Fiskistofu í hinni stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað í öllum samskiptum og þjónustu. Fiskistofa hefur uppi mikil […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]
Lýðræði í sparifötum

Á hverjum degi er verið að taka ákvarðanir og þá skiptir máli hvaða forsendur liggja að baki og á hvaða grundvelli ákvarðanirnar eru teknar. Nú er meirihluti bæjarráðs búinn að taka ákvörðun um að hætta við endurbætur á Týsheimilinu, og fara í staðinn í framkvæmdir við stúkuna á Hásteinsvelli. Við stjórnun bæjarfélagsins höfum við nefndir […]