Mótmæla harðlega ákvörðun dómsmálaráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa þar sem þeir mótæla harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið […]

Meirihluti bæjarstjórnar braut sveitarstjórnarlög

Úttekt um framkvæmdir við Fiskiðju langt á veg komin áður en ákvörðun um hana kemur til afgreiðslu bæjarstjórnar  Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi átti sér stað sérstök atburðarás. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru tilbúnir með breytingatillögu vegna ákvörðunar bæjarráðs um úttekt vegna framkvæmda við Fiskiðjuna. Tillagan fólst í því að til að gæta meðalhófs og ábyrgrar meðhöndlunar […]

Árangurinn verður ekki gefinn eftir

Skipan mála hjá sýslumannsembættinu í Vestmanneyjum hefur verið til umræðu í kjölfar þess að núverandi sýslumaður hverfur tímabundið til starfa hjá sýslumannaráði og Sýslumaðurinn á Suðurlandi mun gegna stöðu sýslumanns í Vestmanneyjum í heila 11 mánuði. Ljóst er að framtíð sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum er nokkuð óljós miðað við þær tilkynningar sem fylgdu í kjölfarið. Sýslumannaráð […]

Ekki stendur til að leggja niður embættið

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi flokk­syst­ur sína, dóms­málaráðherra Sig­ríði Á. And­er­sen, á Alþingi í gær vegna þess að til stend­ur að fjar­lægja sýslu­mann úr Vest­manna­eyj­um frá og með morgundeginum. Hann kveðst hafa kom­ist að þessu fyr­ir til­vilj­un þegar hann var stadd­ur á flug­vell­in­um í Vest­manna­eyj­um á þriðjudagsmorgun og rakst þar á sendi­nefnd frá dóms­málaráðuneyt­inu. „Við […]

Áramótahugleiðing um umburðarlyndi

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”. Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum. Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera […]

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja fyrir helgi fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2019 frá fyrri umræðu. Við umræðu um málið tóku einnig til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason, Guðmundur Ásgeirsson, Helga Kristín Kolbeins, Elís Jónsson og Njáll Ragnarsson. Bæta […]

Áhugaverðir punktar úr fjárhagsáætlun 2019

Lækkun fasteignaskatts Afar ánægjulegt er að tekist hafi að ná í gegn lækkun á fasteignaskatti. Við fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun var lögð fram tillaga af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að fasteignaskattur yrði lækkaður. Sú tillaga náði fram að ganga og hefur nú verið samþykkt. Stækkun Hamarskóla Aðrar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem náðu fram að ganga og skipta […]

Þjónusta í þágu íbúa

Í kvöld verður lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Síðan meirihluti Eyjalistans og H-lista, Fyrir Heimaey var myndaður þann 1. júní sl. hafa framboðin tvö mótað sínar hugmyndir um samfélagið okkar og hvernig við viljum að þróun þess verði á næstu árum. Á þessum rétt rúmum sex mánuðum hafa mörg […]

Ríkið tilgreini sem fyrst hvaða þjónustu skuli skerða á hjúkrunarheimilum

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú staðfest að sú ,,viðbót“ til hjúkrunarheimila, sem boðuð var í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu […]

Eigendastefnan lagaleg óvissa?

Erindi til bæjarráðs frá stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Ástæður bréfsins eru vegna eigendastefnu félagsins sem samþykkt var í bæjarráði í nóvember. í bókun segir að bæjarráð hafi rætt drög að svarbréfi til stjórnar Herjólfs ohf. og á formaður bæjarráðs að svara stjórninni fyrir hönd ráðsins. Áður en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.